Sjósett i Stykkishólmi kl. 17:00 föstudag,
beygið til hægri við Bónus og akið Borgarbraut á enda og áfram slóða yfir tún til sjávar,
þar geymum við bíla og förum út.
Á föstudag róum yfir Breiðasund og tjöldum í Hrappsey.
Að morgni laugardags tökum við niður tjöld og skoðum svæðis norðan Breiðasunds
áður en við förum aftur yfir sundið og áleiðis til Öxneyjar þar sem við tjöldum aftur.
Skoðun og útúrdúrar verða spunnir á staðnum, allt eftir aðstæðum og getu hópsins.
Á sunnudag höldum við til Stykkishólms og skoðum strauma og eyjar á leiðinni.
Alls reiknum við með 35-45 km róðri
Allt vatn skal hver og einn taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring,
Algjört skilyrði er að hver þáttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og
að ekki liggi neitt eftir.
Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og
traustum dekklínum allan hringinn.
Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast
kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3 þriggja ára ferð samkvæmt
skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langarvegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir
að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á
dag.
Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og símanúmer.
Umsjón og upplýsingar veita: Guðni Páll 664 1264 og Lárus 822 4340