Dagur íslenskrar tungu

23 nóv 2016 19:59 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Dagur íslenskrar tungu
Sagn(f)ræði - þegar róið er á sögulegum slóðum.
Segið svo að sagnfræðin gangi ekki upp ;). Svona má nú endalaust leika sér að orðum fram og til baka.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 23:18 - 23 nóv 2016 07:14 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
timarit.is/view_page_init.jsp?issId=3619...=GR%C6NLANDSVINURINN

það er skemmtileg grein eftir Ragnar V Sturluson þarna í blaðinu þar sem að þessi setning kemur: (bls 42)

"Feður kenna sonum sínum
að stjórna farkostum sínum, róa einæringum, kasta
skutli og skjóta af boga."

Gore-TEX - gorefti
HSK er það ekki Hand Staðsetningar Kerfi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 21:17 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagur íslenskrar tungu
Áhugavert þetta orð einæringur og ekki síðra en húðkeipur. Reyndar er kanó oft einnig róið með einni ár og einu blaði en kajak með einni ár og tveim árablöðum.

Eintrjáningur er vel þekkt og svo þekkjum við sexæring, áttæring og fleiri slík orð - en ertu með ábendingu um ritaðar heimildir?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 19:29 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Dagur íslenskrar tungu
svo er lögræði er þegar allir syngja saman nokkur lög í félagsróðri..

Þá er ónefnt hagræði sem er róður þar sem einhver hefir komið sér haganlega fyrir í sætinu. Óhagræði lýsir róðri þar sem þessi þáttur hefur ekki tekist sem skyldi. Og auðvitað þingræði þegar róið er á þingvallavatni.
Brjálæði er líka gott orð til að lýsa róðri...nei þarna var víst skotið yfir markið. En sagnfræði? Nei það gengur ekki upp heldur. Viðskiptafræði? Ekki heldur - en nálægt. Skratti nálægt..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 17:41 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
bara svo að því sé haldið til haga hér í málfarshorninu þá var kayak fyrst kallaður einæringur á íslensku..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 13:42 #6 by SPerla
Replied by SPerla on topic Dagur íslenskrar tungu
Svo má bæta við orðum eins og....
Afræði = þegar róður fellur niður
Bjargræði = þegar ræðari nær að bjarga sér frá því að lenda í sjónum...
B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 13:04 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagur íslenskrar tungu
GPS er að sjálfsögðu HSK en Goretex er óháð tungumáli eins og t.d. skyr (nema sumir sögðu sker hér áður fyrr).

Þið eruð snillingar þannig að ég þarf ekki að útskýra HSK frekar :lol:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 11:30 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
Það vantar orð fyrir GPS og Goretex og fleira. Koma svo...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 09:36 #9 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Dagur íslenskrar tungu
Fljótræði gæti líka verið róður á fljóti, og straumróður ef lostinn eldingu í róðri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 nóv 2016 08:55 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic Dagur íslenskrar tungu
og ef það sé verið að fara í róður þar sem viðkomandi var að koma beint úr Smáralindinni þar sem verið var að fá sér latte, með viðkomu hjá Skattstofunni og bensínstöð og það var rigning en stytti upp og svo kom rosalega skemmtilegt lag í útvarpinu og svo framveigis og framvegis...

...þá heitir sá róður Smárakaffiskattogbensínrign.....

já það er hægt að finna orð yfir allar tegundir róðra. Dagur íslenskrar tungu er ekki enn að kveldi kominn greinilega. Samt er vika liðin.
Merkilegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2016 23:28 #11 by SPerla
Replied by SPerla on topic Dagur íslenskrar tungu
Og ef verid er ađ flýta sér rosalega mikiđ í land þá er þađ ..Fljótræđi. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2016 20:47 - 21 nóv 2016 20:48 #12 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
Örræði. stuttur róður?
óræði: róður sem hefði betur verið sleppt
:silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2016 20:18 #13 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagur íslenskrar tungu
Þið eruð áreiðanlega ekkert að grínast, er það? Þið lítið aðeins á faglegu hliðina og skoðið allar hugmyndir án þess að láta skop eða stráksskap trufla rétt eins og úrsmiðurinn í auglýsingunni frá Gilbert.
Ég er þá með fleiri hugmyndir:
lýðræði - félagsróður
snarræði - kappróður
bráðræði - háskalegur róður
kvalræði - erfiður róður
smáræði - stuttur róður
Kveðja - GHF
:unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2016 18:11 - 21 nóv 2016 18:13 #14 by Orsi
Replied by Orsi on topic Dagur íslenskrar tungu
...margir róa saman; fjölræði? Var samræði upptekið?
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 nóv 2016 16:46 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
Nokkur nýyrði:
High brace,-háris,
low brace-láris,
neopren-nýprjón,
sculling-hálfris
og velta er ekki nógu nákvæmt getur þýtt bæði að velta óviljandi og velta sér við. þá kæmi til greina að nota hringvelta þegar maður veltir sér heilan hring.
Þegar maður rær einn: Einræði
margir saman: fjölræði
kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum