Breiðafjörður 2024

13 ágú 2024 15:29 - 13 ágú 2024 15:30 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Breiðafjörður 2024
Það voru 24 félagar sem lögðu upp frá Kvenhólsvogi á Fellströnd föstudags eftirmiðdag,  þar af voru 6 gestir frá Sænskum kayakklúbbi í Hudiksvall,Eyjólfur prins af Purkey og Jón faðir hans  komu á tuðru með kayak i eftirdragi og Eyjólfur réri með okkur og  leiddi okkur rétta leið.
Eftir um tveggja tíma róður var slegið upp tjöldum i Purkey

.Á  laugardag var róið norður fyrir og umhverfis Purkey með kaffistoppi í eyjunni Helgunaut sem er i eigu Purkeyjarbænda.  Eftir stuttan róður til baka  voru nokkrir sem vildu nýta daginn til skoðunar og sjóbaða á meðan aðrir fóru og spreyttu sig i straumnum. 

Laugardagskvöldið var nýtt til sameiginlegs matarstúss  og allskonar spekúlasjóna. 

Á sunnudag eftir hádegi var haldið heim á leið með viðkomu i Klakkeyjum Þar sem nokkrir gengu  upp á tindinn  til að fá yfirsýn meðan aðrir hvíldu sig og slökuðu á. Þaðan var þverað yfir til Langeyjanna og þaðan i  upphafsstað þar sem við komum um kl 20.00. Alls voru rónir 40-50 km, án skakkafalla enda gott verður og sjólag. 

Þakka öllum þeim sem komu og  sameinuðust i að gera ferðina skemmtilega og ekki síst fá Eyjólfur og Jón faðir hans sérstakar þakkir fyrir að leyfa okkur að vera og  leiða okkur um svæðið ásamt því  bjóða alla aðstöðu sem húsakynnin bjóða uppá.Sérstakar þakkir fá sænsku félagar okkar sem kunnu vel að meta gestrisni og góðan félagsskap og til að launa okkur er klúbbfélögum boðið til þeirra klúbbs til að taka þátt i nokkurra daga útilegu sem fer fram  á vori hverju.

Undirritaður er  tengiliður við Nönnu ef einhverjir hafa hug á að róa i hinum rómaða sænska skerjagarði.

 lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2024 13:06 #2 by arnar75
Replied by arnar75 on topic Breiðafjörður 2024
Ég mæti

Arnar Már
8926308

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2024 09:00 #3 by Martin
Replied by Martin on topic Breiðafjörður 2024
Mæti og hlakka til!
Martin 7730323

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2024 20:59 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic Breiðafjörður 2024
eg mæti. kv Ör
8411002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2024 09:43 #5 by Helgi Þór
Replied by Helgi Þór on topic Breiðafjörður 2024
Ég mæti

Helgi Þór
7879922

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2024 08:19 - 07 ágú 2024 08:19 #6 by Sveinn Muller
Replied by Sveinn Muller on topic Breiðafjörður 2024
Mæti

Sveinn Muller
844 4240

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2024 09:59 #7 by Guðrún Sóley
Ég er memm og hlakka til.

-Guðrún Sóley Gestsdóttir
s:663-5723

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2024 19:38 #8 by SAS
Replied by SAS on topic Breiðafjörður 2024
Það ma gjarnan skrá mig

Kv
Sveinn Axel 
6607002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2024 17:53 #9 by Kolla
Replied by Kolla on topic Breiðafjörður 2024
Ég mæti.
Kveðja
Kolla 8694019 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2024 15:09 #10 by gsk
Replied by gsk on topic Breiðafjörður 2024
Jeb, mæti

GísliK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2024 08:02 #11 by Klara
Replied by Klara on topic Breiðafjörður 2024
Takk Lárus fyrir að skipuleggja ferðina. Klara og Þóra mæta í tilefni þess að það eru 15 ár síðan við fórum í fyrstu Breiðafjarðar ferð okkar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2024 19:56 - 28 júl 2024 19:58 #12 by EvaLind
Replied by EvaLind on topic Breiðafjörður 2024
Ég mæti.
Kveðja Eva Lind W. Oliversdóttir
sími 846 0107

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2024 17:35 #13 by sveinnelmar
Replied by sveinnelmar on topic Breiðafjörður 2024
Mæti ógeðslega hress….
Sveinn Elmar
8611978

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2024 17:22 #14 by SPerla
Replied by SPerla on topic Breiðafjörður 2024
Ég er með ásamt rauðum Romany 🙃

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2024 16:09 - 28 júl 2024 16:09 #15 by Larus
Breiðafjörður 2024 was created by Larus
Lagt verður af stað frá Kvennhólsvogi á Fellströnd neðan við bæinn Hnúk
milli klukkan  18 og 19.00 föstudag 9 ágúst,  þannig stendur á sjávarföllum að við verðum seint á ferðinni.  Miðum við að vera klár um 18, tökum stöðuna þá hvort vogurinn verði fær.

Frá Reykjavik eru um 200 km beygt inná veg 590 ca 12 km norðan við Búðardal. Þetta ætti að vera tæplega 3 tíma ferð frá Reykjavik.

Reikna má með um tveggja tíma róðri án landtöku út Purkey en róið er við land og eyjar og ef þörf er á er landtaka víða möguleg.

Um 10 km róður er út í eyjuna frá bílunum, laugardagurinn gæti orðið 12-15 km og svipað á sunnudegi.

Á laugardag róum við norður fyrir Purkey og höfum svo flóðið með okkur suður á bóginn um strauminn Knarrarbrjót í Suðurstakk og Vesturstakk, jafnvel Hrappsey og skoðum okkur um áður en við róum til baka í Purkey. Tímasetningar miða við að straumar séu ekki harðir og vel viðráðanlegir.
Einnig má nýta daginn til skoðunar á eyjunni fótgangandi ef ekki er vilji til að róa,
eyjan er stór og bíður uppá frábæra náttúruskoðun.Sunnudagurinn verður svo nýttur til heimferðar etv með smá útúrdúr í Klakkeyjar sem eru hæstu eyjarnar á Breiðafirði sem bjóða uppá frábært útsýni ef lögð er á sig smá fjallganga .

Allt vatn skal hver þáttakandi taka meðferðis heiman frá, reikna skal með 2-3 lítrum á hvern mann á sólarhring.

Algjört skilyrði er að hver þátttakandi taki allt sitt sorp til baka sjálfur og að ekki liggi neitt eftir.

Kayak skal vera sjókayak með lokuðum vatnsþéttum hólfum að framan og aftan og traustum dekklínum allan hringinn.
Ferð þessi er opin til þátttöku þeim félögum i Kayakklúbbnum sem standast kröfur klúbbsins um getu til að takast á við 3.ára ferð skv. skilgreiningum klúbbsins, sjá hér að neðan:

Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.
Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag.



Skráning i ferðina skal gerast hér á korkinum i þessum þræði, gefa skal upp nöfn þátttakenda og simanúmer.
Þátttaka er háð samþykki fararstjóra.

Róðrar og fararstjórar er
Lárus Guðmundsson. S. 822 4340
Eyjólfur Jónsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum