Straumkayakviðburður ársins......

01 sep 2008 16:00 #1 by Hilmar WS
Bara GAMAN GAMAN.
Frábært að blotna. Jafnvægið var ekki alveg á réttum stað í byrjun en það kom eftir fyrstu flúð og ekkert sund í þessu snilldar bát sem ég fékk, Dagger Maba eða eitthvað. Takk fyrir góða ferð og greinilega sem fyrr alltaf velkominir á Drumbó, takk fyrir það.
Ekki spurning að gera þetta 2 x á ári (allavega).


Hilmar WS (DaggerSport)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2008 22:00 #2 by oldboys
Old boy´s þakka fyrir sig.

Frábær mæting og trúlega langt síðan svona margir straumbátar sáust samtímis á floti. Fulltrúar helstu straumkayaksamtaka mættu, Jón Heiðar hélt uppi merkjum KFC en Alli og Elli (stóri og litli)leituðu til rótanna og mættu í sérlega velheppnuðum keppnisbúningum Team Elda, flottir strákar. Raggi hélt uppi merkjum Blómabarnanna en einhvað fór lítið fyrir Bárunni og Árabátafélaginu. Frábært að hitta alla gömlu róðrarfélaga og ekki síður arftakana sem hafa byrjað eftir að OB hættu að sjást reglulega á floti.
Frábær dagur í flottu veðri og ekki laust við að gömlu mennirnir hafi fengið nettan fiðring, alla vega var strax farið að kíkja á nýjustu bátana og spá í næsta róðri. Hann verður að vísu ekki fyrr en á næsta ári en við erum ákveðnir í að endurtaka þennan viðburð og gera hann enn glæsilegri.
Að lokum þökkum við Jóni Heiðari sérstaklega fyrir frábærar móttökur á Drumbó, þangað er alltaf jafn gaman að koma og staðurinn verður glæsilegra með hverju árinu.

:) Björninn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2008 16:35 #3 by havh
Yup, mjög góð skemmtun og ekki skemmdu pulsurnar á Drumbó. Gaman væri að sjá stærri mynd af hópnum :D

kv
Dóri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2008 14:55 #4 by Steini
Ferðin var meiriháttar, erfiðasti hlutinn var að brölta niður brekkuna í ánna. Nú vill ég fá sem flest komment hér á síðuna, skemmtileg atvik og fl. sem úr verður svo soðin ferðasaga, góðar myndir má senda á mig kayak@islandia.is öllu þessu verður svo dælt inná síðuna. <br><br>Post edited by: steini, at: 2008/08/31 10:57
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2008 04:12 #5 by kokkurinn
Takk fyrir brilliant dag, klárlega einn af þeim skemmtilegri í sumar....

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 12:41 #6 by Phantom
Já sæll!

Svanur mætir einnig, tek tvo utlendinga með mér sem ég ætla láta þreyta kanó þessa leið.

Sjáumst!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 01:20 #7 by klami
Fulltrúi blómana staðfestir komuna.. Kristján er vant við látinn svo ég er einn á ferð.

Steini... Hverjir mæta svo úr ykkar röðum?

það er annars laust far með mér úr Rvk. í fyrramálið ef einhver hefur ekki reddað sér fari á stórviðburðinn.

Kv. Ragnar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2008 01:14 #8 by Jói Kojak
Ég verð með ykkur í anda..........sitjandi á stofugólfinu í creekernum.............vúhú....spennandi :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2008 22:59 #9 by StoriMoller
Er Það rétt sem ég heyrði að einhver flón skoruðu á Team Elda?

. . . . . . ÞÁ MUNU SKO BRENNA ELDAR !!!!!!!!!!!!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 ágú 2008 19:18 #10 by Steini
Einhverra hluta vegna voru tútturnar á þurrbuxunum ornar morknar, búið að líma nýjar á. Spúlaði haug af sniglum og mosa af bátnum, svo nú er maður að verða klár.

Samkvæmt veðurspá verður hitastig í tveggja stafa tölu (algjört skilyrði svo að Old Boys fari á stað), reyndar samkvæmt síðustu liðskönnun hefur eitthvað fækkað í hópi Old Boys vona að nýliðarnir bæti það upp. Ekkert hefur heyrst frá sjóbátamönnum, hvet ég þá hér með að láta sjá sig.

Sjáumst kl. 12 á morgun á Drumboddstöðum !<br><br>Post edited by: steini, at: 2008/08/29 15:22

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 ágú 2008 13:57 #11 by havh
Well, ég og Olga látum sjá okkur.

*rámar í einhvern sem heitir Pési....*

kv
Dóri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2008 14:32 #12 by pths
Maður getur ekki látið þetta fram hjá sér fara...
Pési mætir!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2008 15:32 #13 by Hilmar WS
Það verður einhver að vera með Markúsarnetið, það duga ekki neinar kastlínur á okkur.

Ég þarf að fá bát lánaðann hver á RPM MAX fyrir mig? Bjössi fann árina mína, ég fann gallann og vestið, á enn eftir að finna hjálminn minn.

Hilmar WS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2008 01:18 #14 by oldboys
Kayakmenn og konur

Þá styttist í þennan stórviðburð og gömlu mennirnir farnir að verða nokkuð stressaðir. Búið að róta í geymslunni og finna rykfallna galla og búið að spotta út bátana innanum hina blómapottana í garðinum.

Stefnum á að vera á Drumboddsstöðum kl 12 á laugardaginn en síðan er spurninga að taka út heitu pottana á staðnum eftir róðurinn.

Það eru allir velkomnir í þennan róður og ég hvet alla bæði straum- og sjómenn að fjölmenna. Þetta tækifæri gefst ekki oft.

Koma svo........

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 ágú 2008 20:10 #15 by jsa
Já þegar að stórt er spurt... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum