Skáleyjar og Sviðnur 8.-10. ágúst

31 ágú 2008 01:26 #1 by Reynir Tómas
Ágætu félagar,
samkvæmt umtali hefur nokkur fjárhæð nú verið greidd inn í kirkjusjóð Flateyjarkirkju í þakklætisskyni fyrir hina góðu móttökur sem við hlutum í Skáleyjum. Jafnframt sendi ég Jóhannesi Gíslasyni, bónda, stutt bréf til að þakka aftur fyrir okkur og segja honum af þessu. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 ágú 2008 20:59 #2 by gsk
Betra seint en aldrei.

Vil þakka skipuleggjendum og samferðafólki helgina.

Ýmsan lærdóm að hafa. Ekki spurning.

Sýnir að hópurinn þarf að halda saman eða vera mjög gott skipulag í gangi.

Er með nokkrar myndir á picasaweb.google.com/GSKarlsson/BreiAfjRUr2008SkLeyjar ef það gæti glatt einhverja.



bestu kveðjur,
Gísli Karlsson

Post edited by: gsk, at: 2008/08/21 16:59

Post edited by: gsk, at: 2008/08/21 17:01<br><br>Post edited by: gsk, at: 2008/08/21 17:06

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 ágú 2008 21:24 #3 by andrjes
Hér koma nokkrar myndir í viðbót, meðal annars úr Sviðnum picasaweb.google.com/andrjes/SkLeyjarOgS...s5235888323370322066

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2008 21:45 #4 by Reynir Tómas
Allt flottar myndir hjá Magnúsi, Sveini Axel og nú síðast Ása og svo myndskeiðið sem Örlygur bjó til úr myndum Sveins, takk fyrir........og það sést hvað þetta var góður hópur og við höfum reynslunesti fyrir róðurinn á sama tíma á næsta ári........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 ágú 2008 21:45 #5 by Reynir Tómas
Allt flottar myndir hjá Magnúsi, Sveini Axel og nú síðast Ása og svo myndskeiðið sem Örlygur bjó til úr myndum Sveins, takk fyrir........og það sést hvað þetta var góður hópur og við höfum reynslunesti fyrir róðurinn á sama tíma á næsta ári........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2008 23:31 #6 by aceinn
Mig langaði að þakka fyrir mig, þetta var gríðalega fín ferð fyrir mig amatörann. Föstudagsróðurinn var frekar töff og þar safnaðist í reynslupokann. Eftir ferðina þá sá ég hve mikilvægt og gott er að ferðast með reyndum ræðurum. Takk kærlega fyrir mig.

