Kayakklúbburinn Sviði á Álftanesi sem hefur haldið utanum Bessastaðabikarinn undanfarin ár var í samstarfi við Þyt í Hafnarfirði með nýja leið í keppninni 30 sept.

Róðrarleiðin var frá aðstöðu Sviða á Álftanesi og inn í höfnina í Hafnarfirði og alveg að rampnum við aðstöðu Þyts. Mér reiknast til að þetta hafi verið 5,4km og fyrstu menn kláruðu þetta á hálftíma og síðustu á tæpum klukkutíma.

Veðrið var eins og best verður á kosið, bjart og létt gola á eftir með örlítilli öldu sem ýtti aðeins á og bætti hraða flestra. Þessi keppni átti að vera helgina á undan en þá var veður óhagstætt og var henni frestað um viku og grillinu sem vera átti eftir keppni var sleppt. 19 keppendur mættu og margir að koma í fyrsta skipti í keppni og fengu þeir 7 mínútna forskot og það kom bara ágætlega út finnst mér. Leiðin var skemmtileg og kom á óvart að sumu leyti og vonandi verður þetta áfram svona og kannski hægt að lengja leiðina með aukahring út með ströndinni ef það er pólitískur vilji fyrir því.

Úrslit keppninar :

Bessastaðabikar 2017 úrslit
flokkur nafn ár bátur tími kyn flokkun báta
  Ólafur Einarsson Vængár Surfski 00:29:15  kk ferðabátur
  Gunnar Svanberg Vængár Epic V8 00:29:35  kk keppnisbátur
  Sveinn Axel Sveinsson Vængár Rockpool Taran 00:31:10  kk ferðabátur
  Eymundur Ingimundarson Vængár Epic V7 00:31:25  kk ferðabátur
  Örlygur Steinn Sigurjðonsson euro Valley Q 00:33:24  kk ferðabátur
  Águst Ingi Sigurðsson Vængár Kirton Inuk 00:34:45  kk ferðabátur
  Guðmundur Breiðdal Vængár Kirton Inuk 00:34:50  kk ferðabátur
  Þorbergur Kjartansson Vængár Epic X18 00:35:43  kk ferðabátur
  Unnur Eir Arnardóttir euro Lettmann Eski 00:35:58  kvk ferðabátur
  Egill Þorsteinsson Vængár Rockpool Taran 00:36:38  kk ferðabátur
B Anton Sigurðsson Vængár Epic V7 00:38:15  kk ferðabátur
B Svanur Wilcox euro Prion 00:39:30  kk ferðabátur
  Edwin Zanen Vængár Epic V7 00:40:45  kk ferðabátur
B Erna Jónsdóttir euro ? 00:41:45  kvk ferðabátur
  Helgi Þór Ágústsson Vængár Epic V7 00:41:50  kk ferðabátur
B Arnþór Ragnarsson euro ? 00:48:39  kk ferðabátur
B Eyþór Gunnarsson euro Epic V5 00:53:24  kk ferðabátur
B Gunnar Ingi Gunnarsson grænlensk Valley 00:53:30  kk ferðabátur
B Eva Sigurðsson euro Whisky 00:55:45  kvk ferðabátur

 

Myndir:

- Umfjöllun í Fjarðafréttum 5.okt.2017 (skjáskot)