Sæl öll 25 sem fóru, í nokkuð erfiða en skemmtilega ferð. Það var lagt af stað í blíðu frá Klaufarhöfn á föstudagskvöld, en fljótlega fór að hvessa á sundinu og varð talsvert rok með tilheyrandi öldugangi á sundinu svo hópurinn dreifðist mun meira en gott var, en allir náðu þó heilir á húfi í var norður fyrir Skáleyjar og við vorum fegin þegar mest gekk á að einn Skáleyjabænda kom á báti að líta eftir okkur öllum. Það var gott að hafa haft samband þangað út rétt áður en lagt var af stað. Í Skáleyjum komu allir bændur í Norðurvörina að taka móti okkur og vísa okkur á gott tjaldstæði í túninu í nokkru skjóli fyrir norðaustanáttinni sem getur víst oft orðið stríð þarna og nauðsynlegt að hafa það í huga. Maður býst við að lægi undir kvöld, en gerir það ekki alltaf þarna. Þreyttir ferðalangar sváfu vel um nóttina og vöknuðu í glaða sólskini. Ákveðið var, þar sem einkar vel fór um mannskapinn þarna, og enn nokkur vindur af norðaustri að fara ekki í Sviðnur heldur sigla innan eyja í Hvallátur. Eftir morgungöngu um heimaeyjuna undir leiðsögn Jóhannesar bónda og í samfloti við eldri borgara úr Strandasýslu sem þarna voru á ferð og eftir að Magnús og Gísli bættust í hópinn, var farið í góðu veðri í Hvallátur. Magnús var við leiðangursstjórn og það sýndi sig hversu gott er að hafa þjálfaðan stjórnanda sem kann að halda hópnum þéttum saman, sem er grundvallaratriði, sem var líka nauðsynlegt á heimleiðinni. Í Hvallátrum ar var heimaeyjan skoðuð og áð og loks farið að skoða teinæringinn Egil (smíðaður 1904-1906) sem þar er í gamla skipasmíðahúsinu. Þetta var gert í boði og undir leiðsögn Hafliða Aðalsteinssonar, skipasmiðs, sem þarna var staddur og er að gera skipið upp.
Á sunnudagsmorgun fóru 9 í Sviðnur, en hinir norður fyrir eyjar heim á leið með tveim eyjastoppum yfir sundið í ágætu veðri. Þegar um 2 km voru í höfn kom norðaustanáttin rétt einu sinni enn og það var puð móti henni í höfn, líka fyrir Sviðnafara sem komu rúmri klst síðar að landi. Sundlaugin á Reykhólum beið, frábær staður.
Ég bið alla sem hafa ekki fengið nú þegar meil frá mér að hafa samband á reynir.steinunnhjainternet.is eða hringja í 824 5444 eða 863 5381 (Steinunn) og þá sendi ég eða gef þeim upp reikningsnúmer og kennitölu til að greiða 500 kr. á mann vegma Flateyjarkirkju í þakklætisskyni vegna gestrisni Skáleyjarbænda. Ég kem fénu svo til skila.
Sviðnur bíða betri tíma fyrir hina 16, etv. úr Flatey.<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/08/11 21:53