Breiðafjörður 10-12 ágúst

20 ágú 2018 21:50 #1 by Sævar H.
Þarna ríkti gleðin ein ofar öllu regluverki. Síðan tók regluverkið við og gleðin lét undan síga.
Þetta var óviðjafnanleg ferð og stjórnun yfir óveðurkafla- raunsæ og virk
Ég,ásamt Gumma B höfðum góða yfir sýn yfir það- hafðir aftastir - það var rólegt og tíðindalaust
Ferðin var opnin öllum landsmönnum sem áttu kayak. Ekkert nema vingjarnlegheitin.
Sjálfur var ég að jafna mig eftri slæm heilsuáföll árinu áður--krabbameinsuppskurð og opnun á stíflaðri kransæð.
En almættið vildi mig ekki og enn er ég þrælsprækur kominn á níræðisaldur-ræ til fiskjar,geng á fjöll og rækta kartöflur - og stunda hjólreiðar þess á milli :P
Myndin er frábærlega tekin og klippt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2018 23:05 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Þetta er òmetanleg heimild alveg.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2018 19:17 #3 by GUMMIB
Sæl

Hérna er smá video af umræddri ferð 2005. Óklippt og óritskoðað, lýsir samt stemmningunni held ég.

Breiðafjörður 2005

GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 ágú 2018 13:35 - 15 ágú 2018 16:47 #4 by Steini
Ferðin 2005 var um margt eftirminnileg og þá ekki síst síðasti leggurinn, þá skollinn á allkvass vindur af suðaustri og áttu sumir fullt í fangi með að róa loka spölinn og ekki tók betra við þegar aka átti fyrir Hafnarfjall, en sem beturfer hafði lögreglan vit fyrir mönnum og lokaði veginum vegna kvassviðris.

Ferðasagan
www.kayakklubburinn.is/index.php/frodhle...klerhvammsfj-st-2005

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 19:28 #5 by Orsi
Replied by Orsi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Þetta er stórkostlegt að sjá. Og Steini á sjálfum Nordkappnum. Og á þessum tíma voru Hillebergin farin að sjást. Meira að seigja eitt Saivo hvorki meira né minna. Anna Lind var með þann grip.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2018 09:59 #6 by Gunni
Fyrir áhugasama þá er mynda albúmið með Steina frá 2005 er hér á Flickr .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2018 22:03 - 13 ágú 2018 22:12 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Frábær ferð í alla staði. Nokkrar myndir og video er að finna hér

photos.app.goo.gl/DCQ5Fy9jsueWeR3x5

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2018 21:09 #8 by Guðni Páll
Takk fyrir mig.
Frábær ferð og dásamlegt veður.

Nokkrar myndir og video frá mér hérna.

www.facebook.com/gudnipallv/media_set?se...0000615517079&type=3

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2018 16:57 #9 by Orsi
Replied by Orsi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Sammála öllu framansögðu.
Og myndin margumrædda af Steina í Brattastraum er á þessari slóð. Aðeins að skruna niður. www.kayakklubburinn.is/phocadownloadpap/...abref_kayak_2006.pdf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2018 14:50 #10 by Larus
Það voru 9 ræðarar sem mættu i Stykkishólm seinnipart föstudags, allt karlkyns ræðarar sem er nýlunda i þessum ferðum klúbbsins.

Menn gerðu sig ferðbúna við lögðum út kl 19 og rérum i austur átt á móti straum i átt að Öxney, við þræddum eyjarnar að norðanverðu til að sleppa við áhrif strauma. Við slógum upp töldum á sléttum bala i Öxney og bjuggumst við vindasamri nótt, sem gekk ekki eftir.

Að morgni laugardags rérum við og skoðuðum svæðið norðan Öxneyjar – leituðum uppi straumspýjur og gengum uppá hóla til að fá yfirsýn yfir þetta frábæra róðrarsvæði. Kvöldið fór svo i hefðbundið matarstúss þar sem menn sátu saman elduðu og ræddu málin.

Sunnudagurinn var tekin snemma og róið heim á leið sunnar en útróðurinn, þar voru margir krefjandi straumar sem voru þveraðir, hádegis stoppið var tekið i Gvendareyjum. Þar við er alræmdur Brattistraumur sem sögur herma að Steini X og Gummi Breiðdal hafi farið niðuri gamla daga , Guðni Páll var ekki sáttur nema þeir sem höfðu áhuga létu sig vaða niður ca. meters háan strauminn sem nokkrir gerðu og gekk það vel og vandaæða laust.

Maggi sem er orðinn ansi vel kunnugur á þessu svæði leiddi okkur um straumana á svæðinu, áðurnefndan Brattastraum, Mannabana og Stapastraum. Þessi ferð gaf okkur öllum góða þjálfun i að þvera stærri og minni strauma, bland við reyndari ræðara voru nýkrýndir 3.stjörnu ræðarar sem voru að standa sig frábærlega á þessu krefjandi róðrarsvæði.

Ræðarar voru
Palli Reynis, Sveinn Axel, Gísli Karls, Örlygur, Maggi Sigurjóns, Þormar, Indriði, Guðni og Lárus.

Að mínu mati gekk þessi ferð frábærlega, leiðarval var lauslega ákveðið fyrirfram en svo spunnið á staðnum i samræmi við aðstæður sem breytast mikið milli flóðs og fjöru.

Þakka góðum ferðaferðafélögum fyrir frábæra ferð.
lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2018 10:47 #11 by Ingi
Replied by Ingi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Kemst ekki í þetta sinn.
kv
:S

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2018 10:45 #12 by Barasta
við bræðurnir slaufum þessu í ár.
kv
Stefán Alfreð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2018 09:55 - 10 ágú 2018 09:56 #13 by Larus
Vindurinn er aðeins að hressast - en eins og spáin er núna verður þetta i lagi fyrir þennan hóp sem hefur skráð sig.
Við stefnum því á mætingu ekki síðar en 18.00

Við ætlum ekki að fara frá höfninni,

farið inn til hægri hjá Bónus - og beint út Borgarbraut til enda - þar tekur við malarstígur niður að sjó
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2018 16:49 - 10 ágú 2018 10:00 #14 by Þormar
Indriði kemur með mér.

kv. Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2018 16:34 - 09 ágú 2018 16:35 #15 by Ingi
Replied by Ingi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Ég reikna með að koma og þá hef ég pláss fyrir einn auka kayak og 1-3 farþega
kv
Ingi
sími 8212467

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum