Eyjahopp (G-nes, Viðey, Engey, Akurey, Grótta)

31 ágú 2016 19:58 - 31 ágú 2016 19:59 #1 by Orsi
Er að átta mig á því að nk. þriðjudag eru 50 ár liðin frá Engeyjarbrennu, 6.9.
Afmælis- og minningarróðrar af öllum sortum hafa nú verið haldnir af minna tilefni. Þetta stefnir í næturróður.
Serían byrjar snemma þetta árið...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2016 12:55 - 31 ágú 2016 12:56 #2 by SPerla
Áhugavert að lesa þessa úrklippu og ég velti því fyrir mér ef þetta yrði gert í dag hvort húsin yrðu þá brennd........eitthvað segir mér að í dag fengist slík brenna ekki fyrirhafnarlaust.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2016 21:44 #3 by Unnur Eir
Og við það má bæta að í eynni var hernámslið, allt að 200 manns. Fallbyssa og mikil mannvirki voru á þeim tíma. Einhverjar leifar má finna en fallbyssan er illu heilli horfin.
Takk fyrir frábæran róður.

UEA

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2016 21:35 - 29 ágú 2016 21:58 #4 by Orsi
Takk fyrir róðurinn. Örstutt framhald um Engey; við vorum sérdeilis nálægt því hvenær byggð lauk, það var 1950 - en hitt er ekki síður áhugavert, að húsin voru látin eiga sig fram til 1966, en þá voru þau brennd og rifin. Grunnarnir standa hinsvegar ennþá eins og glöggt mátti sjá. Það var ríkið sem skipulagði þessa brennu og munu húsin hafa pirrað reykvíkinga fram að því. Merkileg frétt með mynd af jukkinu í Vísi, endilega kíkið á þetta.
timarit.is/view_page_init.jsp?issId=183938

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2016 19:26 - 29 ágú 2016 19:27 #5 by SPerla
Það voru 10 vaskir ræðarar sem mættu í höfuðstöðvarnar við Geldingarnes kl. 10. Róið var suður fyrir Viðey og þaðan norður fyrir Engey sem var hringuð áður en áð var í eynni. Í Engey tók Rita ein á móti hópnum og lét hún þrammandi sæfara ekki hafa áhrif á sig og lá hin rólegasta. Eftir nestisát fengu sumir sér kriu meðan hluti hópsins gekk um eyjuna til að skoða gamlar rústir þar sem Örlygur miðlaði af visku sinni um sögu eyjanna tveggja.
Þaðan var róið yfir í Akurey og hún hringuð. Mjög stutt stopp var tekið í eyjunni áður en róið var yfir í Gróttu sem var endastöð að þessu sinni.
Veðurguðirnir brostu sínu blíðasta og fengum við spegilsléttan sjó alveg út í Akurey. Síðasta spölinn að Gróttu var hins vegar aðeins farið að bæta í öldurnar en ekkert alvarlegt þó og skiluðu allir sér í land eða eins og segir í laginu „allir komu þeir aftur og engin þeirra dó“!
Þessir réru ásamt undirrituðum: Sveinn Axel (róðrartjóri), Hildur, Örlygur, Sveinn Muller, Ólafía, Helga, Þormar, Unnur og Kristinn.

Takk fyrir mig og hér eru nokkrar myndir

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2016 22:17 #6 by Þormar

Engey

Engey

Engey

Akurey

Akurey

Grótta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 23:14 #7 by olafia
Ég ætla að slást í hópinn í fyrramálið.
Ólafía

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 20:49 - 27 ágú 2016 20:50 #8 by SPerla
Glæsó, verð ca 9:20 í Gróttunni B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 20:41 #9 by Orsi
oke. Ég verð þarna á umræddum tíma og skil eftir bíl.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 20:35 #10 by SPerla
Helga og Sveinn Muller skilja eftir bila í Gróttu. Ég er á bíl á morgun þannig að ég hitti þau þar í fyrramalið og tek þau með upp í Geldingarnes. Tveir bílar ættu að duga en ef þú Örlygur vilt skilja þinn bíl eftir líka þá er pláss í bílnum hjá mér fyrir ykkur þrjú.
Endilega sendið mér staðfestingu þið sem verðið þar svo ég gleymi örugglega engum.

Siminn minn er 864-8687

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 20:10 #11 by Orsi
Um að gera.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 20:01 #12 by Þormar
Sæll Orsi, Gæti ég og bátur fengið far til baka hjá þér?

Kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 18:57 - 27 ágú 2016 19:24 #13 by Orsi
Ég mæti. Get skilið eftir bíl í Gróttu, get tekið aukabát á bakaleiðinni. Hvað þarf annars marga bíla í Gróttunni? Get tekið 6 farþega.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 17:23 - 27 ágú 2016 17:23 #14 by SPerla
Takk Helga, þad væri frábært. Eg hitti þig vid Gróttu í fyrramálid. Sendu mér simann hja þér?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2016 16:45 #15 by Helga
Ég ætla að skella mér með á morgun og get alveg skilið bílinn eftir í Gróttu en það eru reyndar bara einar kayakfestingar á honum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum