Hvítá 23.maí

23 maí 2015 20:42 - 23 maí 2015 20:42 #1 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 23.maí
Það voru ellefu þátttakendur á öllum aldri í þessari skemmtilegu ferð, en 60 ára aldursmunur er á þeim elsta og yngsta sem réru. Ég, Öddi, Bjössi, Áslaug, Helen, Gunnar Ingi og Guðni Páll rérum frá Veiðistað og komust allir niður að Brúarhlöðum án teljandi vandræða. Gunnar Ingi ruglaðist reyndar eitthvað og í augnablik leit út fyrir að hann ætlaði að róa lóðrétt uppúr ánni, en auðvitað tókst það ekki :side: Í Brúarhlöðum bættust í hópinn Unnsteinn, Tómas, Gísli og Örlygur og þaðan réri allur hópurinn að Drumboddsstöðum. Ferðin gekk næstum of vel þar til að við komum að nokkuð sakleysislegum stað eftir allar stærstu flúðirnar. Þar hvolfdi kanó á sama tíma og einn kayakræðarinn synti. Þetta var hæfilegt sull, enda sýndi hitamælirinn 4°C þegar við komum í bílinn. Eitthvað var rætt um að enda á Faxa en okkur þótti lofthitin nógu góð afsökun til að geyma það í bili.
Þakka þeim sem mættu fyrir frábæran dag og starfsfólki Drumboddsstaða fyrir góðar móttökur.

Kv,
Andri
The following user(s) said Thank You: Klara

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2015 18:09 - 23 maí 2015 18:17 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hvítá 23.maí
Hér eru 5 myndir í opinni Dropbox slóð, ekkert sérstakar en ein MVI vídeóskrár frá Veiðistað sem sýnir að hópnum gekk vel þar í gegn. Spurning hvort þið getið séð þær.
www.dropbox.com/sh/mncq11wrkjkmmbu/AAD4Q...NXpHmHxHS0UjKsa?dl=0

Þetta var vel heppnuð ferð þar sem draumur minn um að róa kanó niður Hvítá að Drumboddsstöðum rættist. Örlygur hætti á þessa för með mér :unsure:
Guðni Páll var einnig til í það og hugsanlega Gunnar Ingi.
Það er annars ótrúlegt hvað menn eru til í ruglaðar hugmyndir með kallinum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2015 21:44 #3 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 23.maí
Giska á að við verðum komin í bæinn um kl15. Látið vita ef ykkur þykir það bjartsýni, við ætlum að vera á Drumbó kl 10.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2015 16:00 #4 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hvítá 23.maí
Ef þetta dregst eitthvað þá róum við bara niður á Selfoss og kíkju á þetta gaul þar.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2015 15:12 #5 by Gunni
Replied by Gunni on topic Hvítá 23.maí
Hvað ætlar þú að vera lengi niður ánna ? Næ ég Eurovisioun :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2015 22:35 - 20 maí 2015 22:36 #6 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 23.maí
Ég talaði við Steina í dag en hann er tilbúinn að lána mér kerruna sína í þetta og fær hann bestu þakkir fyrir.
Geri ráð fyrir að fara á mínum 7- manna bíl með kanóinn hans Gísla ásamt einum kayak á toppnum. Þá koma Gísli, Guðni Páll og Tómas væntanlega með mér í bíl, en ég held að það færi ágætlega um okkur ásamt búnaði þótt að það bættust tveir við. Reynum svo að nýta kerruna sem best.

Minni aftur á skráninguna og hvet þá sem ár geta valdið til að koma með ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2015 22:12 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 23.maí
Þessi er líka hress


Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2015 20:44 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hvítá 23.maí
Það kann að koma mörgum á óvart hvað hægt er að fara á kanó.
Minn er reyndar trefjaplastbátur þannig að grýttar, grunnar ár henta ekki.
Hér er YouTube myndband um litla ferð á kanó, síðari hlutinn með krökkum um borð !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2015 19:40 #9 by Gummi
Replied by Gummi on topic Hvítá 23.maí
Ferð fyrir alla konur og kalla.
Mjög gott fyrir sjókayakræðara að skella sér og upplifa nýja vídd og bæta getu sína. Ekki láta úrtölumenn hafa áhrif því þetta er bara gaman og minna mál en margur heldur. Gísli F. vinur okkar ætlar til dæmis á cano og vantar einhvern hressan einstakling til að halda á annarri árini.
Að venju verður öryggið #1 og því einhver takmörk sett, en allir sem eru vanir róðri á sjóbátum fara létt með þetta.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2015 16:38 - 18 maí 2015 16:39 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Hvítá 23.maí
Ég er búinn að sofa á þessum kanóróðri og finna út að rétt er að byrja í Brúarhöðum. Velta í Veiðistað eða við klettana þar nokkru neðar gæti endað með sundi niður í Brúarhlöð, þvi að erfitt er að tæma kanó þarna og komast aftur um borð.
Ég get róið 'sóló', en það er sæti laust fyrir annan ræðara :)
Hefur einhver áhuga á sögulegri æfingaferð?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2015 15:27 #11 by Andri
Replied by Andri on topic Hvítá 23.maí
Það stefnir í ágætis þátttöku og vonandi bætast fleiri við í vikunni.
Vona að ég sé ekki að gleyma neinum en skráð eru :
Öddi +1
Guðni Páll
Helen
Áslaug
Gísli HF á kanó
Tómas og ég

Minni á skráningu

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2015 01:21 #12 by dexi
Replied by dexi on topic Hvítá 23.maí
Ég mæti ásamt öðrum.
Kv. Öddi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 16:16 - 15 maí 2015 18:14 #13 by Steini
Replied by Steini on topic Hvítá 23.maí
Því miður, fjarri góðu gamni, þetta hefði verið góð æfing fyrir öxlina og alltaf gaman í góðravina hópi niður Hvítá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2015 09:48 #14 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Hvítá 23.maí
Mæti

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2015 20:30 #15 by Helen
Replied by Helen on topic Hvítá 23.maí
en gaman, ég stefni á að mæta ásamt Áslaugu, við höfum verið að róa aðeins í straum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum