Keppni haldin 9.sept 2012.
Keppnislýsing:
Fyrirkomulagið er svokallað Boatercross - þar sem þrír til fjórir keppendur eru ræstir samtímis og tveir fyrstu í mark komast áfram þangað til sigurvegarinn er fundinn.
Keppnin fer fram rétt ofan við brúna á milli Gullfoss og Geysis. Næg bílastæði og nóg af bláberjum.
Það voru ekki nema sjö keppendur sem mættu til leiks í gær, sex í karlaflokki og einn í kvennaflokki.Keppnin var skemmtileg og veðrið frábært, logn og sól.
Fyrirkomulagið var með sama sniði og hefur verið undanfarin ár. Þrír til fjórir keppendur ræstir samtímis og tveir fyrstu úr hverjum riðli komust áfram. Til að gera keppnina ennþá meira spennandi þurfa keppendur að ná einu eddy-i og þar breytist staðan iðulega.
Úrslit:
Karlar
1. Reynir Óli Þorsteinsson
2. Ragnar Karl Gústafsson
3. Friðrik Rúnar Garðarsson
Konur
1. Tinna Sigurðardóttir
2. ?
3. ?
Takk þið sem mættuð.