Fyrir syndaseli

23 des 2008 00:34 #16 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég les að félagaróðurinn hefur lent í varasömu tilviki sem eitt og sér er kannski alveg nægjanleg tilraun . En það eru ýmsar aðferðir við svona prófanir-án áhættu. T.d 25 m x 20= 500 m rétt utan fjöruborðs. Eru kallar og kerlingar ekki að synda meira og minn strípuð í Nauthólsvíkinni yfir vertarmánuðina ? Ég gerði sem Gísli í barnæsku inni á Sundum að synda á skýlunni einni eða jafnvel án hennar í sjónum - jú maður var stundum helv, stirður til gangs upp fjöruna eftir 15- 20 mín.í sjónum. Þetta var fyrir tíma vitneskjum um ofkælingu. En kayakmaður í fullum skrúða - þurrgalla og í föðurlandinu innanundir- 30 mín. sund ? Sjálfur féll ég eitt sinn niður um vök í Bláfjöllum, á gönguskíðum og var um 30 mín að koma mér á þurrt. Þykk ullarnærföt hindruðu ofkælingu við þá skemmtun.
Afrekið hans Guðlaugs Friðþjófssonar-5 km sund á gallabuxum og þunnri skyrtu í byrjun marsmánaðar..:kiss:(
Það má velta þessu fyrir sér ...<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/12/22 20:53

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 23:48 #17 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Fyrir syndaseli
Ég vara eindregið við svona tilraunum. Þær eru hættulegar og óþarfar. Skapa mikið álag á tilraunadýrið og gífurlega ábyrgð á þann sem er að fylgjast með. Hvað á vaktarinn að gera ef hann sér að tilraunadýrið fer að missa skynjun og líkamsstjórn vegna mænukulda? Bera hann inn í sturtu og hella í hann kaffi? Þegar viðkomandi ætti að vera kominn upp á spítala í meðferð.

Og minni á að svona tilraun var reyndar gerð óumbeðin við Viðey þann 12. júní og skilaði gagnlegri niðurstöðu. Þar mátti litlu muna að illa færi. Þó var sjórinn sumarhlýr. Er verið að mælast til þess að endurtaka svona nokkuð vísvitandi í vetrarsjó?



Margfalt gagnlegra er að æfa félagabjörgun og sjálfsbjörgun. Æfa og æfa.

málið er: ekki missa frá þér bátinn og komdu þér upp í hann.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 22:51 #18 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Fyrir syndaseli
Þetta er ágæt umræða og mikilvæg vegna þess að hún snertir öryggismál. Það er rétt hjá Ólafi að góð sundkunnátta er gagnleg og mikilvæg og Örlygur bendir réttilega á að ekki má gera sér falsvonir um að góð sundkunnátta dugi til að bjargast einn langt frá landi.
Ég synti mikið sem unglingur, og fór á tímabili reglulega í sjóinn undir klettum þar sem nú er Hringrás í Sundahöfn. Ekki gat ég synt nema 50 til 100 metra, þá voru axlirnar farnar að verða stífar og eina leiðin til að synda áfram var baksund með fótunum. Ég hætti síðan að stunda venjulegt sund þegar klórinn fór að erta mig í nefi og nágrenni. Þess vegna hef ég fundið til þjálfunarleysis þegar ég hef lent í \&quot;sundæfingum\&quot; á kayak. Skemmst er að minnast brimreiðar við Þorlákshöfn þar sem Örlygur létti mér puðið með því að koma róandi og ýta mér spottakorn þar til næsta brot reið yfir. Þar \&quot;synti\&quot; ég einnig með árinni, en það er erfitt og útsogið hefur auðveldlega yfirhöndina meðan maður botnar ekki vel.
Annað augljóst atriði er að sá sem er í galla og skóm er verulega hægfara sundmaður en ég þykist vita um nokkra kayakmenn, sem róa einir og halda sig meðfram ströndinni til þess að geta svamlað í land ef á reynir. Spurningin er hversu raunhæft það mat er og svarið fæst helst með tilraunum eins og Sævar leggur til.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 05:22 #19 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Fyrir syndaseli
Hafa menn látið reyna á að synda að vetrarlagi - svona 500 metra ? Það er 10x skemmri vegalengd en Guðlaugur Friðþjófsson synti í marsbyrjun - alls óviðbúin hvað klæðnað snerti. Kayakmaðurinn er yfirleitt sér útbúinn bæði gallinn og flotvestið og hetta á hausnum. . Eini óvinurinn er kælingin- ef menn eru syndir á annað borð. Sennilega er best að synda baksund-til að halda vitunum í vörn. Er ekki upplagt að láta á þetta reyna t.d við Geldinganesið- nærri gámunum og heitri sturtu--þá vita menn. ólafur ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 04:33 #20 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Fyrir syndaseli
Alls ekki of hörð viðbrögð Örlygur, ég hafði ekki hugsað mér að allir myndu breytast í Guðlaug sundkappa. Lýsingin var helst til dramatísk hjá mér og pistillinn átti fyrst og fremst að snúa að forminu. Fólk er alltaf að leita að leið til að auka líkamlega getu, þetta er ein leið og það er ekkert verra fyrir kayakfólk að geta synt einhverja metra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 04:14 #21 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Fyrir syndaseli
Heldur finnst mér þetta óvarlega sagt; að fólk syndi þegar kajakinn er fokinn í burtu eða sokkinn. Þeir þrír sem hafa dáið á sjókajak á liðnum áratugum 1951-2006 kunnu örugglega allir að synda. Eða Svíinn sem missti bátinn í kaf og dó í fyrra.

Maður í sjó getur í raun ekkert synt, nema hann sé örfáa metra frá landi og vanur að vera í sjó og í besta galla og um hásumar. Ég efast jafnvel um að sjósundæfingamennirnir Palli Gests eða Gummi B og slíkir myndu treysta á sundið í óhappatilviki á kajak.



Að synda í sjó þegar báturinn er farinn er ekki raunhæf björgunarleið, heldur á að koma sér upp í bátinn sem fyrst. Í því skyni þarf að þjálfa sig upp í að halda bátnum alltaf hjá sér, synda rólega meðfram honum eftir atvikum og alltaf að halda sér í dekklínur - en allra helst: hreyfa sig sem minnst í sjónum til að tefja ofkælingu. Það er tómt mál að tala um að leggjast bara til sunds þegar báturinn er farinn. Kannski má svamla nokkra metra í átt að félagabjörgunarmanni sem kemst ekki nær eða slíkt..

Sundkunnátta kemur almennt að engu gagni í þeim kalda sjó sem sjósportið er stundað í. Þá er það velta, reentry eða félagabjörgun sem er málið. Sumir eru með snúru í sér og í bát.

Aðalreglan. Komdu þér uppí bátinn.

Þeir hjá BCU eru meira að segja búnir að henda í ruslið kenningunni um að synda með bát í land ef óhapp verður í brimi. Enn og aftur: komdu þér uppí bátinn og lærðu að róa honum fullum af vatni.

Þessvegna: Haltu bátnum hjá þér, æfðu endurinnkomu í bátinn, aldrei missa hann frá þér. Ekki streða í sjónum. Ekki synda.

Enn og aftur: Komdu þér uppí bátinn.

En þessi sundnámskeið eru frábær til að gera fólk betra í sundlaugarsundi.

Ég gat bara ekki annað en rýnt til gagns í þá yrðingu að sundkunnátta geri eitthvað fyrir mann í sjó, nema í algerum undantekingatilvikum sem varla eiga við. Það er varhugavert að koma svoleiðis hugmyndum inn hjá byrjendum. Þeir eiga að læra að halda bátnum hjá sér, forðast ofkælingu og hreyfa sig sem minnst í sjó en ekki vera með falsvonir um að góð sundkunnátta bjargi einhverju. Þessi vefur ætti að boða raunhæf björgunarúrræði. Sjósportið er að vaxa mikið og byrjendur eru að lesa þennan vef.

Ef þetta voru of hörð viðbrögð hjá mér miðað við tilefnið, þá afsakið Óli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 des 2008 03:02 #22 by olafure
Fyrir syndaseli was created by olafure
Ef kayakfólk vill komast í betra form ásamt því að geta synt þegar kayakinn er fokinn í burtu eða sokkinn þá vil ég benda á garpaæfingar hjá Brynjólfi Björnssyni. Allar upplýsingar eru á síðunni www.syndaselur.com/ en æfingar eru 3x í viku í hádeginu í innilauginni í laugardalslauginni. Þarna hittist bæði gamalt keppnisfólk og fólk sem hefur aldrei komið nálægt keppni. Ef þessi tími hentar ekki, þá er spurning hvort kayakfólk hittist á öðrum tímum. Þetta er frábær aðstaða til sundiðkana og laugin er vannýtt að mínu mati.
Ólafur E<br><br>Post edited by: olafure, at: 2008/12/21 19:05

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum