Hvammsvíkurmaraþonið er fastur liður í september ár hvert og og er haldið af Pétri í Hvammsvík. Maraþonið er lengsta og mest krefjandi keppni ársins, 40 km. og ráða úrslitin í því hvernig röðin í keppni til íslandsmeistara verður ef fleiri en einn keppandi er með sama stigafjölda fyrir maraþonið. það er því stundum mikil spenna í loftinu fyrir þessa keppni. Venjulega er róið frá Geldinganesinu upp í Hvammsvík í kjós, en mótshaldarar geta þó snúið henni við ef aðstæður krefjast þess. Eftir keppnina býður kayakbúðin svo öllum í heljarins grillveislu.
Keppnin er róin í þremur áföngum, 14,7 km, 13,5 km og 11,8 km með tveimur skyldustoppum, 5min hvort. Fyrra stoppið er í sandfjörunni fyrir neðan svínabúið við Brautarholt, og seinna stopp er á Hvalfjarðareyri. Keppt er í karla og kvennaflokki og einnig hefur verið prófað að bjóða uppá liðakeppni við misjafnar undirtektir.
Núverandi met | Leggur 1 | Leggur 2 | Leggur 3 | ||
Vegalengd | 14,7 km | 13,5 km | 11,8 km | 40 km | |
Besti tími; | Karlar | 01:25:22 | 01:21:50 | 01:14:04 | 04:10:46 |
Settur | 2004 | 2003 | 2002 | 2004 | |
Besti samanlagði tími | 04:01:16 | ||||
Besti tími; | Konur | 01:47:27 | 01:38:55 | 01:28:27 | 4:58:59 |
Settur | 2005 | 2004 | 2005 | 2005 | |
Besti samanlagði tími | |||||
Besti tími Öfugleið; | Karlar | 01:32:34 | 01:07:48 | 01:04:17 | 03:51:30 |
Settur | 2007 | 2006 | 2007 | 2007 | |
Besti samanlagði tími | 03:44:39 |
Nú hefur Hvammsvíkurmaraþon verið háð í níunda sinn og því tími kominn að rýna í þátttökutölur:
Árið 2007 var lélegasta þátttaka, en annað árið sem allir ljúka keppni.
Árið 2001 var besta þátttaka eða 21 keppandi, árið 2004 var þó fjölmennast en þá var einnig keppt í liðakeppni.
Heildar þátttaka er 70 og hafa als 50 lokið keppni.
Ef við skoðun þátttöku einstakra manna og kvenna, sem hafa reynt oftar en einu sinni, þá lítur það svona út:
Nafn........ Þátttaka / Klárað
Halldór Sveinbjörnsson 7 / 5 (þar af ein liðakeppni)
Guðmundur Breiðdal 6 / 4
Ágúst Ingi Sigurðsson 6 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Haraldur Njálsson 4 / 4
Rúnar Pálmason 4 / 4
Sveinbjörn Kristjánsson 4 / 4
Þröstur Þórisson 4 / 4
Axel Helgason 4 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Gunnar Sæmundsson 4 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Halldór Björnsson 4 / 3
Ásgeir Páll 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Baldur Pétursson 3 / 3
Elín Marta Eiríksdóttir 3 / 3
Páll Gestsson 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Páll Reynisson 3 / 3
Sævar Úlfarsson 3 / 3 (þar af ein liðakeppni)
Örlygur Sigurjónsson 3 / 2
Fanney Pálsdóttir 2 / 2
Gunnar Tryggvason 2 / 2
Hörður Harðarson 2 / 2
Ólafur B Einarsson 2 / 2
Óttar Kjartansson 2 / 2
Sigurður P Hilmarsson 2 / 2
Örn Torfason 2 / 2 (þar af ein liðakeppni)
Veigur Grétarsson 2 / 1 (þar af ein liðakeppni)
Þórir Þrastarson 2 / 1 (þar af ein liðakeppni)
Hvammsvíkurmaraþoni 1999
28. ágúst 1999 stóð Kayakklúbburinn og Hvammsvík fyrir "maraþon" kappræðri á kayökum. Róið var frá Geldinganesi (suðaustanverðu), fyrir Kjalarnes og komið í mark eftir 40 km róður í Hvammsvík í Hvalfirði. Tekin voru tvisvar 5 mín. stopp, fyrst eftir 14,7 km við norðanver Kjalarnes en það síðara eftir aðra 13,5 við Eyri, þaðan voru síðan 11,8 km í Hvammsvík. 15 manns hófu keppni en 12 skiluðu sér alla leið.
Skilyrði voru mjög slæm á fyrstu leið, vindur SV 10-15m/sek og ölduhæð því um 2m við sunnanvert Kjalarnes. Á þessari leið féllu þrír keppendur úr leik. Annar áfangi var sömuleiðis nokkuð strembin og var mikil spenna þegar menn lögðu frá seinna stoppi enda ekki nema tvær mín. sem skildu að fyrsta og fjórða mann einnig var Sigurður Björnsson búinn að vinna upp 11 min. á fyrsta mann og var nú aðeins 10 sek. á eftir honum í upphafi síðasta áfanga. Sjólag var lang best á síðasta legg og komu menn þreyttir en ánægðir í mark í góðu veðri í Hvammsvík. En þennan fyrsta maraþon kappróður sigraði Sigurður Björnsson á tímanum 4:44,21.
Verður þessi keppni vonandi árviss viðburður, en Bessastaðbikarinn er orðin föst keppni hjá Kayakklúbbnum á vorin og er hugmyndin að halda fleiri mót og væri því hægt að krýna Íslandsmeistara í lok sumars úr þessum mótaröðum.
Úrslit
Veður;
Kjalarnes 190° 6,6 m/s kviða 8,8 m/s
01:26:12
Flóð 19:27 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Sigurður Björnsson | Inuk / Kirton | 2:03,00 | 01:24:00 | 01:17:21 | 4:44,21 |
2 | Hörður Harðarson | North Shore | 1:53,25 | 01:35:05 | 01:22:21 | 4:50,51 |
3 | Axel H㱥lgason | 1:51,30 | 01:35:20 | 4:53బ02 | ||
4 | North Shore | 1:53,20 | 01:35:30 | 01:29:58 | 4:57,48 | |
5 | Halldór Sveinbjörnsson | Prijon | 1:53,12 | 01:41:18 | 01:31:30 | 5:06,00 |
6 | Gunnar Sæmundsson | Nordnes | 2:11,40 | 01:26:00 | 01:40:50 | 5:18,30 |
7 | Sigurþór Hallbjörnsson | Island of Sard. / QajaQ | 2:07,12 | 01:36:18 | 01:36:27 | 5:19,57 |
8 | Sævar Úlfarsson | Nordnes | 2:16,40 | 01:40:35 | 01:29:10 | 5:26,25 |
9 | Baldur Pétursson | Nordnes | 1:56,20 | 01:42:50 | 01:48:01 | 5:37,11 |
10 | Gestur Ingason | Esplora / Francesconi | 2.07,10 | 01:49:50 | 01:50:04 | 5:47,04 |
11 | Sigurður Hafberg | Nordnes | 2:18,10 | 01:55:50 | 01:48:35 | 6:02,35 |
11 | Tómas Maríuson | Seayak / Prijon | 2:24,50 | 01:55:10 | 01:42:35 | 6:02,35 |
Ágúst I Sigurðsson | Heimasmíði | |||||
Kristján Björn | Valley Skerray | |||||
Sigurður Páll Ragnarsson | Esplora / Francesconi |
2000
Þann 26 ágúst var Hvammsvíkurmaraþon haldið í annað sinn, 15 ræðarar tóku þátt.
Keppnin var hörku spennandi, á fyrsta legg komu fimm ræðarar inn á innan viðmín. eftir klukkustund og fjörtíu mín. Róður. Eftir annan legg höfðu menn skipts á sætum og voru fjórir fyrstu menn með afgerandi forustu og hélst röð þeirra óbreitt í mark, en aðeins tvær sek. skildu að þriðja og fjórða mann. Methafinn frá í fyrra gat ekki tekið þátt í ár en tími hans var 4:44:21. Tímar í ár voru töluvert betri, fyrsti maður Halldór Sveinbjörnsson var á 4:32:30. Reyndar er ósanngjarnt að bera saman tíma í ár og í fyrra þar sem skilyrði á fyrsta legg voru erfið þá, enda var tíminn á þeim legg 12 mín betri í ár.
Úrslit
Veður;
Kjalarnes 080° 4,2 m/s kviða 6,8 m/s
Flóð 16:05 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Halldór Sveinbjörnsson | Inoq | 01:39:44 | 01:28:46 | 01:24:00 | 04:32:30 |
2 | Óskar Helgi Guðjónsson | Buchanier | 01:40:13 | 01:29:43 | 01:23:53 | 04:33:49 |
3 | Baldur Pétursson | Esplora | 01:42:15 | 01:27:50 | 01:25:33 | 04:35:38 |
4 | Sævar Úlfarsson | Nordkapp | 01:40:20 | 01:30:21 | 01:24:59 | 04:35:40 |
5 | Magnús Hinriksson | Vivian | 01:42:08 | 01:31:39 | 01:27:07 | 04:40:54 |
6 | Sigurjón Þórðarson | Buchanier | 01:42:55 | 01:39:13 | 01:31:28 | 04:53:36 |
7 | Axel Helgason | Inoq | 01:39:37 | 01:45:10 | 01:37:44 | 05:02:31 |
8 | Baldvin Krisjánsson | Esplora | 01:47:02 | 01:41:48 | 01:33:41 | 05:02:31 |
9 | Gunnar Sæmundsson | Nordnes | 01:39:57 | 01:39:39 | 01:42:55 | 05:02:31 |
10 | Hörður S. Harðarson | Buchanier | 01:43:26 | 01:43:03 | 01:36:02 | 05:02:31 |
11 | Rúnar Pétursson | Esplora | 01:47:20 | 01:46:53 | 01:39:01 | 05:13:14 |
12 | Óttar Kjartansson | Viking | 01:50:04 | 01:52:36 | 01:54:03 | 05:36:43 |
Róbert Schmidt | Millenium | 01:53:37 | 01:55:33 | |||
Guðmundur Breiðdal | Kodiak | |||||
Guðmundur Elíasson | Nordnes |
{gallery}Maraton 2000{/gallery}
2001
Hvammsvíkur maraþonið er nú orðin fastur liður í starfsemi Kayakklúbbsins og Hvammsvíkur. Róin er maraþon vegalengd og má segja að þetta sé þrekvirki.
Það var tímanlega ræst klukkan 10:00 laugardaginn 25. ágúst frá eiðinu út í Geldinganes í frábæru veðri. Róið var fyrir austan Þerney og sem leið liggur meðfram Kjalarnesinu og inn Hvalfjörðinn. Í skyldustoppum var boðið upp á hressingu, orkudrykki frá Lepin og samlokur. Keppendur þetta árið voru 21 og þar af tvær konur en þær reyndust því miður meðal þeirra 11 sem luku ekki keppni. 10 keppendur luku keppni þetta árið, öfugt við undanfarin ár, voru skilyrði á leiðinni upp á Kjalarnes einstaklega góð og var besti tími á þeirri leið bættur um tvær og hálfa mín. en heldur kárnaði gamanið þegar komið var fyrir Kjalarnesið. Ef borin er saman besti tími (4:32:30), og tími nú þá sést að það munar tæpum klukkutíma, enda voru skilyrði öllu erfiðari þar sem róið var á móti norðan vindi inn Hvalfjörðinn ásamt útfallsstraumi, enda voru óvenju margir sem helltust úr keppni þar á meðal harðir keppnisjaxlar frá fyrri árum.
Sigurvegari í keppnin var ungur piltur frá Bolungarvík: Sveinbjörn Kristjánsson á tímanum 5 klst 29 mín 15 sek Í öðru sæti var Valdimar Harðarson á 5.33.00 Í þriðja sæti var Ófeigur Gíslason á 5.43.08.
Að lokinni keppni var slegið upp grillveislu í Hvammsvík þar sem keppendum, stuðningsmönnum og aðstandendum keppninnar var boðið í veislu að hætti Péturs í Hvammsvík og Nanoq. Þar voru einnig afhent hefðbundin verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, ásamt Lendal ári fyrir fyrsta sæti og vöruúttekt í Nanoq fyrir annað og þriðjasæti.
Að lokum vill keppnisnefnd þakka keppendum þátttökuna, áhorfendum komuna og sérstaklega öllum þeim sem hjálparmönnum sem lögðu hönd á plóginn ásamt styrktaraðilum.
Úrslit
Veður;
Kjalarnes 360° 4,3 m/s kviða 10,3 m/s
Flóð 11:08 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Sveinbjörn Kristjánsson | Kirton Inuk | 01:37:13 | 02:07:17 | 01:34:45 | 05:29:15 |
2 | Valdimar Harðarson | North Shore Calypso | 01:37:19 | 02:07:11 | 01:38:30 | 05:33:00 |
3 | Ófeigur Gíslason | Nordkap | 01:42:08 | 02:08:14 | 01:42:14 | 05:43:08 |
4 | Hákon Halldórsson | Heimasmíði Konyak | 01:44:20 | 02:20:30 | 01:40:49 | 05:55:39 |
5 | Gunnar Tryggvason | QajaQ Island of Sardinia | 01:41:20 | 02:23:52 | 01:46:48 | 06:02:00 |
6 | Jóhann Kjartansson | QajaQ Kitiwec | 01:47:15 | 02:17:07 | 01:59:18 | 06:13:40 |
7 | Óttar Kjartansson | North Shore Shore Line | 01:47:38 | 02:19:02 | 01:57:15 | 06:13:55 |
8 | Guðmundur Breiðdal | P&H Quest | 01:49:32 | 02:22:48 | 01:52:20 | 06:14:40 |
9 | Magni Jónsson | Avana Qajaq | 01:47:15 | 02:28:35 | 01:51:30 | 06:17:20 |
10 | Páll Gestsson | Qajaq Kitiwec | 01:48:00 | 02:30:08 | 01:50:02 | 06:18:10 |
11 | Garðar Gíslason | Qajaq Sardinia | 01:43:08 | 02:19:37 | ||
12 | Sigurður Sigurðsson | Prijon Yokon | 01:43:41 | 02:25:40 | ||
13 | Sævar Ólafsson | Valley Nordkap | 01:44:50 | 02:29:10 | ||
14 | Halldór Sveinbjörnsson | QajaQ Avanaq | 01:37:07 | |||
15 | Gunnar Sæmundsson | Qajaq Sardinia | 01:54:20 | |||
16 | Sævar Helgason | Explora | 02:08:02 | |||
17 | Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir | Necky looksa | 02:08:10 | |||
18 | Eyþór P Hauksson | Viking | 02:09:50 | |||
19 | Anna H Baldursdóttir | Viking | 02:25:00 | |||
20 | Ágúst I Sigurðsson | Heimasmíði | 02:29:00 | |||
21 | Axel Helgason |
Seewolf |
{gallery}Maraton 2001{/gallery}
2002
Eftir að menn höfðu litið til veðurs og ákveðið að fært væri á sjóinn var ræst í fjórða Hvammsvíkurmaraþoni Kayakklúbbsins, keppendur voru aðeins 12, enda hafði veðurútlit verið vont og kom á daginn að skilyrði voru með versta móti við Kjalarnesið, úfinn sjór og strekkings vindur. Þar sýndu menn góðan keppnisanda og stoppuðu fyrir mönnum sem lent höfðu ísjónum og hjálpuðu þeim í bátana aftur.
Strax í upphafi tók Sveinbjörn Kristinsson maraþonmeistari frá í fyrra forystuna og hélt hanni til enda og sigraði keppnina með yfirburðum, kom í mark á tímanum 4:42:54, annar var Baldur Pétursson á tímanum 5:07:37 og þriðji var Guðmundur Breiðdal á tímanum 5:14:41. Aðeins tók einn kvenmaður þátt en hún heitir Wendy Killoran frá Kanada kom sérstaklega til að taka þátt í þessu maraþoni, en því miður vegna sjólags við Kjalanesið var hún tekin í bát þar, en hún lét ekki deigan síga og réti í félagi við vin sinn Halldór frá fyrsta stoppi og í hvammsvík, og má því segja að hún hafi róið maraþon að frátöldum þessum erfiða parti fyrir Kjalanesið.
Erfitt er að bera saman tíma og meta besta árangur, því skilyrði geta verið afskaplega misjöfn, en besta brautartíma á Halldór Sveinbjörnsson 4:32:30 sett árið 2000.
Úrslit
Veður;
Kjalarnes 290° 7,2 m/s kviða 10,1 m/s
Flóð 19:34 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Sveinbjörn Hrafn Kristinsson | Inuk | 01:59:00 | 01:29:50 | 01:14:04 | 04:42:54 |
2 | Baldur Pétursson | Buccaner | 02:10:10 | 01:36:15 | 01:21:12 | 05:07:37 |
3 | Guðmundur Breiðdal | Viviane | 02:18:30 | 01:34:25 | 01:21:46 | 05:14:41 |
4 | Sigurður Pétur Hilmarsson | Seawolf | 02:14:30 | 01:43:20 | 01:24:33 | 05:22:23 |
5 | Hlynur Sigursveinsson | Sardina | 02:32:25 | 01:52:35 | 01:30:08 | 05:55:08 |
6 | Gunnar Tryggvason | Sardina | 02:32:00 | 01:51:00 | 01:32:08 | 05:55:08 |
7 | Páll Gestsson | Kitywec | 02:56:10 | 01:43:00 | 01:25:17 | 06:04:27 |
8 | Halldór Sveinbjörnsson | Inuk | 02:40:40 | 02:15:33 | 01:46:31 | 06:42:44 |
9 | Wendy Killoran | Sardina | 03:04:00 | 01:52:30 | 01:46:14 | 06:42:44 |
10 | Bragi Þorsteinsson | Capella | 02:41:00 | |||
11 | Ólafur Árnason | Fransisconi | 02:56:50 | |||
12 | Sigurður Páll Ragnarsson | Kitywec |
{gallery}Maraton 2002{/gallery}
2003
Þá er Hvammsvíkurmaraþoninu lokið í fimmta sinn, voru aðstæður þokkalegar og brautarmet slegið, en Sveinbjörn réri leiðina á 4:17:30 og bætir þarmeð eldra met um 15 mín, þokkalegt það! Halldór sigraði svo í B flokki á 4:48:09, en keppt var nú í fyrsta skipti í tveim flokkum karla þar sem stærð báta réði flokkun. Í kvennaflokki kepptu þrjár konur og sigraði þar Fanney á tímanum 5:53:03. Þess má einnig geta að ungur maður, Þröstur aðeins 16 ára lauk keppni á tímanum 5:52:16.
Það kom ef til vill ekki á óvart að allir þessir sigurvegarar koma af vestfjörðunum og á Halldór og hans fólk á Ísafirði heiður skilið að gera sér ferð í bæinn, en frá þeim komu 9 keppendur af 12 !! .... Þetta segir okkur að við hér á suðvestur horninu þurfum aldeilis að hysja upp um okkur buxurnar !!!!
Þótt þátttaka hafi verið með eindæmum slökk þá fór mótið vel fram, veður þokkalegt, það er það eina sem Pétur Hvammsvíkur-Jarl hefur ekki haft full tök á, en allt annað leysir hann með glæsibrag og vil ég þakka honum og hans fólk í Hvammsvík fyrir að gera þetta allt mögulegt. Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík lagði til gúmíbát og menn ásamt bátnum hans Péturs og hjálpuðu þeir þeim sem lentu í vandræðum, - munum flugeldana um áramót.
Úrslit
Veður;
Kjalarnes 120° 5,7 m/s kviða 7,9 m/s,
Þyrill 120° 8,1 m/s kviða 13,3 m/s
Flóð 15:00 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Sveinbjörn Kristjánsson | Inuk | 01:27:30 | 01:21:50 | 01:28:10 | 04:17:30 |
2 | Guðmundur Breiðdal | Inuk | 01:42:40 | 01:34:42 | 01:50:26 | 05:07:48 |
3 | Þórir Þrastarson | Esplora | ||||
B flokkur | ||||||
1 | Halldór Sveinbjörnsson | Sea Wolf | 01:35:55 | 01:31:02 | 01:41:12 | 04:48:09 |
2 | Örn Torfason | Sea Wolf | 01:40:05 | 01:36:10 | 01:46:45 | 05:03:00 |
3 | Eggert Jónsson | Viking | 01:43:00 | 01:38:31 | 01:49:24 | 05:10:55 |
4 | Þröstur Þórisson | Sardinia | 01:53:00 | 01:49:58 | 02:09:18 | 05:52:16 |
5 | Ágúst Sigurðsson | Heimasmíði | 02:13:42 | 02:16:03 | ||
6 | Björn Magnús Stefánsson | Buccaneer | ||||
Konur | ||||||
1 | Fanney Pálsdóttir | Kitiwec | 01:53:00 | 01:49:56 | 02:10:07 | 05:53:03 |
2 | Elín Marta Eiríksdóttir | Viking lv | 01:53:00 | 01:52:06 | 02:21:01 | 06:06:07 |
3 | Jónína Guðjónsdóttir | Quest | 02:09:25 | 01:59:11 |
{gallery}Maraton 2003{/gallery}
2004
Nú er stóra stundin að renna upp; Hvammsvíkurmaraþon verður haldið laugardaginn 4 september. Varadagur vegna veðurs verður að venju sunnudagurinn á eftir. Ræst verður klukkan 9:30 í kvennaflokki og klukkutíma síðar í karlaflokki ásamt liðakeppninni og er verðlaunaafhending og hin hefðbundna grillveisla áætluð í Hvammsvík klukkan 16:30. Skráning hefst kl 9 á Geldinganesinu.
Í ár verður boðið upp á þrjá flokka. Hefðbundið maraþon í karla og kvennaflokki, og svo liðakeppni þar sem þrír eru saman í liði karlar og/eða konur. Engin skilyrði eru um bátategundir í liðakeppninni. Þeir sem ekki hafa náð að safna liði en vilja taka þátt í styttri róðri en maraþoni eru hvattir til að mæta í skráningu og keppnisnefnd raðar mönnum saman í lið.
Við viljum hvetja sem flesta til að mæta og peppa liðið upp á keppnisdegi, og einnig vantar ennþá vaska félaga í ýmis störf við keppnina. Einnig viljum við benda mönnum á að í nágrenni Hvammsvíkur eru margar góðar róðraleiðir og væri því upplagt fyrir þá sem ekki ætla að keppa að mæta og vera vitni af því þegar ofurhetjurnar verða ræsta í maraþonið á laugardagsmorginum, aka síðan upp í Hvammsvík og róa þar, taka svo á móti keppendum þegar þeir koma í mark og taka svo að lokum þátt í grillinu kl 16:30 !!!!! Ef það er einhver sem telur sig þekkja svæðið í nágrenni Hvammsvíkur og er til í að verðra leiðsögumaður þar eða skipuleggja þann róður, þá endilega að tjá sig á "Korkinum"
Það hjálpar mikið ef menn skrá sig fyrirfram, en það er hægt að gera hjá Pétri í Hvammsvík. Þátttökugjald í maraþoni er kr: 1500 og innifalið í því er m.a. neyðarblys og neyðarflauta.
Úrslit
Veður;
Geldinganes 230° 2,3 m/s kviða 3,7 m/s
Kjalarnes 290° 1,9 m/s kviða 2,6 m/s,
Þyrill 270° 4,0 m/s kviða 4,5 m/s
Nr | Konur | Leggur1 | Leggur2 | Leggur3 | Tími | |
1 | Fanney Pálsdóttir | Inuk | 01:48:33 | 01:38:55 | 01:32:22 | 4:59:50 |
2 | Elín Eiríksdóttir | Nordkapp | 01:48:33 | 01:42:32 | 01:35:07 | 5:06:12 |
3 | Ásta Þorleifsdóttir | Capella | 02:06:08 | |||
Karlar | ||||||
1 | Sveinbjörn Kristjánsson | Inuk | 01:25:22 | 01:27:55 | 01:17:29 | 4:10:46 |
2 | Sigurður Pétur Hilmarsson | Sea Wolf | 01:40:05 | 01:34:43 | 01:26:41 | 4:41:29 |
3 | Haraldur Njálsson | Quest | 01:41:53 | 01:36:55 | 01:26:12 | 4:45:00 |
4 | Þröstur Þórisson | Sardinia | 01:44:36 | 01:41:33 | 01:30:51 | 4:57:00 |
5 | Örlygur Sigurjónsson | Esplora | 01:46:14 | 01:43:18 | 01:31:03 | 5:00:35 |
6 | Rúnar Pálmason | Esplora | 01:46:14 | 01:44:24 | 01:35:27 | 5:06:05 |
7 | Halldór Björnsson | Seayak | 01:55:05 | 01:55:50 | 01:47:34 | 5:38:29 |
8 | Þorsteinn Jónsson | Laser | 01:51:08 | 01:58:17 | 01:51:57 | 5:41:22 |
9 | Þorsteinn Sigurlaugsson | Explorer | 01:47:57 | |||
Lið | ||||||
1 | Halldór/Þórir/Örn | 01:25:22 | 01:35:16 | 01:22:37 | 4:23:15 | |
Halldór Sveinbjarnarson | Inuk | |||||
Örn Torfason | Avanaq | |||||
Þórir Þrastarson | Esplora | |||||
2 | Axel/Gunnar/Sævar | 01:44:41 | 01:37:48 | 01:22:33 | 4:45:02 | |
Sævar Úlfarsson | Nordkapp | |||||
Axel Helgason | Viking | |||||
Gunnar Sæmundsson | Sardinia | |||||
3 | Ágúst/Veigur/Ásgeir | 01:47:57 | 01:45:56 | 01:23:34 | 4:57:27 | |
Veigur Grétarsson | Laser | |||||
Ágúst Ingi | Capella | |||||
Ásgeir Páll | Capella | |||||
4 | Hörður/Páll/Hörður | 01:48:53 | 01:38:07 | 01:36:26 | 5:03:26 | |
Hörður Kristinsson | Viking | |||||
Páll Gestsson | Kitiwec | |||||
{gallery}Maraton 2004{/gallery}
2005
Þá er Hvammsvíkurmaraþoninu lokið í áttunda sinn, voru aðstæður mjög góðar og tvö brautarmet sett Halldór setti met á öðrum legg og Elín setti nýtt maraþon met í kvennaflokki. Engin þátttaka var í liðakeppninni að þessu sinn og er það miður því hún setti svip sinn á keppnina í fyrra.
Sem sagt, í ár var þátttakan ágæt og veðrið enn betra, viðist Pétur Hvammsvíkur-Jarl nú hafa loksins náð tökum á því líka, vil ég þakka honum og hans fólk í Hvammsvík fyrir að gera þetta allt mögulegt. Björgunarsveitin á Kjalarnesi lagði til gúmmíbát og menn ásamt bátnum hans Péturs og hjálpuðu þeir þeim sem lentu í vandræðum (eitt sund við Kjalarnesið), - munum flugeldana um áramót.
Úrslit
Veður;
Geldinganes 070° 5,4 m/s kviða 7,2 m/s
Kjalarnes 090° 4,8 m/s kviða 6,6 m/s,
Þyrill 180° 4,8 m/s kviða 6,7 m/s
Flóð 15:00 | ||||||
Nr. | Karlar | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Heildartími |
1. | Halldór Sveinbjörnsson | Inuk | 01:31:24 | 01:26:56 | 01:17:46 | 04:16:06 |
2. | Haraldur Njálsson | Quest | 01:35:48 | 01:32:35 | 01:20:01 | 04:28:24 |
3. | Guðmundur Breiðdal | Inuk | 01:36:05 | 01:43:29 | 01:10:34 | 04:30:08 |
4 - 5. | Þröstur Þórisson | Inuk | 01:39:52 | 01:30:52 | 01:21:58 | 04:32:42 |
4 - 5. | Örlygur Steinn Sigurjónsson | Seawolf | 01:40:00 | 01:30:44 | 01:21:58 | 04:32:42 |
6. | Ásgeir P. Gústafsson | Ph Bahiya | 01:39:27 | 01:39:53 | 01:17:57 | 04:37:17 |
7. | Rúnar Pálmason | Esplora | 01:38:54 | 01:41:51 | 01:31:43 | 04:52:28 |
8. | Páll Reynirsson | Explorer | 01:47:14 | 01:40:49 | 01:24:30 | 04:52:33 |
9. | Halldór Björnsson | Explorer | 01:46:50 | 01:41:13 | 01:25:40 | 04:53:43 |
10. | Tryggvi Tryggvason | Explorer | 01:49:52 | 01:41:01 | 01:29:10 | 05:00:03 |
11. | Stefán A Stefánsson | Romany | 01:49:36 | 01:47:24 | 01:29:24 | 05:06:24 |
12. | Ágúst Ingi Sigurðsson | Esplora | 01:47:07 | 01:48:58 | 01:37:25 | 05:13:30 |
Konur | ||||||
1. | Elín Marta Eiríksdóttir | Nordkap | 01:47:27 | 01:43:05 | 01:28:27 | 04:58:59 |
{gallery}Maraton 2005{/gallery}
2006
Maraþonið er erfiðasta keppni tímabilsins, og hún stóð svo sannarlega undir því þetta árið því aðstæður voru með erfiðasta móti og lentu menn í allskyns erfiðleikum og hrakningum í keppninni en allt fór þó vel að lokum með dyggri aðstoð björgunarsveitarfólksins af kjalarnesinu. Var þetta í fyrsta skiptið sem keppninni er snúið við þ.e. ræst í Hvammsvík og endað á Geldinganesinu.
Alls voru 11 ræðarar skráðir til leiks og skiluðu 6 stykki sér í mark sem er óvenju lágt hlutfall enda aðstæður slæmar eins og áður sagði: sýndi vindhraðamælir á Kjalarnesi t.d. að verstu vindhviðurnar þennan dag voru yfir 20metrar á sek.
Úrslit
Veður;
Geldinganes 020° 5,3 m/s hviða 9,9 m/s
Kjalarnes 020° 11,6 m/s hviða 15,1 m/s,
Þyrill 060° 7,4 m/s hviða 16,4 m/s
Flóð 13:00 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Heildartími |
1 | Haraldur Njálsson | Rapier | 01:15:44 | 01:07:48 | 01:38:28 | 04:02:00 |
2 | Ásgeir P. Gústafsson | Rapier | 01:16:44 | 01:13:01 | 01:34:55 | 04:04:40 |
3 | Þröstur Þórisson | Inuuk | 01:14:00 | 01:11:04 | 01:45:41 | 04:10:45 |
4 | Rúnar Pálmason | Esplora | 01:23:55 | 01:18:17 | 02:02:52 | 04:45:04 |
5 | Ólafur B Einarsson | Viking | 01:28:52 | 01:25:08 | 01:53:05 | 04:47:05 |
6 | Páll Reynisson | Explorer | 01:28:45 | 01:29:15 | 02:04:40 | 05:02:40 |
Halldór Björnsson | Viking | 00:00:00 | ############ | 00:00:00 | ||
Guðmundur Breiðdal | Inuuk | 01:28:46 | 01:28:44 | ############ | 00:00:00 | |
Veigar | Rapier | 01:24:10 | 01:14:55 | ############ | 00:00:00 | |
Örlygur Steinn Sigurjónsson | Letman | 01:40:12 | 01:33:38 | ############ | 00:00:00 | |
Þorsteinn Sigurlaugsson | Rapier | 01:40:20 | 01:33:18 | ############ | 00:00:00 |
2007
Það er aldrei á vísan að róa með Maraþonið, nú þurfti að fresta því í fyrsta skipti í sögu keppninnar vegna slæms veðurs á laugardeginum, en aðstæður á sunnudeginum voru mjög góðar, að vísu strekking norðan átt og var því ákveðið að róa öfuga leið þ.e. Hvammsvík – Geldinganes.
Fyrsti leggur bauð uppá hörku lens, enda var met slegið, á öðrum legg mættist undiraldan af hafi og norðan áttin og nýttist því lensið ekki jafn vel. Við Kjalarnesið var svo smá kvika, eins og oft áður.
Nýtt brautarmet var sett, enda má segja að Halli sé búinn að ná afburða tækni Rapierinn og er þar að auki afburða kayakmaður.
Keppendur voru fáir en allir komust þeir í mark.
Úrslit
Veður;
Geldinganes 330° 3,6 m/s kviða 5,1 m/s
Kjalarnes 140° 3,0 m/s kviða 5,3 m/s,
Þyrill 110° 3,9 m/s kviða 9,5 m/s
Flóð 10:00 | ||||||
Nr. | Nafn | Bátur | Tími 1 | Tími 2 | Tími 3 | Tími |
1 | Haraldur Njálsson | Rapier | 01:04:17 | 01:14:39 | 01:32:34 | 03:51:30 |
2 | Ólafur B Einarsson | Ocean X | 01:12:48 | 01:18:50 | 01:49:42 | 04:21:20 |
3 | Rúnar Pálmason | Nordkap | 01:14:46 | 01:28:49 | 01:53:43 | 04:37:18 |
4 | Páll Reynisson | Explorer | 01:19:46 | 01:30:26 | 01:51:35 | 04:41:47 |
5 | Halldór Björnsson | Rapier | 01:28:00 | 01:45:50 | 02:09:25 | 05:23:15 |
6 | Rúnar Haraldsson | Sea Wolf | 01:37:35 | 01:52:30 | 02:03:04 | 05:33:09 |
7 | Geir Gunnarsson | Sea Wolf | 01:26:01 | 01:47:44 | 02:19:57 | 05:33:42 |
8 | Ágúst Ingi Sigurðsson | Capella | 01:31:35 | 01:45:13 | 02:32:28 | 05:49:16 |
{gallery}Maraton 2007{/gallery}
Maraþon 2008, úrslit:
1. leggur | 2. leggur | 3. leggur | Stopp dregin frá | |||
1 | Ólafur Einarsson | Ocean X | 1.27,28 | 3.04,02 | 4.32,08 | 4.22,08 |
2 | Örlygur Steinn Sigurjóns | Kirton Inuk | 1.27,38 | 2.59,55 | 4.32,08 | 4.22,08 |
3 | Hilmar Erlingsson | Point 65 | 1.31,21 | 3.08,25 | 4.42,49 | 4.32,49 |
4 | Ásgeir Páll Gústavsson | Valley Rapier | 1.28,32 | 3.05,57 | 4.49,54 | 4.39,54 |
5 | Halldór Sveinbjörnsson | Kirton Inuk | 1.28,19 | 3.07,56 | 4.58,26 | 4.48,26 |
6 | Sigurður Pétur Hilmars | Kirton Inuk | 1.35,14 | 3.21,14 | 5.06,08 | 4.56,08 |
7 | Páll Reynisson | ND Explorer HV | 1.41,47 | 3.30,30 | 5.09,35 | 4.59,35 |
8 | Rúnar Haraldsson | Seawolf | (1.55,28) | (3.55,12) | (5.50,05) | (5.40,05) |
Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni 2008
Hvammsvíkurmaraþon 2008 | ||||||
1. leggur | 2. leggur | 3. leggur | Mínus stoppin | |||
1 | Ólafur Einarsson | Ocean X | 1.27,28 | 3.04,02 | 4.32,08 | 4.22,08 |
2 | Örlygur Steinn Sigurjónsson | Kirton Inuk | 1.27,38 | 2.59,55 | 4.32,08 | 4.22,08 |
3 | Hilmar Erlingsson | Point 65 | 1.31,21 | 3.08,25 | 4.42,49 | 4.32,49 |
4 | Ásgeir Páll Gústavsson | Valley Rapier | 1.28,32 | 3.05,57 | 4.49,54 | 4.39,54 |
5 | Halldór Sveinbjörnsson | Kirton Inuk | 1.28,19 | 3.07,56 | 4.58,26 | 4.48,26 |
6 | Sigurður Pétur Hilmarsson | Kirton Inuk | 1.35,14 | 3.21,14 | 5.06,08 | 4.56,08 |
7 | Páll Reynisson | Nigel Dennis Explorer HV | 1.41,47 | 3.30,30 | 5.09,35 | 4.59,35 |
8 | Rúnar Haraldsson | Seawolf | (1.55,28) | (3.55,12) | (5.50,05) | (5.40,05) |
Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni 2009
Sjö keppendur reru alla keppnisvegalengdina í Hvammvíkurmaraþoninu, frá Geldinganesi og inn í Hvammsvík. Sveitakeppnin var endurvakin og skráðu þrír sig til leiks í henni þannig að alls voru keppendur tíu. Pétur B. Gíslason var mótstjóri að venju. Veður var hið besta til róðurs.
Hvammsvíkurmaraþon | ||||||||
1. stopp | 2. stopp | 3. stopp (að frádregnum 10 mín. stopptíma) | ||||||
1 | Ólafur B. Einarsson | Ocean X | 01:29:45 | 02:55:00 | 04:05:10 | 100 | ||
2 | Hilmar Erlingsson | Rapier | 01:29:45 | 02:55:00 | 04:05:11 | 100 | ||
3 | Örlygur Steinn Sigurjónsson | Lettman Godthab | 01:38:10 | 03:14:45 | 04:40:12 | 60 | ||
4 | Páll Reynisson | NDK Explorer | 01:42:08 | 03:20:55 | 04:45:05 | 50 | ||
5 | Guðmundur Breiðdal | Kirton Inuk | 01:40:40 | 03:19:30 | 04:48:05 | 45 | ||
6 | Ágúst Ingi Sigurðsson | Hasle Explorer | 01:44:40 | 03:26:20 | 04:56:43 | 40 | ||
7 | Hörður Kristinsson | NDK Explorer | 01:46:10 | 03:33:50 | 05:10:30 | 36 | ||
Sveitakeppni | ||||||||
8.-10 | Rúnar Pálmason | 01:44:40 | 32 | |||||
8.-10 | Þorbergur Kjartansson | 05:01:50 | 32 | |||||
8.-10 | Einar Garðarsson | 03:25:55 | 05:20:30 | 32 | ||||
Brautarvarsla: | ||||||||
Sævar Helgason | ||||||||
Sigurjón Þórðarson | ||||||||
Páll Gestsson (sá einnig um kjötsúpuna) | ||||||||
Mótsstjóri: | ||||||||
Pétur B. Gíslason |
Hvammsvíkurmaraþon 2010
Úrslit í Hvammsvíkurmaraþoni 4. september 2010 voru sem hér segir.
1. sæti - Rúnar Pálmason á Valley Nordkapp
1. stopp: 1:38.30
2. stopp: 3:29.30
Mark: 5:39.18
2. sæti - Örlygur Steinn Sigurjónsson á Lettman Godthap
1. stopp: 2:06.50
2. stopp: 4:23.05
Mark: 6:45.20
Féll úr keppni - Sigurður Pétur Hilmarsson á Kirton Inuk
1. stopp: 1:49.05
2. stopp: 3:36.50
Töluverður strengur var úr SA við rásmark. Veðurstöð á Geldinganesi mældi 14 m/s jafnaðarvind kl. 12:00 og að mesta hviða hafi slegið upp í 19 m/s. Svo virðist sem vindurinn hefur rifið sig upp einmitt þegar við vorum að leggja af stað því veðurmælingar fyrir hádegi og eftir sýna minni vindstyrk. Á Kjalarnesi mældist 14 m/s jafnaðarvindur en 20 m/s í hviðum í hádeginu. Róðurinn var því verulega krefjandi. Í Hvalfirðinum mætti ræðurum austanstrengur, á bilinu 12-14 m/s og sterkari í hviðum.
Þess má geta að Pétur Hilmarsson fagnaði fimmtugsafmæli sínu með þátttöku í Hvammsvíkurmaraþoni. Víst er að hann gleymir ekki þeim afmælisdegi í bráð! Honum hvolfdi í miklum vindstreng sem gerði út Laxvoginn og því á hlið Péturs. Enginn sá blysið brenna og því mikil lukka að hann var með síma á sér og gat hringt eftir aðstoð.
Mótsstjóri var að venju Pétur B. Gíslason. Sævar Helgason og Þóra Atladóttir buðu sig fram sem starfsmenn keppninnar. Þeim er þakkað kærlega fyrir keppnina. Sömuleiðis skal minnt á að öryggisgæsla var í höndum Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. Slík gæsla er forsenda fyrir keppnishaldi.