Við vorum 4 frá Kayakklúbbnum í gærmorgun. Frá Kayakhöllini mættu 5. Veður og aðstæður fínar.Stórstreymi með fyrstu metrana en mótdrægt eftir að beygt var í norður út fyrir Álftanesið. Þeir sem komu fyrstir í mark sluppu best við mótstrauminn en hinir urðu að bera kayakana sína lengra til að komast uppá þurrt land á túni forsetans. Skemmtileg tilbreytni að róa þarna.
Þakka Sviðamönnum Torfa og Bjarna fyrir að halda þessa keppni og vonandi verður hún áfram haldin. En þá væri gaman að sjá fleiri félaga koma og spreyta sig því að þessi leið er mjög flott og sérstök á margan hátt.
Kv.
Ingi