Fyrir syndaseli

29 des 2008 05:37 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Fyrir syndaseli


Aldeilis fjörugar umræðurnar hérna í blálok ársins.


En ég lofaði að senda Gísla þetta myndbrot. Og sjálfsagt að deila með fleirum.


Þarna er semsagt venjuleg félagbjörgun í gangi en í þungum sjó. Takið eftir að þjálfarinn gefur í sífellu leiðbeiningarnar: LEAN ON HIS BOAT!!

Og það er einmitt lykillinn að þessu - björgunarmaðurinn verður að halla sér algerlega yfir á mannlausa bátinn - annars hefur hann ekki nógu gott tak á honum í þessu hopperíi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2008 03:22 #2 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég er áskrifandi og var að skanna greinina um hringferð Greg Stamer og Freya Hoffmeister, \"Lost in Iceland\".

Ef einhver hefur áhuga á því þá bara senda á mig email gunnar.ingi@mosverjar.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 des 2008 02:43 #3 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Fyrir syndaseli
Fín umræða. Hefði gaman að fá afrit af þessari grein. Póstfangið er sveinnaxel@gmail.com

kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2008 18:37 #4 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég er ekki áskrifandi af þessu blaði, en kaupi það stundum þegar ég er á ferðinni erlendis, búinn að skanna greinina og á hana á pdf. Sendi þér hana og fleirrum ef áhugi er, gefið bara netfangið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2008 04:42 #5 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fyrir syndaseli
Bestu þakkir Steini - ef ég skil málið rétt þá ert þú með rafræna áskrift ?
Netfangið mitt er gislihf@hive.is
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 des 2008 04:11 #6 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég á þetta blað einhverstaðar, ég skal setja þetta á pdf skjal og senda þér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 des 2008 22:41 #7 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég var að lesa þessa grein sem Ingi setti tengil á. Þetta er mjög fræðandi lesning og kemur reglu á mynd sem var ekki nógu ljós í huga mínum. Það er kuldasjokkið, sundstirðnunin, ofkælingin og sálfræðin og hæfni hugans til að vinna úr hættuástandi. Það má draga ýmsar ályktanir um þjálfun og öryggismál af þessari fræðslu og setja sundfærin sem hér hefur verið rökrætt um í rétt samhengi.
Hvar er hægt að skoða blöð og bókmenntir um sjókayak hér á landi - er það einungis í einkaeigu, ekki á vegum klúbbsins, eða annarra í siglingasporti ?
Mig langar t.d. að lesa nýlega grein Greg Stamer í Sea Kayaker en hann segir á einni vefsíðu: The October 2008 Issue of Sea Kayaker Magazine contains my article, “Lost in Iceland” — about my record-setting circumnavigation of Iceland in 2007 with German kayaker Freya Hoffmeister.
Hugsanlega er einhver áskrifandi að þessu blaði sem væri svo velviljaður að gefa mér ljóstrit?
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 des 2008 20:29 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Fyrir syndaseli
Góð grein um þetta mikilvæga mál
www.seakayakermag.com/2008/Feb08/cold-shock.htm
jólakv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 des 2008 15:29 #9 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég hef engu að bæta við það sem Örlygur hefur sagt hérna , enda hárrétt hjá honum menn ættu ekki að treysta á sundhæfileika sýna ef þeir lenda í sjónum.
Mér finst best að nota sundlaugaræfingarnar vel busla og busla og forðast allar sundferðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 23:29 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fyrir syndaseli
Það er ekki miklu við þetta að bæta, enda helstu sjónarmið komin fram. Við erum flest gerð úr „sama efni“, sumir eru þó betur einangraðir en aðrir og það er ekki hægt að bera sig saman við Guðlaug, en ég bjó í Eyjum þann minnisstæða dag, þegar hann barði blóðugur og rosalegur að dyrum hjá „Atla í Steypustöðinni“, sem bjó uppi undir Helgafelli. Tilraunir sýndu fram á það að hann var sérstakur, en hann var lagður í íspækil og mældur innan sem utan.
Ég get fátt hugsað mér dapurlegra en að vera einn út á hafi og missa bátinn frá sér eins og virðist hafa hent ræðarann sem var á leið til Nýja Sjálands fyrir u.þ.b. ári ef ég man rétt, nema e.t.v. að vera geimfari sem svífur frá fari sínu!
Við Sævar erum komnir á aldur karlaraupsins og það kemur mér á óvart að mér finnst það skemmtilegt - þegar einhver nennir að hlusta! Ég held að Stein Ex-formaður sé á hraðri leið þangað líka en ég læt sjálfur eina nýlega (jóla)sögu fylgja:

Áður en ég lagði í Hornstrandaferð Kaj-félaga vildi ég sannreyna hvort ég væri hæfur í slíka ferð. Ég fékk því Lilju mína til að skutla mér í Nauthólsvíkina á laugardegi og bað hana að sækja mig síðar á eiðið við Geldinganes, en ekki átti ég von á að einhver nennti að fara með mér – auðvitað hefði ég átt að auglýsa eftir félaga á Korkinum. Vindur var vestan og róður sóttist nokkuð seint meðfram Seltjarnarnesinu og út fyrir golfvöllinn. Það braut á boðum og þegar aldan fór að verða á hlið varð ég stífur og óöruggur og óttaðist að velta, en vonaði þá að sleppa lifandi upp í fjöru, en að lemstrast eitthvað í fjörugrjótinu væri ekki málið. Ég vonaði innilega að brotin sem mynduðust hér og hvar á öldunum færu alltaf framhjá mér. Ég hef enn ekki orðið hræddari á kayak en þarna, en slysalaust slapp ég síðan gegnum mesta lensið og tók land í vari austan í Akurey. Þar hvíldi ég mig vel góða stund, en aðfall var og þegar ég áttaði mig var báturinn lagður af stað. Sem betur ver var aðgrunnt og náði ég að vaða hann uppi.

Að lokum tel ég mikilvægt að halda ró sinni þótt mikið gangi á, bera fulla virðingu fyrir kröftum náttúrunnar og vinna með þeim en ekki á móti. Svo er stóra spurningin hvort maður er alveg einn í heiminum þegar öll sund virðast lokast?

Ég óska öllum félögum gleðilegra jóla og þess að komast heilir í land á næsta ári.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 21:40 #11 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég tek undir með Jóa K. Öruggasti kosturinn er að velta bátnum ekki.. það er það sem ég hef haldið mig við allan minn róðrartíma. Næst best er klárlega að vera með veltuna á allan mögulegan máta- í góðulagi. Þá er það félagabjörgunin - klikki veltan. Kunnátta og reynsla í sjálfbjörgun í bátinn sé maður einn á ferð og velti. Því næst er að hanga á bátnum og vonast eftir aðstoð eða að bátinn reki fljótlega að landi. Lakasti kosturinn virðist vera að taka sundið og því verra sem sjór er kaldari og langt til lands... Er þetta ekki málið ? Góð og gagnleg umræða - einkum fyrir nýliða.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 19:03 #12 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Fyrir syndaseli
En hvað með að vera bara áfram í bátnum? Það hlýtur að vera besti kosturinn.

Ég mæli með að fólk æfi veltuna eins mikið og mögulegt er. Hægri/vinstri og handveltu líka.

Gleðileg jól annars:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 17:01 #13 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Fyrir syndaseli
Búinn að prófa þetta.

Á öðru vori mínu í þessu sporti, þóttist ég orðin nokkuð góður og var að leika mér í smá öldum sunnan við Gróttuna kunni ekki að velta mér við og lenti þarna á sundi um 400 metra frá landi, reyndi fyrst að svamla í land en gekk illa enda sótti kuldinn fljótt á. Sem betur fer var hægur andvari í átt að landi og þar sem ég hafði ekki misst bátinn frá mér, var það hann sem dró mig í land að lokum. Þegar í land kom átti ég í mestu erfiðleikum með að standa í lappirnar, en reyndi hvað ég gat enda var þarna komin nokkur fjöldi fólks ásamt lögreglunni. Ég hafði ekki verið einn á ferð en lítið gagn var í félaga mínum þar sem þetta var hans fyrsta ferð og þorði aldrei lengra en 5 metra frá landi.

Eftir þessa reynslu var mér ljóst að lítið gagn var í minni, þó ágætu sundkunnáttu. Ef ég hefði misst bátinn frá mér hefði ég verið í slæmum málum, því ekki bara að hann hafi dregið mig í land undan hægum vindi, heldu gat ég haldið mér hærra í sjónum og varð ekki eins kalt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 17:00 #14 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Fyrir syndaseli
Fróðleg umræða. Engin er verri þó hann vökni. :) En eins og fram kom hér að ofan er kuldinn okkar versti óvinur. En maður í góðu líkamlegu formi er alltaf betur settur en sá sem er það ekki. Hæfilega feitur maður er líka betur settur en mjór. Ergó: étið vel yfir jólin. Gleðileg jól.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 des 2008 03:07 #15 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Fyrir syndaseli
Æfingin er alltaf til bóta, hvort sem er til að komast í form eða annað. Mæli með sundæfingu í sjó við meinlausar aðstæður til að fólk kynnist því hvernig það er að svamla í galla eða draga bát. Sting upp á sundi eftir félagaróður.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum