Nú er næsta ferð sumarsins Hvítárferðin 23. maí, sjá dagskránna hér:
kayakklubburinn.is/index.php/dagskra/mkr010-mainmenu-111
Ég skora á alla sem eru að busla í straumvatni að koma með og ekki síður á sjókayakfólkið að nýta þessa ferð til að prófa eitthvað nýtt. Leysum bílamál þegar nær dregur, en vonandi þarf slatta af bílum, kerru o.þ.h. Klúbburinn á nokkra straumkayaka sem má brúka í þessa ferð og meðan birgðir endast. Þeir sem eru vanir á sjókayak eiga að ráða vel við þetta en byrjendur verða að hafa einhvern með sér sem er vanur og getur tekið ábyrgð á þeim. Vonum að allir sem hafa áhuga komist með en í hópnum þarf að vera rétt samsetning reyndra á móti minna reyndum.
Gísli er búinn að melda sig á kanó en það er hér með opið fyrir skráningu á korkinum.
Kv,
Andri