Keppni í hálfmaraþoni laugardaginn 29.ágúst

02 sep 2015 08:48 #1 by Egill Þ
Átta keppendur mættu til leiks í hálfmaraþonið. Meðfylgjandi eru tímar keppenda. Millitími á Gróttu er gefinn innan sviga.

Ferðabátar karla
Ólafur Einarsson 2:09:20 (0:46:28)
Sveinn Axel Sveinsson 2:14:06 (0:47:35)
Þorbergur Kjartansson 2:21:28 (0:51:09)
Egill Þorsteins 2:23:40 (0:50:56)
Örlygur Sigurjónsson 2:41:50 (0:56:43)

Keppnisbátar karla
Eymundur Ingimundarson 2:09:51 (0:45:37)
Gunnar Svanberg Skúlason 2:16:17 (0:48:28)

Ferðabátar kvenna
Björg Kjartansdóttir 2:40:44 (0:57:59)

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2015 13:26 #2 by olafure
Þakka öllum sem komu að keppninni á sunnudag fyrir, skemmtilegur dagur.
Ólafur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 sep 2015 09:19 #3 by Orsi
Úrslit?
Ég hélt að þetta hefði verið liðakeppni, eitt lið með 8 liðsmönnum af báðum kynjum og að við hefðum sigrað með yfirburðum á vel undir 3 tímum.
Í svona ljómandi góðu veðri.
En hvað um það, ég man að ég stillti mér upp sem Sweaper til að hafa yfirsýn og gæta að liðinu.
Átta mig á því að þessi misskilningur hefur líklega kostað mig 1. sætið.
The following user(s) said Thank You: Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2015 21:30 #4 by halldob
Eru menn alveg hættir að birta úrslit í keppnum kayakklúbbsins?
kv
Halldór Bj

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2015 16:42 - 31 ágú 2015 17:53 #5 by Steini
The following user(s) said Thank You: Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2015 19:29 - 31 ágú 2015 08:41 #6 by Sævar H.
Og ennþá fleiri myndir frá lognróðrinum mikla. Það er ekki fyrir alla að róa svona í logni. En þetta tókst afar vel og var skemmtilegt fyrir okkur sem vorum að sniglast í kringum þetta : Takk fyrir daginn-öll


plus.google.com/photos/11326675796839424.../6188879660666282641
Róið knálega á Viðeyjarsundi
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2015 18:27 #7 by SPerla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2015 16:30 #8 by siggi98
Hér koma nokkar myndir frá deginum.
www.flickr.com/gp/129820190@N07/826z90

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2015 08:43 - 30 ágú 2015 14:47 #9 by SAS
Spot tæki Kayakklúbbsins verður á einhverjum kayakinum. Þeir sem heima sitja geta fylgt með, en tækið sendir staðsetningu frá sér á 10 mín fresti. Slóðin er:

share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...GEaIxYVRHeyCJNJdf4rB
The following user(s) said Thank You: Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 13:33 #10 by Egill Þ
Veðuraðstæður til keppni á laugardag eru tvísýnar vegna aðstæðna við Gróttu (og að Örfirisey). Þar fer saman töluverð ölduhæð, mikill vindur og stórstraumsfjara. Vegna þessa leitaði keppnisnefnd aðstoðar hjá Gísla HF við að meta aðstæður með tilliti til öryggismála. Eftir að hafa skoðað veðurspár og aðstæður í morgun (GHF og EÞ voru á Gróttu um 11 og Eymi um 13) var það samdóma mat að aðstæður eins og þær voru í dag eru langt umfram það sem er ásættanlegt með tilliti til öryggismála. Veðurspár áætla nú heldur minni vind á morgun en var í dag, aðstæður til keppnis á laugardag eru samt metnar of tvísýnar.

Af þessum sökum hefur keppnisnefnd ákveðið að fresta keppni á laugardag og halda hana þess í stað á sunnudag (30.08). Ræst verður kl. 10 í Nauhólsvík.

Veðurspá fyrir sunnudag áætlar vind á bilinu 0 – 2 m/s á allri róðrarleiðinni.

kv. Egill og Eymi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 10:23 #11 by Larus
ég er til i gæslu á sjó á gróttusvæðinu ef keppnin verður á laugardag

lg
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 10:02 - 28 ágú 2015 10:07 #12 by Sævar H.
Þetta er orðið spennandi . Kl 10:00 í dag þann 28.ág er veður útlitið' þetta (hvað sem verður í raun)
Er að gera mig klárann til að mynda liðið þegar það fer fyrir Gróttu- það gætu orðið myndir aldarinnar :-)
Laugardagur 29.ág.
Kl.10:00 Nauthólsvík:
6--8 m/sek NNA hiti 9¨C lítill sjór - þurrt- á fyrrihluta að Suðurnesi- þá 10-14 m/sek og á hlið á seinni hluta -kröpp alda
12:00 Gróttusvæðið
14-16 m/sek og í hviðum 16-20 m/sek NNA Haugasjór og krappur sjór Þetta verður alveg að Örfirirsey
Þurrt hiti 9¨C
Kl 14:00 Örfirirsey
8-10 m/sek N veruleg alda
Hiti 9¨C
N 8-10 m/sek eftir það inn í Geldinganes en þó í skjóli af Viðey
Flóð er kl 5:46 ,fjara kl 11:58 og kvöldflóð 18:07 Stórstreymt

Á sunnudag logn og sjólítið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 09:37 #13 by Andri
Það er misjafnt eftir ræðurum hvernig aðstæður þykja eftirsóknaverðar. Mér t.d lýst vel á spána og held að vindstrengur og rót við Gróttu geri þetta bara skemmtilegra, þ.e ef keppnisnefnd getur mannað nægilegan fjölda aðstoðarbáta til að tryggja öryggi keppenda. Þurfa keppnir alltaf að vera á sléttum sjó? E.t.v mætti bjóða uppá aukaleið fyrir þá sem treysta sér ekki í rokið en vilja vera með.

Kv,
Andri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2015 09:25 #14 by Bjorg
Kemur ekki til greina að fresta keppni fram á sunnudag? Miðað við veðurspá verður óttalegt rót fyrir utan Gróttu. Ég er nýbúin að róa þarna fyrir utan í logni en engu að síður var mikil undiralda og öldur komu úr öllum áttum. Eða þá einfaldlega að finna hentugri róðraleið í betra skjóli? Er ekki aðalmálið að sem flestir taki þátt og aðstæður sé öruggar? Til að mynda fara úr Nauthólsvík út með strönd í átt að Garðabæ og ná 10,5 km í þá átt og síðan til baka ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2015 21:40 #15 by Gunni
Þetta verður hundleiðinlegt i byrjun en Grótta og Örfirsey hljomar vel: )

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum