Keppni þessi er elsta keppni félagsins og hefur verið haldinn á vorin, fyrst við Ægissíðu, - svo var hún flutt að Bessastöðum og var kennd við þann stað í fimm ár, en nú hefur hún verið flutt í þriðja sinn og er haldinn við Geldinganesið. Keppt er í tveimur vegalengdum, 10km, og styttri c.a. 3Km, hentar vel þeim sem eru að byrja í sportinu.

Umsjón: Keppnisnefnd

Keppnisfyrirkomulagið er þannig að róið er réttsælis umhverfis geldinganesið og þaðan róinn u.þ.b.3km hringur, annaðhvort út fyrir hólmann í Blikastaðakrónni eða bauju (fer eftir sjávarhæð) og til baka en sá leggur er um leið styttri brautin í keppninni.

Image