Frá Guðmundi Jóni Björgvinssyni, keppnisstjóra:
Keppnin í Tungufljóti fór fram í blíðskaparveðri og mættu 15 manns til keppni. Keppnisstjórn var í höndunum á Guðmundi Jóni Björgvinssyni og Þorsteini Guðmundssyni.
Keppt var í fimm þriggja manna riðlum og komust tveir fyrstu úr hverjum riðli áfram í milliriðil, þar var keppt í tveim þriggja manna og einum fjögurra manna riðli þar sem 10 kepptu um að komast í úrslit. Fyrstu tveir úr hverjum riðli komust áfram og kepptu þeir sem lentu í fyrsta sæti um þrjú fyrstu sætin  og þeir sem lentu í öðru sæti í milliriðlum kepptu um fjórða til sjötta sæti.
Brautin var svipuð og undanfarin ár og verður örugglega svipuð á komandi árum.
Úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi
Karlaflokkur
1. Jón Heiðar Andrésson
2. Ragnar Karl Gústafsson
3. Haraldur Njálsson
4. Erlendur Þór Magnússon
5. Stefán Karl Sævarsson
6. Kristján Sveinsson
7-8. Guðmundur Kjartansson
7-8. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir
9-10. Aðalsteinn Möller
9-10. Jón Skírnir Ágústsson
11-14.Viktor Jörgensson
11-14. Jóhann Geir Hjartarson
11-14. Garðar Sigurjónsson
11-14. Elvar Þrastarson
15. Eiríkur Leifsson
Kvennaflokkur
1. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir
Eins og sést þá fá ekki allir að sitja saman í sætum sem féllu út í riðlakeppnini, en þeir sem lentu utan brautar eða kláruðu ekki brautina fá engin bónusstig fyrir þann klaufaskap.
Um 20 - 30 manns mættu á svæðið til að hvetja menn til dáða og var hart barist í öllum riðlum og mátti oft sjá gríðargóð tilþrif í brautini.
Að lokini verðlaunaafhendingu bauð Jón Heiðar til veislu á Drumbó sem stóð fram á nótt og er mál manna eftir helgina að mótið hafi tekist með eindæmum vel að venju og ætla allir keppendur að láta sjá sig aftur á næsta ári.
Fyrir hönd mótsjórnar
Guðmundur Jón Björgvinsson
(Myndin er valin af handahófi úr safni. Gert er ráð fyrir að menn setji linka á myndasíðurnar á korknum).