Nokkrar myndir picasaweb.google.com/asbjornthor/BreiAfj...s5235184601363519122


bestu kveðjur
Ási<br><br>Post edited by: aceinn, at: 2008/08/16 19:32

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2008 02:44 #7 by Gíslihf
Undanhald og Sviðnaför.
Við sem héldum suður í Sviðnur á sunnudagsmorgni hefðum ekki viljað missa af þeirri viðbót við Skáleyjar og Hvallátur. Leiðin lá í upphafi SV eftir Skáleyjarlöndum, sól var og blíða og auðratað þótt erfitt sé að sjá milli eyja og skerja þar til Skáleyjum sleppir. Tryggvi tók að sér róðrarstjórn í þessum hópi og lenti í lítilli fjöru við kletta er nefnast Gálgi í heimaey Sviðna ásamt öðrum í hópnum nema okkur Páli R. sem fórum beint inn í höfnina í Bæjarsundinu að austanverðu. Sú leið er ekki fær um fjöru en við vorum þarna í hádeginu nálægt háflóði og því fór allur hópurinn um Bæjarsundið þegar haldið var áfram (í NA). Við dvöldum þarna í ríflega klst. skoðuðum útsýnið frá vörðunni á klettinum Kastala og fengum okkur bita í blíðunni. Ég varð mjög heillaður af þessum stað en reyni ekki að útlista það frekar. Róðurinn til baka tók 4 klst. án þess að farið væri í land, enda ekki mörg sker á leiðinni. Einu sinni söfnuðumst við sama til að taka stutta hvíld en þetta var lengst af nokkurt basl á móti vindi og öldu þar sem við héldum hópinn.
Undanhald (lens) eins og hópurinn hóf ferðina með á föstudagskvöld reynir jafnan meira á færni manna og skipa en önnur afstaða vinds og öldu. Magnað dæmi um þetta er frásögn í Árbók FÍ 1989 um Jóhannes Magnússon í Bjarneyjum sem eru sunnan við Flatey og ég vitna hér til: „Það hefur líklega verið á fyrrihluta síðustu (19.) aldar að eitt sinn á heimleið frá Flatey brast á hann norðan ofsaveður. Bátur hans var ekki stór, ofhlaðinn fólki, en kjölfesta engin. Hvorki var hægt að snúa við né heldur voru neinar líkur á að nægt væri að verja bátinn suður yfir flóann með svo margt fólk innanborðs. Við illan leik komst Jóhannes undir Skarfasker sem eru gróðurlaus sker úti af Svefneyjum. Þar sagði hann fólkinu að um tvo kosti væri að ræða en hvorugan góðan. Annar væri sá að hleypa hluta af fólkinu upp í skerin og eiga undir hvort og hvenær tækist að bjarga því þaðan, hinn að binda karlmennina utan á bátinn og völdu þeir þann kostinn. Formaðurinn lét nú kvenfólkið leggjast niður í kjalsog og harðbannaði því að hreyfa sig hvað sem á gengi en karlmennin allan nema einn „seilaði“ hann út. Hann brá bandi undir hendur þeirra og batt þá utan á kulborðssíðu bátsins þannig að þeir sneru baki í veðrir og ölduna. Þrennt vannst við þetta. Báturinn léttist nokkuð, þungi mannanna hélt á móti þunga vindsins í seglinu og loks voru mennirnir nokkurskonar „brimbrjótur“ utan á bátnum. Þannig var síðan siglt suður yfir Bjarneyjarflóa, um 8-9 km leið og er þess ekki getið að neinum yrði meint af þolraun þessari.“
Af þessu má einnig sjá hve miklu skiptir að hafa örugga forystu og vinna saman sem einn hópur þegar aðstæður verða viðsjárverðar.
Bestu þakkir fyrir ánægjulega ferð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2008 15:50 #8 by SAS
Ykkur til fróðleiks, þá hefur Örlygur Steinn hefur sett saman nokkrar myndir úr Skáleyjarferðinni í skemmtilegt video, sem má nálgast á

www.youtube.com/profile?user=haourss


kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2008 19:33 #9 by Steini
Eitt sumarið enn sem ég kemst ekki í þessar glæsilegu Breiðafjarðar-ferðir, sem Reynir Tómast stjórnar, vonandi verð ég með á næsta ári.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2008 13:00 #10 by SAS
Þessi ferð var eins og aðrar skipulagðar ferðir Kayakklúbbsins, mikil skemmtun undir frábærri fararstjórn Reynis Tómasar. Maggi kom svo mjög sterkur inn og tók að sér róðrarstjórnina á laugardeginum og sunnudeginum. þ.a. hópurinn réri saman sem einn maður.

Myndir sem við tókum er að finna á
picasaweb.google.com/SveinnAxel/2008_08_08KayakSkaleyjar

Ef einhverjum langar í mynd eða myndir í hærri upplausn, sendið mér þá póst á sveinnaxel@gmail.com

Takk kærlega fyrir samveruna og róðurinn, gaman væri að að lesa smá ferðasögu frá einhverjum sem réri í Sviðnur.

kveðja
Sveinn Axel og Hildur<br><br>Post edited by: SAS, at: 2008/08/12 11:08

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2008 11:12 #11 by maggi
Sæl Öll aftur
þetta var fínn túr og virkilega fallegt svæði að fara um . hér eru nokkrar myndyrhttp://community.webshots.com/user/maggi211100
Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2008 02:15 #12 by Sævar H.
Þetta hefur verið nokkuð strembið á köflum hjá ykkur. Ég gat ekki komið því við að fara í ferðina vegna skírnar á einu barnabarni mínu. Ég fylgdist vel með á veður.is og ég sé á lýsingu Reynis að veðrið hefur verið nákvæmlega eins og þar var upplýst. Þið voruð mjög heppin að fá \&quot;lygnan \&quot; kafla á heimleiðinni- annars var spáin fyrir sunnudaginn yfirleitt um og yfir 10 m/sek af ANA og strengur af fjöllunum. En ánægjulegt að allt tókst vel. Takk fyrir ferðasöguna , Reynir Tómas--- kannski heyrist frá fleirum og myndir settar inn...
kveðja. :P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/08/11 22:16

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2008 01:50 #13 by Reynir Tómas
Sæl öll 25 sem fóru, í nokkuð erfiða en skemmtilega ferð. Það var lagt af stað í blíðu frá Klaufarhöfn á föstudagskvöld, en fljótlega fór að hvessa á sundinu og varð talsvert rok með tilheyrandi öldugangi á sundinu svo hópurinn dreifðist mun meira en gott var, en allir náðu þó heilir á húfi í var norður fyrir Skáleyjar og við vorum fegin þegar mest gekk á að einn Skáleyjabænda kom á báti að líta eftir okkur öllum. Það var gott að hafa haft samband þangað út rétt áður en lagt var af stað. Í Skáleyjum komu allir bændur í Norðurvörina að taka móti okkur og vísa okkur á gott tjaldstæði í túninu í nokkru skjóli fyrir norðaustanáttinni sem getur víst oft orðið stríð þarna og nauðsynlegt að hafa það í huga. Maður býst við að lægi undir kvöld, en gerir það ekki alltaf þarna. Þreyttir ferðalangar sváfu vel um nóttina og vöknuðu í glaða sólskini. Ákveðið var, þar sem einkar vel fór um mannskapinn þarna, og enn nokkur vindur af norðaustri að fara ekki í Sviðnur heldur sigla innan eyja í Hvallátur. Eftir morgungöngu um heimaeyjuna undir leiðsögn Jóhannesar bónda og í samfloti við eldri borgara úr Strandasýslu sem þarna voru á ferð og eftir að Magnús og Gísli bættust í hópinn, var farið í góðu veðri í Hvallátur. Magnús var við leiðangursstjórn og það sýndi sig hversu gott er að hafa þjálfaðan stjórnanda sem kann að halda hópnum þéttum saman, sem er grundvallaratriði, sem var líka nauðsynlegt á heimleiðinni. Í Hvallátrum ar var heimaeyjan skoðuð og áð og loks farið að skoða teinæringinn Egil (smíðaður 1904-1906) sem þar er í gamla skipasmíðahúsinu. Þetta var gert í boði og undir leiðsögn Hafliða Aðalsteinssonar, skipasmiðs, sem þarna var staddur og er að gera skipið upp.
Á sunnudagsmorgun fóru 9 í Sviðnur, en hinir norður fyrir eyjar heim á leið með tveim eyjastoppum yfir sundið í ágætu veðri. Þegar um 2 km voru í höfn kom norðaustanáttin rétt einu sinni enn og það var puð móti henni í höfn, líka fyrir Sviðnafara sem komu rúmri klst síðar að landi. Sundlaugin á Reykhólum beið, frábær staður.
Ég bið alla sem hafa ekki fengið nú þegar meil frá mér að hafa samband á reynir.steinunnhjainternet.is eða hringja í 824 5444 eða 863 5381 (Steinunn) og þá sendi ég eða gef þeim upp reikningsnúmer og kennitölu til að greiða 500 kr. á mann vegma Flateyjarkirkju í þakklætisskyni vegna gestrisni Skáleyjarbænda. Ég kem fénu svo til skila.
Sviðnur bíða betri tíma fyrir hina 16, etv. úr Flatey.<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/08/11 21:53

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2008 20:57 #14 by Reynir Tómas
Menn verða að hafa vatn með sér. Jónína í Sviðnum, sem var þar fyrr í vikunni ætlaði að skilja eitthvað eftir, þ.e.a.s. ef eitthvað væri til að skilja eftir, á brúsum. Í Skáleyjum er annar bróðirinn hættur búskap og hinn, Jóhannes, við það að hætta um þessar mundir, ég er ekki viss hver verður þar um helgina, en vatn er betra að hafa með :) . Það er spurning hvort eigi að hafa með topptjald klúbbsins ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2008 16:50 #15 by maggi
Takk fyrir þetta , vont að verða vasslaus:sick:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum