Ætla að róa á morgun 20. jan.

19 feb 2009 04:09 #16 by Ingi
Vetraróður með slydduívafi. En þrælgaman að baksa vesturfyrir Viðey í S 8 til 10 ms og vestan hafaldan gaf manni frítt far öðruhverju. Gunnar Ingi, Sveinn Axel, Lárus og ég. Jókó var ekki búinn að kveikja á ljósinu um sexleytið þegar við fórum framhjá ljósinu hennar enda bjart til kl að verða sjö. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 feb 2009 04:00 #17 by SAS
Undirritaður, Gunnar Ingi, Ingi og Lárus rérum Viðeyjarhring í allskonar veðri og sjógangi, allt að 1 metra vindöldur og 2 metra undiralda, snjókoma og töluverður hliðarvindur þegar við komum að suðvestur horni Viðeyjar. Frábær æfing.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2009 23:13 #18 by SAS
Vegna leiðinlegrar veðurspár á morgun þriðjudag, þá er stefnan sett á æfingarróður á miðvikudag. Mæting í Geldinganesið kl 16:00 á miðvikudag.

Allir velkomnir sem treysta sér að halda 7,5 km hraða í ca 2 klst. Slíkur hraði hentar ekki fyrir byrjendur, en er bent á laugardagsróðrana. Sjá nánar á síðunni okkar.

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2009 22:05 #19 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing þrd. 17. feb. ?
Það er spurningin.
Ég er með magapest og hausverk, sem ég held að gangi fljótt yfir - en legg samt ekki í puð á æfingu á morgun (þrd. 17.2. kl. 1600/1630).
Ekki tel ég samt ósennilegt að einhverjir taki til áranna. Veðurspá er ekki góð, 8-10 m/s úr SSA.
Ef einhver ætlar væri gott að láta vita það hér þannig að aðrir geti vitað að þeir verði ekki einir.

Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 17:37 #20 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Æfing þrd. 10. feb.
Gaman að sjá að menn eru að taka þetta föstum tökum og halda sér í formi. Ég fór 14 km í gær frá Nauthólsvík í þessu frábæra veðri. Lítið sem enginn ís á leiðinni og engin bræla frá Álfsnesi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2009 04:42 #21 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Æfing þrd. 10. feb.
Hörður, Gunnar Ingi, Gísli HF og undirritaður voru komnir á flot kl 1645 og í land 1845. 17 km lágu og var tekið vel á. Hittum Orsa og Eyma sem voru við leik í sólinn og blíðunni. Spegilsléttur sjór og fuglalífið byrjað að taka meira við sér. Meðalhraðinn var 7,6 km/klst.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2009 20:17 #22 by palli
Replied by palli on topic Re:Æfing þrd. 10. feb.
Til upprifjunar vegna myndainnsetningar í prófíl:
Notandinn þarf að vera innskráður, smella á \"Korkurinn\" - \"My profile\" - \"Select new avatar\" og þar á að vera hægt að upphlaða mynd sem er allt að 200x500px og <100KB. Prófaði þetta einmitt sjálfur til að tékka á þess og er hér á floti í miklum makindum í félagsróðrinum frá því 1. feb.
Einnig má benda á að í My profile er hægt að stilla hvort maður sér nýjasta eða fyrsta póstinn efst í listanum þegar þráður er opnaður.<br><br>Post edited by: palli, at: 2009/02/10 12:21

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2009 06:54 #23 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Æfing þrd. 10. feb.
Ingi ætlar að mæta á æfingu 10. feb.
Ég var að prófa leiðbeiningar frá Palla formanni um hvernig setja má inn nýja myndi í prófílinn.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 feb 2009 06:28 #24 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing þrd. 10. feb.
Áætluð er æfing frá Geldinganesi þrd. 10. feb.
Mæting kl. 16, á sjó kl. 16:30.
Róið verður rösklega í a.m.k. 1,5 tíma.
Enn þarf að nota ljós í lok ferðar en við munum forðast ísalög, reynslunni ríkari úr síðasta róðri.
Gott fyrir þá sem vilja auka þrekið í róðrinum en hentar ekki fyrir byrjendur.

Einnig er minnt á félgasróðra ld. 9:30/10:00 fyrir alla, byrjendur og vana ræðara.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2009 03:55 #25 by Sævar H.
Nú er langtíma frost og sjóinn leggur. Það sem er einkennandi inni á Sundunum er einkum að fjórar ferskvatnsár renna þar til sjávar , Elliaðaárnar eru mesta vatnsfallið og þessvegna er sjórinn sunnan megin við Viðeyna einkum við austurendann með lágt seltustig og leggur þvi miklu fyrr en að norðanverðu. Það sama á við um Leiruvoginn en þar koma Korpa ,Leirvogsá og Kaldakvísl til sjávar og vegna grynninga leggur þar mjög fljótt vegna mjög lágs seltustigs. Gæta þarf varúðar þegar flekamyndun er og vind hreyfir- að lokast ekki inni í ísflekum... Góða skemmtun :P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/02/05 09:56

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 feb 2009 02:44 #26 by Ingi
Skemmtileg tilbreytni að róa svona í miðri viku og fínt til að ná í aðeins meira þrek.

Við lærðum það í þessum róðri að ef frostið er eitthvað að ráði þá má alveg sleppa því að fara sunnanmegin Viðeyjar vegna íss. Við hefðum sloppið við þetta vesen ef við hefðum bara haldið í norður á milli eyjanna. Það var ekkert að ráði af ís þeim megin við Gufunesið og innaf því.

En þvílík veðurblíða og gaman að puða á eftir þessum jöxlum, sem reru með þéttum takti mestalla leiðina, nema þegar beðið var eftir undirrituðum með ausuna:pinch: .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 feb 2009 06:42 #27 by Gíslihf
Við vorum fjórir í dag 3. feb. Sveinn Axel, Gunnar Ingi, Ágúst Ingi og Gísli H.
Sjórinn var sléttari en í bestu sumarblíðu og fegurðin mikil við sólsetur í vetrarskrúðanum. Okkur fannst það svolítið nöturlegt að á laugardag þegar mælt er með að óvanir mæti í félagsróður er spáð slæmu veðri.
Við fórum umhverfis Engey, hraðinn virtist vera góður og við stefndum á að vera ekki mikið yfir 2 klst. Þá gerðist það að sv við Viðey lentum við í mikilli ísþekju og þar koma að árin gekk ekki í gegn og maður var farinn að mjaka sér áfram með því að berja hnefanum í gegn og toga svo í brúnina á gatinu. Við komum okkur upp í fjöru austan í Viðey og teymdum bátana langa leið.
Þegar haft var samban við ráðherrana heima var maturinn farinn að kólna en farið að hitna vel í sumum sem heima biðu!
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 feb 2009 05:07 #28 by Gíslihf
Stefnum á æfingaróður frá Geldinganesi þrd. 3. feb.

Mæting kl. 16, á sjó kl. 16:30. Róið rösklega í 1,5 tíma - smá puð til að byggja upp úthaldið. Enn þarf að nota ljós.
Veðurspáin segir um 5 stiga frost en nær logn.

Hentar ekki fyrir byrjendur, þeir eru hvattir til að koma í félgasróðra á laugad. kl. 9:30/10:00.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jan 2009 01:27 #29 by olafure
Þetta líkar mér, menn verða komnir í form þegar líður að sumri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jan 2009 04:43 #30 by Gíslihf
Þetta voru yfir 1,5 tímar og mjög rösklega róið, skemmtilegt lens og síðan blindróður í 20 mín móti slyddu.
Vindur var 9 m/s og hviður 10-11 en þetta er þá kaldi eða 4 vindstig eftir gamla kerfinu. Sjá f´na síðu hjá Veðurstofunni með reiknivél og vindtöflu:
andvari.vedur.is/annad/vedurhorn/vindur_c.html

Á sjó voru undirritaður, Sveinn Axel, Gunnan, Hörður og Örsi, en þessir félagar eru \&quot;algjörir naglar\&quot; eins og Maggi Sigurjóns mundi orða það. Ég nefndi það þegar 3 þeirra stoppuðu til að spjalla hvort ég ætti að panta leigubíl og eftir það sá ég bara í bakið á þeim!

Kveðja GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum