Alls hófu sex einstaklingar og tvö lið keppni í Hvammsvíkurmaraþoni þann 25.ágúst 2012. Úrslit voru sem hér segir
Einstaklingskeppni
1. sæti Ólafur Einarsson -5:05:45 (1:40:13 - 1:51:27 - 1:34:05) Point 65 XP-vængár
2. sæti Sveinn Axel Sveinsson – 5:20:25 (1:38:06 - 2:02:14 – 1:40:05) Kirton Inuk - vængár
3. sæti Lárus Guðmundsson – 5:42:07 (1:53:02 - 2:06:25 - 1:42:40) NDK Romany – grænl. ár
4. sæti Guðni Páll Viktorsson – 6:03:38 (1:50:29 - 2:12:39 - 2:00:30) Valley Nordcap – grænl. ár
Keppendur sem hófu keppni en luku ekki
Eymundur Ingimundarson (1:37:40 - -) Valley Rapier – vængár
Guðmundur Breiðdal (1:55:42 - - ) Kirton Inuk - vængár
Liðakeppni
1. sæti Þóra Atladóttir, Gunnar Svanberg Skúlason og Gunnar Ingi Gunnarsson 5:27:55
Þóra Atladóttir (1:57:40 - -) Valley Nordcap – grænlensk ár
Gunnar Svanberg Skúlason ( - 2:01:11) Qajak Sea Wolf – vængár
Gunnar Ingi Gunnarsson ( - - 1:28:55) Valley Nordcap – euro ár
2. sæti Gísli H. Friðgerisson, Ágúst Ingi Sigurðsson og Smári Ragnarsson 5:44:08
Gísli H. Friðgerisson (1:47:16 - - ) NDK Explorer - euro ár
Ágúst Ingi Sigurðsson (- 2:23:37 - ) Valley Nordcap – grænlensk ár
Smári Ragnarsson ( - - 1:33:15) Valley Nordcap –
Allmikið álitamál var hvort betra væri að ræsa keppni í Geldinganesi eða í Hvammsvík og var ákvörðun tekin á síðustu stundu að ræsa í Geldinganesi. Á fyrsta legg var gott lens, vindur af austan um 8-10 m/s. Erfiðið tók við á legg tvö, þar féllu tveir einstaklingar úr keppni. Eymi sem var í forystu eftir fyrsta legg fékk krampa og Gummi Breiðdal þurfti einnig að hætta. Aðstæður voru betri á legg þrjú en þreyta háði keppendum sem voru að fara heilt maraþon. Í heild voru keppnisaðstæður erfiðar og sigurvegarinn, Ólafur Einarsson, sagði þetta erfiðustu keppni sem hann hefði tekið þátt í og tími hans var 1 klst frá hans besta tíma.
Af þeim fjórum einstaklingum sem luku keppni höfðu þrír ekki tekið þátt í keppninni áður. Þá varð sá merki áfangi að tveir luku keppni með því að fara allt maraþonið með grænlenska ár. Einungis einn keppnisbátur tók þátt (Valley Rapier) og lauk hann ekki keppni sem fyrr segir.
Flugfélagið WOW veitti ferðaverðlaun, flug fyrir tvo til Berlínar. Dregið var milli þeirra sem luku keppni og Guðni Páll hreppti verðlaunin.
Mótsstjóri var Pétur B. Gíslason og fjölmargir félagar í klúbbnum aðstoðuðu við framkvæmdina, þeirra á meðal Daníel, Erna, Valdi og Sigrún og er þeim er þakkað kærlega fyrir aðstoðina ásamt öðrum sem sinntu stórum verkefnum sem smáum. Öryggisgæsla var í höndum Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi og þau stöðu sig frábærlega að venju. Björgunarsveitinni er sérstaklega þökkuð aðstoðin, slík gæsla er forsenda fyrir keppnishaldi.