Félagsróðrar

15 maí 2009 22:32 #1 by denni
Replied by denni on topic Re:Félagsróðrar
það er óhætt að segja að maður safnaði talsverðri reynslu eftir þennan róður. Taldi mig vera alveg öruggan á eftir sérfræðingunum en róðratæknin klikkaði og ég í strand. Komst hvorki aftur á bak né afram og endaði á hliðinni. Ég þakka fyrir björgunina. Ég held að ég verði duglegur að æfa mig í þessum öryggisatriðum á næstunni, ágætt að fá smá bank í bakið þvi ég var greinilega með einhverjar ranghugmyndir um eigin getu.

Ég mun framvegis gæta þess betur að loka buxnaklaufinni eftir notkun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 maí 2009 07:28 #2 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróðrar
Fottur róður með stór strandi
picasaweb.google.com/maggisig06/20090514...1sRgCMLG1s6AgN-hvgE#
merkilegt en báturinn virðist vera óskemdur eftir þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2009 23:48 #3 by palli
Replied by palli on topic Re:Félagsróðrar
Það var sendur póstur á alla 400 félagsmenn 5. maí með subject \"Félagsróðrar Kayakklúbbsins færast yfir á fimmtudagskvöld\". Búinn að bæta þessu líka inn á dagskrárdagatalið. Nú er bara að mæta duglega í allt sumar ... B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 maí 2009 22:58 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður í dag - 14 maí
Minni á félagsróður á eftir. Mæting kl 19:30 á Geldinganesinu.

Vita félagsmenn almennt um að félagsróðrarnir eru komnir á sumartíma, eru núna á fimmtudagskvöldum , í stað laugardaga áður?

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 18:14 #5 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Félagsróð 7. maí
Meiriháttar ferð.. mikið hopperí, sörf og vindbarningur B)
Skemmtilegt að berjast norður Þerneyjarsundið á móti hvítfyssandi öldum og hávaða roki, fjúka síðan til baka á flottu lensi. Það var svolítið sérstakt þegar maður ætlaði að róa með á lensinu þar þá var bara engin fyrirstaða í sjónum.. ferðin á manni var það mikil.

Á bakaleiðinni var síðan helvíti krefjandi að róa í tidalinu sem Orsi lýsti... en gaman :woohoo: B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 06:39 #6 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Félagsróð 7. maí
Frábær skemtun , náði bara einni mynd þar sem myndavélin klikkaði. picasaweb.google.com/maggisig06/20090507...#5333229510320395058

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 06:30 #7 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félagsróð 7. maí
Óhætt að segja sumarvertíðin hafi byrjað með látum í kvöld. Nú voru ANA 10 metrar og útfall. Farið bara eitthvað útí bláinn og reynt að týnast milli eyja og nesja í hvítfyssandi sjó og hörkuroki. Það mynduðust litlir strokkar á haffletinum, alveg magnað að sjá þetta. Á bakaleiðinni frá Þerney urðu sjaldgæfar aðstæður; útfall í hámarki og duglegur vindur á móti - semsagt bara tidal og læti. Og mannskapurinn á hárréttum tíma fyrir brasið. Hvolfanir og bjarganir alveg hægri vinstri, sörfað og hneggjað. Þessir réru:

Sas
Maggi
Magnús S
Lárus
Eymi
Valdi
Hörður
Orsi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2009 21:54 #8 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 18. apríl
félagsróður í frábæru veðri. 12 sem komu og tóku Viðeyjarhring. Mættum íslandsmeistaranum Ólafi sem kom frá Örfirisey á OceanX. Hann heilsaði aðeins uppá okkur og svo var hann horfinn útí buskann. kaffihlé á hefðbundum stað og farið yfir efnahagsmálin með Þórólfi. 5 til 7 selir voru á vappi á fjörunni fyrir framan. Gæsahópur sem var nýlentur á þarabreiðunni sem var óvenjustór vegna mikillar fjöru hámaði í sig gómsætt fjörufæðið. Margæs eða eitthvað í þá áttina.

Páll var foringi og aðrir voru Halla og Ólafía, Ralph Árni, Stefán, Benedikt, Þórólfur, Bróðir Magga, Þorbergur, Gummi og Ingi.

Veltur og félagabjarganir framkvæmdar skv. öryggisstefnu undir pólverjanesi.
flottur túr og allir mjánægðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 apr 2009 04:39 #9 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Félagsróður 18. apríl
Sveinn Axel stóð sig með mikilli prýði sem róðarstjóri. Farið nákvæmlega eftir öryggisstefnu og kom bara vel út. Allir sem ætla að róa eitthvað í sumar eru hvattir til að koma í þessar ferðir sem eru mundi ég segja nauðsynlegur undirbúningur fyrir sumarið. Svo sundlaug á sunnudag kl 17 þar sem enn eru nokkrir tímar eftir. Manni veitir ekki af að slípa til fínhreyfingarnar í veltunni við notalegar aðstæður. Það var í kaldara lagi að velta í dag.:S

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2009 21:20 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 18. apríl
16 bátar á sjó í morgun. Geldinganesið róið rangsælis í rólegheitum. Kaffipása tekin við sandfjöruna vestan Fjósakletta. Síðan tóku við buslæfingar, veltur og félagabjarganir.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 16:17 #11 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Félagsróður11. apríl
Flottur róður og ekki skemdi veðrið stemminguna
en Gunni þetta kallast að safna í reynslu pokan þú klikkar ekki aftur á þessu atriði:side:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 apr 2009 06:59 #12 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Félagsróður11. apríl
Fín róður, gott veður og góður félagsskapur. Það er enginn róður eins, maður lærir alltaf eitthvað nýtt.
Núna um kæruleysi. Það klikkuðu hjá mér veltur og í sléttum sjó :(
Ástæðan var að að öllum líkindum loft í gallanum. Loftið hægði á mér þegar ég fór niður í veltuna og líklega var ég ekki kominn í rétta stöðu þegar ég byrjaði að snúa mér við aftur. Uppleiðinn var sem sagt óþarflega löng. Það er líklega löng leið á toppinn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 apr 2009 22:36 #13 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróður11. apríl
Góð mæting í dag, 12 manns þar af tvær öflugar ungar konur, Halla og Heiða, hinir voru eftir aldri Páll, Eymi, Ágúst Ingi, Gummi Breiðfjörð, nýji á gula bát, Maggi,Gummi,Lárus, Gunnar Ingi og Siggi. Róið var rangsælis hringur um Viðey. Nýliðar létu ekki ruglingslega ölduna við vesturenda Viðeyjar tefja sig og reru eins og þrautþjálfaðir sérsveitarmenn í var og kaffihlé á hefðbundnum stað þar sem sagðar voru frægðarsögur af þeim sem voru viðstaddir og háðulegar sögur af þeim sem ekki komu.
Mikið hlegið eins og myndirnar sína:


picasaweb.google.com/IngiSig/FelagsroUr1.../5323437321907823234

Fínn róður um 10 km.<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/04/11 15:47

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2009 06:24 #14 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróður 4. apríl
Flott og nákvæm frásögn hjá Sævari. Tók örfáar myndir í dag sem er að finna á picasaweb.google.com/sjokayak

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2009 06:14 #15 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Félagsróðrar
Þetta var góður túr og gaman að sjá svona marga saman komna.. svo var skemmtileg alda að kljást við og smá ágjöf :)

Þar sem bátar klúbbsins eru í misjöfnu ástandi eins og er þá langar mig að benda á að ef einhver er í vandræðum með bát þá á ég einn Prijon, eins og nýr, sem ég geymi þarna í Geldinganesinu, sem hægt er að fá lánaðan eftir þörfum. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum