Ætla að róa á morgun 20. jan.

11 mar 2009 06:21 #1 by Gíslihf
Við sáum ekki þennan hval núna.
Róið var Lundey og Viðey rangsælis. Veðrið reyndist vera mjög fínt á meðan við rerum undan vindi eða með ölduna á hlið, fínt surf með köflum undirritaður var kominn með stefni vel í kaf undan einni öldunni og skut í lausu lofti.
Það var svo óttalegt puð að komast á móti austanáttinni til baka, en vindur var 10-15 m/s. Allir voru lúnir og líklega var undirritaður sá lúnasti.
Þetta kemur allt með æfingunni!

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2009 06:45 #2 by eymi
Þetta er svakalegt...
:ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 mar 2009 17:37 #3 by Gíslihf
Sælir félagar.

Við stefnum á æfingu og smápuð á þrd. 10. mars, mæting kl. 16, á sjó 16:30. Veðurspá er góð.
(Nýliðar eru minntir á félagsróðra á ld. 9:30/10:00)

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2009 04:10 #4 by SAS
Því miður engar myndir, hef ekki tekið myndavél með vegna birtuskilyrða, þegar við höfum verið að róa svona síðdegis.
kv
SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2009 20:02 #5 by eymi
Eru engar myndir Sveinn? Maður bíður alltaf spenntur eftir þeim :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2009 06:53 #6 by Gíslihf
Ég hugsaði til ykkar en var fjarri góðri æfingu þótt ég legði af stað tímanlega frá Akureyri. Vegagerðin stoppaði ferðalanga í Staðarskála fram til kl. 15:30 og reyndar var ég feginn að komast í skálann því að skyggni var oft ekki nóg til að sjá næstu stiku.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2009 05:34 #7 by SAS
Það var mjög skiljanleg ákvörðun að hætta við róðurinn í upphafi, því úti var töluverð snjókoma.

En við fórum þrír, eins og Ingi lýsir. Þegar við nálguðumst Korpu, þá hætti að snjóa og vindátt breyttist frá NV í austan átt. Hafaldan gekk áfram inn í NV, í allt að 50 cm hæð, en annars í nokkuð sléttum sjó. Þetta reyndist vera kjör aðstæður fyrir surf. Hef sjaldan náð eins miklum hraða á kayak og og við náðum oft að fylgja sömu öldunni tugi metra. Frábær skemmtun.

Eftir mjög skemmtilegar surfæfingar, rérum við Geldinganesið rangsælis, í vaxandi austan átt, í vestan haföldu, þannig úr varð mikið hopperí. Skv vindmæli veðurstofunnar á Geldinganesinu kl. 19:00 voru 15m/s, sem tóku verulega vel í, þegar við höfðum vindinn í fangið.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2009 05:07 #8 by Ingi
Sveinn Axel, Lárus og undirritaður lögðu í hann á auglýstum tíma. Gunnari Inga leist ekki nógu vel á blikuna og missti þar af leiðandi af 13 km í ekta vetrarfíling. Fyrst var hægur nv vindur með éljum og frekar lélegu skyggni en sléttu austan við Geldinganesið. Haldið í austur og í Leirvog og þar voru smá öldur sem stækkuðu ört og voru teknar nokkrar bunur þar og þá var komin stíf austanátt sem blés okkur vestur fyrir Geldinganes þar sem úthafsaldan mætti vindbárunni og má segja að það hafi verið soldið óárennilegt til að byrja með. En eftir að komið var fyrir nesið var allt orðið gott þóað aldan hafi nú verið 2 til 3 metrar. Leggurinn í austur frá endanum var frekar stífur enda bætti stöðug í. Mesta þrekraunin var samt að koma bátunum fyrir á toppi éppana og festa þá þar. Frostið komið í 6° og vindurinn örugglega að nálgast 7 stig. Naglakulið var alla leið heim. :S kveðja, Ingi<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/03/03 22:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2009 21:03 #9 by SAS
Æfingarróður á morgun þriðjudag. Áhugasamir mæti 16:00 í Geldinganesið, róður hefst stundvíslega 16:30.

Ath. Er eingöngu fyrir vana ræðara.

Nýliðar eru velkomnir í laugardagsróðrana. Sjá nánar á heimasíðu Kayakklúbbsins, \&quot;Kúbburinn\&quot;--&gt;\&quot;Til nýliða\&quot;

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 19:34 #10 by eymi
Þannig að ég á kannski séns þótt síðar verði :whistle: .. þar sem maður er fyrrum keppnismaður á skíðum :evil:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 17:43 #11 by SAS
Þetta var frábær æfing í gær. Við rérum aftur á bak í 1 meters öldu, Lárus tók sjálfviljuga veltu í þessu fína ölduróti. Enduðum svo á veltuæfingum í lokin við gámana eftir 14 km róður.

Við Gísli deildum róðrarstjórn að þessu sinni, en það heyrist líklegast eitthvað hærra í mér.


kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 08:08 #12 by Gunni
Þessir æfingaróðrar eru alltaf jafn stemmtilegir og þá sérstaklega hvað náttúran leggur fyrir mann misjafnar þrautir. Ég hef líkt kayak sportinu við skíðamennsku þar sem sjóbátar eru gönguskíði og straumbátar eru svigskíði. En í svona sjólagi minnir sjórinn á þúfur í skíðabrekku þar sem skíðamaðurinn veit að hann beygir hnéin uppi á á þúfunni en réttir annars. Í kvöld vissum við að við færum upp og niður ölduna en bara ekki hvenær. Öldurnar komu hoppandi úr öllum áttum stundum hvítfrysandi eins og í suðupotti. Hvenær á að beygja hné og hvenær rétta, hvað var spurninginn.
Ég hef leyft mér að láta eins og óþekkur unglingur og gera það sem mig langar til í þessum róðrum, því það eru ekkert nema reynsluboltar í kring, eins og Ingi sæfari sem m.a. hefur róið kayak í Mekka (Grænlandi) :)
Svenni er frábær \&quot;leader\&quot; (en samt alltaf \&quot;síðastur\&quot;) og hélt hópum vel saman.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 06:40 #13 by Ingi
Þetta byrjaði svo sem ágætlega og endaði líka í spegilsléttu logni. En millikaflinn var stundum á mörkunum getulega séð. Allavega fyrir mig. En það er alltaf róandi að hafa reynda félaga með í ferð svo að maður þarf ekki að hugsa um nema að halda sjálfumsér ofansjávar. En grínlaust var kaflinn frá Lundey að vesturenda Viðeyjar frekar viðsjárverður og mynduðust þar nokkrar öldur sem náðu að brotna og þá var nú betra að hafa augun hjá sér.:side: Ég heyrði Svein Axel kalla og þá hafði Hörður fengið ókeypis hring, en hann var svo fljótur að snúa sér á réttan kjöl að ég sá aldrei hvað gerðist. Sveinn var leiðángurstjóri og gerði vel í að halda hópnum saman þó að mér ræki stundum útúr hópnum varð maður að gjöra svo vel að hlýða.
Fínn róður sem fer í reynslubankann. Komnir af stað kl 1640 og tilbaka rétt fyrir 19 ef ég man rétt.<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/02/26 07:59

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 feb 2009 05:34 #14 by Gíslihf
Þetta reyndist hinn ágætasti róður. Á sjó fóru Gísli, Gunnar, Hörður, Ingi, Lárus og Sveinn. Leiðin lá um Veltuvík, Gunnunes, Þerneyjarsund, vestur fyrir Lundey, suður fyrir Viðey, um Fjósakletta og inn í Eiðsvík.
Líklega um 14-15 km en einhver félaganna getur greint nánar frá sjólagi og færni hópsins.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2009 22:43 #15 by Gíslihf
Það lítur illa út vindaspáin fyrir þriðjudag, á Kollafjarðarsvæðinu.
Við skulum því hafa æfingu á miðvikudag, þá á að verða skaplegur vindur og lítils háttar frost.
Mæting um kl. 16, á sjó kl. 16:30 eins og verið hefur.
Þessi róður hentar ekki fyrir óvana.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum