Félagsróðrar

05 apr 2009 05:43 #16 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróðrar
Þetta er fróðleg og læsileg frásögn hjá Sævari og með hæfilegu kryddi.

Við sem höfum verið að róa tvisvar í viku frá áramótum heyrðum að nýir gestir voru komnir í fjöruna, nýjar raddir í fuglaklið vorsins og það vekur notalegar tilfinningar. Þeir sem vilja taka vorið snemma þeir eiga að ganga niður í fjöru.

Þrír nýliðar voru í ferðinni ungt par og eldri Bandaríkjamaður. Ég fylgdi yngir manninum nokkurn tíma honum til traust og halds, þá spurði hann um kærustuna. \"Ég vil helst ekki missa hana\", sagði hann. Ég sagði honum að vera alveg rólegur, hún væri í miðjum hópi góðra ræðara, allir kæmu lifandi úr félagsróðrum en að vísu ekki alltaf þurrir.

Skömmu seinna valt eldri maðurinn, það er að vísu ekki í frásögur færandi, félagabjörgun og dráttur með toglínu er eðlilegur hluti af þessu sporti, hins vega leist mér ekki vel á það þegar stefnið á bát hans sem ég veitti stuðnin meðan hann var dreginn, var farinn að sökkva nokkuð. Við tæmdum fyrst mannhólfið, síðan framlestina og loks mannhólfið aftur! Þetta bendir til leka milli hólfa og um hríð kveið ég því að við værum að lenda í erfiðari björgun en venjulega.

Þetta var klúbb-bátur sem rétt væri að líta nánar á.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2009 04:05 #17 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Félagsróðrar
Það var fallegt síðvetrar veður og vor í lofti þegar 19 sjókayakræðarar sjósettu bátana við Geldinganesið kl. 10 í morgun- vindur um 6 m/sek ASA. Þegar allir voru komnir á sjó voru sjómenn og konur kölluð saman í hóp. Kynntur var fararstjóri eða öllu heldur róðrarastjóri sem hafði verið skipaður leiðsögu og umsjónarformaður róðursins sem framundan var. Hann kynnti síðan fyrirkomulag róðursins ásamt því að farið var yfir öryggisatriði róðursins. Hann skipaði forystu menn í róðrinum og þá sem lestina mundu reka- allt þaulvanir kayakræðarar. Að því búnu hófst róðurinn. Róið var með Fjósaklettum norðan Gufuness og þaðan að Sundbakka í Viðey. Krægt var fyrir Þórsnesið og stefnt á Drápsnesið vestan Kríusands. Nokkur SSA ylgja var og hafði heldur bætt í vind. Sjófuglar voru að byrja að finna sér hreiður fyrir varpið í vor- allt að lifna við. Þegar komið var fyrir Virkishólinn var ákveðið að hafa kaffipásu á Eiðinu ,sem skilur að Austurey og Vesturey Viðeyjar. Setið var við skemmtilegt kaffispjall undir Hjöllunum í um 1/2 klst. Og áfram var síðan haldið vestur með Vesturey, en stuðlaberg hennar er einkar fallegt. SSA vindinn hafði heldur lægt og stillt í sjóinn. Þegar sveigt var fyrir Helguhólinn sem er vestasti hluti Viðeyjar - tók á móti okkur nokkur vindstrengur frá Kollafirði með tilheyrandi krappri öldu. Þarna við Helguhólinn var mikið björgunarafrek unnið af Íslendingum þegar kanadíski tundurspillirinn Sceena strandaði þarna í illviðri 1943. Þegar við fórum að nálgast Kambinn , sem er nyrsti hluti Viðeyjar, var farið að taka í handleggina við róðurinn. Vindinn hafði heldur hert - var um 10-12 m/sek og aðfallsstraumurinn gerði ölduna krappari og misvísandi. Nú fór að reyna á þá sem voru aftastir . Einn velti , en var snarlega komið um borð aftur. Nokkrir fengu toglínu frá hinum vanari til að létta sér róðurinn. Undirritaður sýndi dálítið sjálfstæði við stefnuna og var snarlega beðinn um að koma sér á beinu brautina aftur- því var hlítt. Vindstrengurinn og aldan var síðan á móti okkur allt inn að Eiðinu á Geldinganesinu þar sem róðrinum lauk.
11 km róður á 3 klst. og allir hressir og kátir þegar lent var í fjörunni. Mjög góðum félagsróðri Kayakklúbbsins var lokið með sóma- Takk fyrir forystumenn og róðrarfélagar. :P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/04/04 21:20

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2009 02:02 #18 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Félagsróðrar
Finn róður, gaman að sjá svona marga.
Trakkið er hér:

www.facebook.com/photo.php?pid=30289290&id=1470833382

Góða helgi.
Ingi

btw er klukkan á vefsíðunni ekki +1 ?

Post edited by: Ingi, at: 2009/04/04 19:05

File Attachment:


Post edited by: Ingi, at: 2009/04/16 13:19

File Attachment:


myndin tengist atburðnum óbeint

Post edited by: Ingi, at: 2009/04/16 13:53

Post edited by: Ingi, at: 2009/04/16 13:54
&lt;img style=\&quot;visibility:hidden;width:0px;height:0px;\&quot; border=0 width=0 height=0 src=\&quot;counters.gigya.com/wildfire/IMP/CXNID=20...FmZSZvZj*w.gif\"; />






&lt;div id=\&quot;container\&quot; style=\&quot;background-image: url('p.webshots.net/images/logo/footer_background_sn_1x1.gif'); width: 425px;\">
&lt;a href=\&quot;good-times.webshots.com/photo/2191309360100365361ZclamC\"; target=\"_new\">
&lt;div&gt;&lt;img src=\&quot;image16.webshots.com/16/3/9/36/219130936...1ZclamC_ph.jpg\"; border=\"0\" width=\"425\"></div>
&lt;div style=\&quot;text-align: right;\&quot;&gt; &lt;img src=\&quot;p.webshots.net/images/logo/footer_logo_w..._sn_185x24.gif\"; border=\"0\"></div>
&lt;/a&gt;
&lt;/div&gt;<br><br>Post edited by: Ingi, at: 2009/04/19 14:57

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2009 01:50 #19 by SAS
Replied by SAS on topic Félagsróður 4. apríl
Hvorki meira né minna en 19 bátar á sjó undir róðrarstjórn Örlygs. Viðeyjarhringur róinn réttsælis. 3 byrjendur, og nokkrir að dusta rykið af bátnum sínum eftir langa vetursetu. Flottur vorróður þar sem félagabjörgun og róðrartaugar voru nýttar.

Er einhver í félaginu með ábyrgð á búnaði félagsins? Ástand kayakana er afar lélegt, stýrin á bátunum eru öll óvirk.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2009 02:52 #20 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Félagsróðrar
Hafa ekki félagsróðrarnir farið yfir á fimmtudagskvöld undarfarin ár, eftir Reykjavíkurbikarinn sem verður 2. maí.
kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2009 02:31 #21 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Félagsróðrar
Það er venjulega mæting um 9:30 og sjósetning kl. 10.
ég er ekki viss um hvenær róðrarnir færast yfir á fimmtudagskvöldin.
Veður virðist vera að hlýna og spáð SSV 6-8 m/s.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2009 02:20 #22 by Sævar H.
Félagsróðrar was created by Sævar H.
B) Hvenær mæta menn og konur til félagsróðra að morgni laugardaga - í Geldinganesi ? Og hvenær er ýtt úr vör ? :woohoo: Það er komið nokkuð ryk á búnaðinn hjá mér og sennilega heppilegt vorveður á morgun í vorverkin. :P

kveðja...
Á Leiruvogi um þorra - 8 °C

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/04/03 19:34
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum