Næturróður III

16 okt 2018 20:48 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III
Næturróðrar á vegum seríuróðranna eru orðnir 27 talsins frá árinu 2014. Aldrei hefur NR verið felldur niður.
Aldrei.

Þar af niu í flokki NR III.

Þrír feðraðir:

Sævarinn 2015 Engey
Gunnarinn 2016 Akurey
Þormarinn 2018. Viðey.

Stórkostlegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 okt 2018 08:53 #2 by Þormar
Replied by Þormar on topic Næturróður III
Maður fyllist auðmýkt og verður bara meir á að vera sæmdur svona og af mönnum sem maður lítur endalaust upp til :ohmy:
Hef nú ekki róið í þó nokkrar vikur, en það horfir vonandi til betri vegar ef að vöðvafestur og fl. leyfa. Er virkilega farinn að sakna þess komast í róður með Kayak vinum og félögum.

kær kveðja Þormar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2018 22:42 #3 by Kiddi Einars
Replied by Kiddi Einars on topic Næturróður III
Ég bíð spenntur eftir myndum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2018 19:37 - 15 okt 2018 19:43 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróður III
Ég tek undir þakkir til Örlygs. Það reynir bæði á ræðara og kajakbúnað í næturróðrum og auk þess á viðlegubúnað þegar tjaldað er í myrkri og haustveðri. Ég var loppinn, gleraugnalaus og vantaði ennisljós, þannig að seint gekk að þræða súlur en Örlygur kom til aðstoðar þegar honum leist ekki á hægaganginn.
Ég var með nýjan svefnpoka frá GG sem reyndist ekki eins hlýr og ég hafði vonað, en þegar ég ræddi málið við starfsfólk GG var því tekið ljúflega að ég skipti upp í poka fyrir meiri kulda.
Slíkir næturróðrar með útilegu eru þannig kjörið tækifæri til að prófa búnað og læra að nota hann. Staðreyndin er sú að þegar maður kemur af sjó, þá er maður ekki jafn heitur og eftir göngu á fjalli. Það er sjóbleyta í galla, hendur loppnar, sokkar oft rakir undir þurrbúningi, undirföt og skrokkur sveitt, lítil blóðrás í leggjum og fótum og til að ná upp hita fyrir svefninn þurfa bæði tjald og svefnpoki að vera af bestu gæðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2018 20:31 #5 by Larus
Replied by Larus on topic Næturróður III
Fyrsta næturróðra serían sem ég hef tekið alla þrjá róðra og ég tek undir með Örlygi að þetta er "matarmikil innlögn i reynslubankann"
Búið að vera aldeilis frábærir róðrar allir þrír, maður er aðeins að fara út fyrir þetta þægilega og fyrirsjáanlega með því að róa út i myrkrið.
Sannarlega frábært framtak hjá Örlygi að halda þessum seríum úti i svo langan tíma þó að mætingin sé oft á tíðum rýr.
takk fyrir mig.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 okt 2018 13:35 - 14 okt 2018 14:07 #6 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III
3 bátsar á sjó. Tókum tvær eyjur í nefið, Lundey og Viðey hvar gist var í. Enginn smáræðis selskapur þetta, hringfari og veltumeistari. Sunnan 5 á útleið og austanátt á heimleið. Viðey var gist í fyrsta sinn í nr.seríum klúbbsins að þessu sinni, lg átti þá mergjuðu hugdettu og þetta verður að hefð. Rigndi um nóttina nokkuð og október er sjálfum sér líkur í því sambandi. Við kræktum í 17,6 km og þar með lauk 9.seríu klúbbsins. Þessi ferð hlaut heitið Þormarinn 2018 til heiðurs Þormari sem röri Brattastraum djarfliga ok knáliga í sumar. Sævar Helga og Gunnar Ingi hafa fengið nr III nefnda í höfuðið á sér á liðnum árum. Þykir óskaplega mikil sæmd.
Þessir röru:
Lárus
Gísli HF
Orsi

www.relive.cc/view/1903082723

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2018 19:47 #7 by Larus
Replied by Larus on topic Næturróður III
Ég ætla að koma með í næturbrölt

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 okt 2018 19:32 - 12 okt 2018 19:33 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Næturróður III
Ég stefni að þvi að gista í eyju að vali Örlygs.
Reyndar er úr mörgu að velja þennan laugardag, félagsróður og Bessastaðabikar á sama tíma, 6 ára afmæli barnabarns síðdegis, fertugsafmæli tengdadóttur um kvöldið og næturróður og eyjagisting í boði Örlygs :ohmy:
Það síðasta er ekki flókið, maður þarf hvort eð er að sofa einhvers staðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2018 11:56 #9 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður II
Mæting i nr III er kl 22 á laugardkvöldið. Sjáumst. Viðlegubúnaður áskilinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2018 22:50 - 05 okt 2018 19:01 #10 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður II
Tveir bátar á sjó. Fórum suðrí kirkju í sléttum sjó að mestu.
Þeir röru: Lárus ok Orsi.
Nú eykst spennan, NR III þann 13. Okt, sjálf útskriftarferðin framundan. Verður gæðatùr efalítið. :)

Næturróður I 26.sept.
Næturróður II 3. okt .

Næturróður III 13. okt. Tjaldgisting í eyju á sundunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 okt 2018 22:06 - 01 okt 2018 22:08 #11 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður II
Næturróður II á miðvikudag. Það er gangur í þessu. Stefnir í rok og rigningu. Hopp og hí.
Mæting kl. 21 og náum í 10 km. Sjáumst, nefndin.

Næturróður I 26.sept.
Næturróður II 3. okt .
Næturróður III 13. okt. Tjaldgisting í eyju á sundunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2018 23:05 - 11 okt 2018 18:38 #12 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður III
Fimm bátar á sjó. Fengum sanngjarnan skerf af haföldu og eggsléttu til skiptis. Og máninn hátt á himni skein. Frábær upplifun. Þessi röru, Lárus. Harpa, SAS, Radab og Orsi. Sjáumst í næsta.

www.relive.cc/view/1867882269

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2018 18:48 - 26 sep 2018 18:49 #13 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður I
Við erum með plan a og b.

Þræða lengjuna austan Geldinganess og koma í land um 22.45.

Eða b að fara út að Höfða og koma í land á svipuðum tíma. Það útheimtir hraðari handtök og bátameðhöndlun í meira krefjandi aðstæðum.

Þetta verður ákveðið þegar við sjáum meðalgetuna í hópnum. Allir eiga að koma til baka, sáttir við upplifelsið svo þeir komi í Næturrróður II og III.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 sep 2018 18:26 #14 by harpahe
Replied by harpahe on topic Næturróður I
Hvert verður farið og hvenær má reikna með að við komum til baka?
Kveðja,
Harpa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2018 13:22 #15 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróður I
21 er mæting. Já þetta vantaði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum