Næsti dagskrárliður ferðanefndar er hið margrómaða Þingvallavatn sem sett er á laugardaginn 9. september. Hist verður á planinu við enda Valhallastígar og áætlaður
brottfarartími er kl. 10:00 og komutími er fyrir þann tíma. Byrjum á því að róa að Silfru og ef aðstæður leyfa verður kíkt „inn í kjaftinn“ á henni. Róið meðfram Leirutá og Lambhaga og þaðan verður þverað yfir í Arnarfell. Róið meðfram Arnarfelli og gott kaffistopp tekið, þaðan verður svo róið að Nestá þar sem við þræðum bakkann áleiðis að bílunum.
Melding fer fram hér á korkinum, í síðasta lagi um kvöldmatarleytið á föstudag. Þeim sem vantar far og þeir sem bjóða far eru beðnir um að láta það fylgja með.
Eins áskiljum við okkur rétt til breytinga verði veður óhagstætt.
Nánari útlistun síðar.
f.h. ferðanefndar Perla og Ólafía
Þingvallavatn áætluð róðrarleið