Róðrarbókin 2020

07 mar 2019 14:59 - 07 mar 2019 15:01 #31 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Róðrarbókin 2019
Já ég ætla að verða hæstur í mars :) þannig að vonandi tekur einhver það saman.
Annars held ég að það þurfi rithandarsérfræðing í þetta, því ég og margir skrifa illlæsilega.

Annað sem ég vil benda á er að þeir sem vilja sækjast eftir viðurkenningum hjá British Canoeing, þeir þurfa að færa persónulega róðradagbók. Oft þarf að sýna hvaða reynslu maður er með og hvort hún er nýleg. BC er með eitthvað form fyrir þetta til að prenta út en ég hef bara verið með Word skjal þar sem ég skrái hvern róður, eða kennslu. Þetta hef ég á ensku til að geta sýnt hjá Bretanum. Stundum set ég róna vegalengd í km, vindstig og fleira.
Dæmi:
66-2018: Guiding - Club paddling
Date.: 2.8.2018 Thursday
Route: Þerney
Weather: Fair
Sea state: Calm
Participants: 14 kayaks
Remarks: ’ all in’ demo, Expl+Greenland

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 mar 2019 13:32 #32 by Unnur Eir
Replied by Unnur Eir on topic Róðrarbókin 2019
Já sammála Andra.
Skemmtileg samantekt og gaman að sjá hverjir eru virkastir út frá Gnesi og samanlagðan róðra fjölda/km.
Vonandi mun næsti ritari hafa sama metnað og halda þessu til haga fyrir okkur hin

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2019 21:23 #33 by Andri
Replied by Andri on topic Róðrarbókin 2019
Takk fyrir að halda utan um þetta í allan þennan tíma!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 mar 2019 21:20 #34 by SAS
Replied by SAS on topic Róðrarbókin 2019
Febrúar

Hörður, Sveinn Muller og Rad eiga flesta róðrana í febrúar, eða fjóra talsins.

Hörður 29,8 4 7,5
Sveinn Muller 27,5 3 9,2
Rad Dab 26 4 8,7
Helga 17 2 8,5
Valgeir Elíasson 16,5 2 8,3
Waldemar Szewczuk 16,5 2 8,3
Hrefna 16,5 2 8,3
Jan Adam 16,3 2 8,2
Guðm. Breiðdal 16,3 2 8,2
Christie M. Berthelsen 16,3 2 8,2

Sjá nánar í róðrarbókinni

Þetta er síðasta færslan mín í rafrænu róðrarbókina, ég lauk störfum sem ritari stjórnar og ný stjórn var skipuð á síðasta aðalfundi sem vonandi heldur þessari skráningu áfram.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2019 14:52 - 06 mar 2019 21:21 #35 by SAS
Róðrarbókin 2019 was created by SAS
Janúar

Hörður á flesta róðrarna í janúar, mætti 7 sinnum og réri samtals 55 km

Hörður 55 7 7,9
Orsi 35,8 4 9,0
Smári R. 31,7 3 10,6
Þorbergur 29,6 3 9,9
Sveinn Muller 27,9 3 9,3
Guðm. Breiðdal 27,1 3 9,0
Eymi 24,9 3 8,3

Sjá nánar í róðrarbókinni

Það eru engar skráningar í bókina á tímabilinu 29. jan - 9 feb sem þýðir að tveir síðustu félagsróðrar hafa fallið niður, Örlygur mætti einn í sinn róður á samt nýliða, en ekki var sjósett. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem félagsróður fellur niður, amk frá því að ég byrjaði að róa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum