Straumkayakviðburður ársins......

22 ágú 2008 05:11 #16 by kokkurinn
Jón þetta er vel þess virði að skella sér heim yfir helgi til þess að fá að njóta návistar old boys.

Freestyle Worlds kemur pottþétt fljótt aftur en hvenar koma Old Boys saman aftur???

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2008 20:19 #17 by jsa
Já þessi sögulegi róður ver að verða merkari atburður en Freestyle Worlds í Thunn sömu helgi. Sökum leti þá hef ég hugsað mér að vera frekar þar að horfa en með ykkur að róa ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2008 18:17 #18 by Steini
Allir sem mæta og eiga ekki eintak af DVD diskum með myndefni frá gullárum Old Boys fá einn slíkan gefins, svo það er eftir miklu að slægjast fyrir utan heiðurinn að fá að fara í ferð með Old Boys, aldrei að vita hvenær slíkt verður í boði aftur !! B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 ágú 2008 13:49 #19 by klami
Replied by klami on topic FOKK JÁÁÁÁÁ !!!!!!
Fokk já ó já! Ég snappa mér fríi þann 30. Maður hefur ekki verið duglegur þetta árið en svona viðburður verður ekki látinn fram hjá fara. Ég er að beita daglegum klækjum á litlu frænda rottuna þessa dagana svo kannski við verðum tveir.


Og koma svo allir lærifeður ekki bregðast.

Kv. Ragnar Karl

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 ágú 2008 16:37 #20 by kokkurinn
Þessi ferð þarf að vera á toppnum, á hvergi annarstaðar heima.

Allir að koma með, við vitum ekki hvernar old boys bleyta aftur í sér!!!!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2008 01:22 #21 by kokkurinn
Kastlínan verður með í för, er búinn að vera í þrotlausum kastæfingum í allt sumar svo ég verði klár í þetta mission.

Einnig verður meðferðis hjarta stuðtæki sem redda manni hvort sem það er hjartastopp, fílupúkar eða kjúklingar með í för.

Endilega koma sem flestir með í þetta, 36 er orðin alltof gömul tala, kominn tími á nýtt fjölda met!!!!

koma svo

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2008 02:59 #22 by Gummi
Verða ekki alveg örugglega nokkrir sprækir öryggisræðarar og dráttarbátar með þegar við nálgumst hina ægilegu \"Nautavík\" og manndrápsflúðina \"Illvitan\"
Ég sé dauðan á hverju horni þegar ég rifja upp sögurnar hans Dóra.....
Maggi þú verður mað kastlínuna meðferðis er það ekki ?
Ég ætla í það minsta að rifja upp blástursaðferðina og hjartahnoðið.........
Það er verst að sá krúnurakaði sé ekki á landinu þegar þessi viðburður fer fram ég ætla nú samt að láta Johan og Hrefnu vita af þessu ef ske kynni að það væri bæjarferð hjá skötuhjúunum þessa helgi.
Carlos er á Spáni að hita sig upp fyrir ferðina, Bjössi og Hilmar eru á golfvellinum að æfa áratökin (og sveifluna), við hinir erum allir að hugsa okkar gang ásamt því að svitna yfir Dórasögunum.

Ég fann tvo báta merkta mér í laugini og einhvern búnað úti í skúr sem minnir á gullárin.
En hvar eru Gulli, Dr. Sverrir og Siggi Massi það væri nú gaman ef þeir sæju sér fært að mæta.
Siggi selur er að vinna í Hlað svo ef einhver á leið þar um ætti sá hinn sami að ýta við kallinum og bjóða honum með.

Gamla metið okkar er 36 saman í Hvítá og 24 í Ytri Rangá.
Er ekki stemming fyrir að endurtaka það....


En sama hvað þið gerið, ef þið sjáið Anne Mette ekki bjóða henni með, við OldBoys þurfum hjálpina sjálfir núna......


Kveðja
Gummi bear

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2008 20:06 #23 by kokkurinn
Maður veðrast allur upp og fær dofa í lappirnar við þessa lesningu.

Kokkurinn búinn að sansa frí til þess að geta tekið þátt í þessu stórviðburði í íslenskum straumvatns róðri!!!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2008 05:29 #24 by oldboys
Hinir einu sönnu \"legendary\" Old boy´s ásamt gæludýrinu sínu bjóða í ofursiglingu í Hvítá 30 ágúst nk.

Við ætlum að leita uppi bátana okkar, hvort sem þeir eru orðnir að blómapottum úti í garði eða rykfallnin niðri í laugardalslaug. Eitthvað verður dýpra á róðrar og veltukunnátunni en við látum samt vaða á þetta.

Skorum á Árabátafélagið, Team eldar, kvennfélagið Báruna, KFC, Blómabörnin, Sundfélagið og alla hina sem voru uppi á blómatíma straumróðurs á íslandi að mæta ásamt öðrum ræðurum sem bætst hafa við sl. ár (straum og sjó).

Allir velkomnir en mottóið í ferðum Old boy´s var nr. 1,2 og 3 léttleikinn og að hafa gaman af þessu. Ekki málið að fara alltaf einhverjar dauðaflúðir þó þær hafi að vísu orðið nokkuð svaðalegar í lýsingum frá Dóra :)
Farið verður frá Brattholti þannig að þetta er ekki byrjendaferð en vanir straum og sjóræðarar fara létt með þennan róður, við höfum meiri áhyggjur af okkur....

Kv.
Bjorninn, Steini formaður, Gummi bear, Hilmar WS, Kiddi, Carlos, Jonsi og Sjóhundurinn. (Kojac verður víst farinn til flatlendislands).

Skipulagning á korkinum

gamalt old boy´s video úr Hvítá til að koma okkur í gírinn:


önnur gæða myndskeið frá þessum eðal félagsskap
www.youtube.com/user/videoklippur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum