Breiðafjörður 10-12 ágúst

01 ágú 2018 09:48 #31 by Orsi
Replied by Orsi on topic Breiðafjörður 10-12 ágúst
Skrái mig til leiks
Örlygur sigurjonsson 8411002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2018 17:17 #32 by Larus
Ferðinni er heitið í suðureyjar svokallaðar, Öxney, Brokey og fleiri eyja austan við Stykkishólm.
Mæting i Stykkishólmi við höfnina kl. 18:00 reikna skal með klukkutíma til að pakka í bát og græja sig.
Leggjum af stað frá höfninni kl. 19:00 á föstudag og róum í Öxney, um það bil 10 km róður þar sem við tjöldum til tveggja nátta.
Á laugardeginum skoðum við þetta svæði sem er krefjandi vegna strauma. Á sunnudegi tökum við upp tjöld og skoðum okkur um eitthvað fram eftir degi.

Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring, 6 lítra kútur á mann myndi nægja flestum.
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn,
sjá má mjög hjálplegan texta um útbúnað í kayakferð á síðu klúbbsins sem hafa má til hliðsjónar athugið að ekki er gerð krafa um að allir hafi allan þann búnað meðferðis.

Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.



Róðrar og fararstjórar eru undirritaðir

Guðni Páll 664 1264
Lárus 822 4340

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum