Dagur íslenskrar tungu

18 nóv 2016 19:02 - 18 nóv 2016 19:03 #16 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Dagur íslenskrar tungu
"Báturinn valt eftir að hafa steytt á skerinu" Nokkuð þekkt uppákoma um aldir . Venjulega drukknuðu skipverjarnir á þeim timum . Þannig að velta er forn merking
Og bátnum hvolfdi á rúmsjó -einnig þekkt og mikið notað við þannig slys.
Að rúlla er bara enskuskotið .
Stórverkið " 'Íslenskir sjávarhættir,5 bindi , eftir Lúðvík Kristjánsson er hafsjór af öllu sem viðkemur sjósók um aldir við Íslandsstrendur
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 nóv 2016 18:37 #17 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagur íslenskrar tungu
Þetta eru góðar vangaveltur hjá ykkur og það er mikilvægt sem Sævar segir að þekkja eldri orðanotkun.
Þá getum við lesið gamlar frásagnir og skilið og erum ekki að búa til ný orð að óþörfu.

Hvað finnst ykkur t.d. um það að nemendur frá Keili, sem ég hef kynnst af samstarfi við Magga, langar flesta til að læra RÚLLUNA og RÚLLA sumir þokkalega vel, en ég efast um að þeim dytti í hug að "taka veltuna" eins og við gerum í Kayakklúbbnum eða að fara á VELTUNÁMSKEIÐ! Ég hef ekki heyrt þetta áður en hugsanlega er orðið notað hjá flúðafólkinu. Annars er þetta ný hermiþýðing á enska orðinu 'rolling'. Einhver kann að geta sagt okkur hve lengi veltan hefur verið stunduð hér á landi.

'Rolling clinic' mundi samkvæmt þessu vera kallað rúlluklínik eða rúllusjúkradeild. Þetta segir okkur hugsanlega að umrædd námsbraut, sem vissulega er nýtt framtak hér á landi, er ekki í sambandi við þá menningu sem fyrir er eða brátt 100 ára sögu kajakróðurs á Íslandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2016 22:35 #18 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Dagur íslenskrar tungu
Árabátar hafa verið til á Íslandi allt frá landnámi.

Árabátar voru lengstum uppistaðan í atvinnulífinu - sum sé að róa til fiskjar og einnig til ferðalaga

Bátarnir sem við erum að nota eru með flest það sama -þeir hafa stefni og skut ásamt því að þeim er róið með ári og áralagið er misjafnt

Hegðun í sjó er sú sama.

Mörg þúsundir hugtaka eru til í íslensku yfir árabátana..... góð hugtök og skýrandi.

Sjálfur ólst ég upp við nýtingu á árabátum í æsku og fjöldi hugtaka því mér nærri :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2016 18:07 #19 by Ingi
Replied by Ingi on topic Dagur íslenskrar tungu
Það hlýtur að vera hvers og eins að vanda sitt mál og reyna að nota íslensku þegar hægt er og velta því svo fyrir sér hvað hægt er að nota í stað þeirra orða sem íslenskan nær ekki og brimgarðyrkja fyrir rock gardening (sem ég hélt að væri rock hopping) er bara ágætis tilraun. Annars var mér einusinni á að skrifa blásandi fjara hér á korkinum en einhverjir höfðu aldrei séð það fyrr. En þetta kemur fyrir í Heimskringlu svo að ég var ekki að finna neitt upp. (að vísu sem blásanda fjara)
En þetta er vel athugað hjá Gísla og mér finnst að það ætti að skipa orðanefnd klúbbsins til að taka saman frasana, íslenska þá og hafa svo aðgengilega hér á síðunni.Við erum svo heppnir að vera með nokkra orðhaga í klúbbnum.

kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 nóv 2016 15:34 #20 by gudmundurs
Replied by gudmundurs on topic Dagur íslenskrar tungu
Að þessu sögðu legg ég til að orðasambandið Rock gardening verði Brimgarðyrkja !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2016 19:22 #21 by Orsi
Replied by Orsi on topic Dagur íslenskrar tungu
engin spurning, íslensk orð yfir þetta allt saman. Við sækjum slatta í sjómannamál fyrri tíðar, stefni, skutur, ár og allt það. Síðan koma reyndar eitt og eitt orð, SKEGG, sem er tökuorð. Uggi væri kannski betra. Og síðan eru það handtökin. Að ekki sé talað um aðstæður, Við slettum sörfi hingað og þangað, segjum að það hafi verið öldufriss eða hopperí. Þetta er í besta falli 2. flokks íslenska eða leikskólamál. Notum þennan dag til að íhugunar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 nóv 2016 12:13 - 16 nóv 2016 12:14 #22 by Gíslihf
Sá dagur er í dag og Jónas Hallgrímsson var uppáhalds ljóðskáld mitt og margra þegar ég var í barnaskólanum.

Við getum unnið að góðri málnotkun á okkar sviði, ég hika við að segja í "kajaksportinu", því að þarna eru tvö tökuorð.
Spurningin er einmitt oft hve langt á að ganga í að íslenska erlend fagorð.

Örnefni við sjávarsíðuna, sker og eyjar eru einnig nálæg okkur.

Ég gerð það mér til dundurs að orðtaka fagorð úr bók Örlygs og einhverju öðru efni og er þannig með hálfunnið orðasafn ísl/ens.
Örlygur hefur unnið gott verk með bók sinni og halda þarf því áfram.
Ekki skal svo gleyma greinum sem Þorsteinn Guðmundsson formaður skrifaði á sínum tíma.

Hvað finnst ykkur um þetta efni?
The following user(s) said Thank You: Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum