7.-9. ágúst: Króksfjörður - Reykhólar- Akureyjar

13 ágú 2009 07:31 #1 by Páll R
Stöðug ágjöf!

Læt þetta nægja að sinni. Geri þetta svona þar sem netalbúm er mér enn framandi hugtak.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:27 #2 by Páll R
Dýralíf í Breiðafirði
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:26 #3 by Páll R
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:25 #4 by Páll R
Breiðdal í efra Breiðholti.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:21 #5 by Páll R
Já ferðin var góð. Ég ætlaði að setja nokkrar myndir inn á korkinn í einu skrefi. Það tókst í fyrra, en er ef til vill ekki hægt lengur, svo ég kem þeim inn einni og einni.

Fallegur prímus Magnús!
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:17 #6 by Páll R
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 07:14 #7 by Páll R
Reyni að koma mynd inn
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2009 06:53 #8 by Páll R
<br><br>Post edited by: Páll R, at: 2009/08/13 00:13
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2009 03:50 #9 by maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2009 22:19 #10 by Sævar H.
10.ágúst 2009

Að loknum sjóróðri um norðanverðan Breiðafjörð

Á tjaldstæðinu á Bæjarey-Akureyjum


Þetta var afbragðssjóferð um áhrifamikla náttúru – eyjanna austan og sunnan Reykhóla. Veður sem og sjór – var stillt.
Nokkur kynni fengust af straumum sjávarfallanna . Þegar best lét í einum straumálnum austan Reykhóla sýndi hraðamælirinn á GPS tækinu um 7 km hraða á bátnum- án róðurs-ljúfur ferða máti þar.

Og síðan á leiðinni frá Akureyjum fengust nokkur kynni af Hrúteyjarröstinni , þegar við fórum austan við Arnórseyjar.

Það var mikill fengur í að hafa þá einn reyndasta straumvatnsræðara landsins , hann Gumma J. , við leiðsögn yfir strauminn. Þó straumurinn hafi ekki verið mikill- þá er aðferðin sú sama og við meiri straum.

Tjaldstæðið í vikinni við Naustatanga í Borgarlandi milli Berufjarðar og Króksfjarðar var alveg frábært. Og ekki spillti að koma að á háflóði og fara einnig á háflóði- en útfiri er griðarlega mikið á þessum slóðum.

En þegar komið var í Akureyjarnar var háfjara - en að byrja að falla að. Það verða miklar landsslagsbreytingar þarna við flóð og fjöru. Akureyjarnar eru nytjaðar enn í dag – þó ekki sé lengur búið í eyjunum.

Æðarfuglinn sér um sumarafurðirnar- æðardúnninn er verðmæt vara. Mjög snyrtilegt er á bæjarstæðinu á Bæjarey og öllu vel við haldið. Og gæsaungarnir þrír sem voru teknir í fóstur í vor – buðu okkur velkomin-enda að verða fullorðnar gæsir... Gott var að dvelja í Akureyjum...

Sum okkar luku róðrinum við Innri Fagradal, innan Skarðsstrandar ,en meirihlutinn réri allt til Salthólmavíkur sem er um 10 km austar. Mikil ánægja var með þessa velheppnuðu ferð.

Reynir Tómas Geirsson hefur haft veg og vanda af þessum sjókayakferðum allt frá árinu 2004- um eyjasvæði Breiðafjarðar-í byrjun ágústmánaðar ,ár hvert. Vinsældir þeirra hafa verið miklar enda eitt skemmtilegasta róðrarsvæði landsins . Nú tóku þátt 33 kayakræðarar og stóðu sig allir með prýði.

Allt þar til nú hafa þetta verið róðrar með miklu róðrarfrjálsræði sem var ágætt þegar ekki var mikill fjöldi ræðara – en með vaxandi þátttöku hefur orðið að auka aðhaldið utan um hópinn- til aukins öryggis. Tekin hefur verið upp sama aðferð og notuð var í seinni heimstyrjöldinni við siglingu farskipa yfir Atlantshafið- í skipalestum (convoy) með umsjón herskipa. Sá máti reyndist vel í stríðinu. Öryggið varð meira.

Og nú fara forystukayakmenn með góða reynslu fremst og aftast – síðan eru aðrir á hliðarlínunni til að halda hópnum sem þéttast á róðrinum. Gott talstöðvasamband er síðan stöðugt á milli varðkayakanna.... Síðan eru merkjagjafir með árum þegar stöðva skal róður og þétta hópinn. Allt er þetta orðið hið tæknilegasta. Þegar íslensku skipin sigldu í „convoy „ á stríðsárunum gekk það mjög vel- utan eitt skip sem var gamalt og ganglítið en sjóskip gott. Skip þetta hét Selfoss. Vegna ganghraða teygði hann oft óhæfilega á skipalestinni. Þá brugðu „convoy“ stjórarnir á það ráð að leysa Selfoss undan skyldum skipalestanna- hann sigldi því einskipa til stríðsloka og mörg ár eftir það- farsælt skip...... Kannski er undirritaður að komast í stöðu Selfoss gamla - í kayakconvoy – sumarferðanna....?

En takk fyrir frábæra ferð...sjóferðafélagar.

kveðja, Sævar H.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2009/08/15 20:45
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2009 18:55 #11 by Valdi_Kaldi
Geðveik ferð, ég og pabbi þökkum fyrir okkur.

Valdar myndir eru á:
www.facebook.com/album.php?aid=134952&am...759107305&ref=nf

Og róðraleiðin í bútum á:
sportstracker.nokia.com/nts/user/profile.do?u=k.v.k
Eitthvað er Google Maps samt ekki búinn að ljósmynda þessa staðsetningu nógu vel!

Með kveðju,
Valdi og Kristinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2009 18:18 #12 by SAS
Frábær ferð eins og alltaf og góðir félagar.

Myndir að finna á www.facebook.com/album.php?aid=2029749&a...344&l=92da0b28bd


Takk fyrir okkur
kveðja
Sveinn Axel og Hildur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2009 06:18 #13 by Reynir Tómas
Frábær helgi, 33 ræðarar fóru, sumir frá Salthólmavík og í Króksfjörðinn, þar sem hinir bættust við, síðan farið yfir að Borgum þar sem mjög góður tjaldstaður fannst fyrir 22 tjöld, næsta dag var róið í ljúfu veðri að Pjattarsteini, inn Berufjörð og út með Reykhólum via Hrísey þar sem örnin heilsaði mannskapnum og straumurinn fleytti liðinu meðfram \&quot;hlíðinni minni fríðu, hjalla meður grænu\&quot; fram að Karlsey, þaðan yfir í Akureyjar, frábærlega fallegan stað. Kvöldvaka, varðeldur. Rjómalogn í dag inn að Fagradal og í Salthólmavík, og þeir sem fóru allan hringinn náðu nær 60 km róðri. Rigning var mestanpartinn aðeins vægar skúraleiðingar nema aðfaranótt laugardags meðan allir sváfu......:) :) :) :) :). Magnús Sigurjóns stýrði róðri með góðri aðstoð og kerfi fararstjóra og róðrarstjóra er komið til að vera.
Þakka öllum í þessum samstillta hópi skemmtilega samfylgd.....:) :) :) :) :)<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/09 23:19

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 ágú 2009 19:00 #14 by Reynir Tómas
Þrátt fyrir rigningu hér í höfuðborginni í dag er spáin fyrir svæðið á vedur.is bara ágæt. Höldum því okkar striki. Eru allir með far fyrir sig og báta sína? Ef ekki, látið vita (s. 824 5444) og ég minni á að vera komin tímanlega á morgun að Geiradalsá.:)
Nokkrir vanir ræðarar ætla að hefja róðurinn í Salthólmavík við bæinn Ása í Saurbæ sunnan í Gilsfirði og róa að Geiradalsá. Þeir sem hafa áhuga á því gætu haft samband við Magnús Sigurjóns (s. 897 3386).<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/06 15:01

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2009 05:14 #15 by Reynir Tómas
Þeir sem eru með, og ég vona að ég telji alla, - ef ekki bið ég þá að bæta sér við eða hringja aftur til mín (s. 824 5444), eru: Reynir og Steinunn, Sveinn Axel og Hildur, Lárus, Kristinn og Karl Valdimar, Ólafía, Guðmundur B., Guðmundur Breiðdal, Eymi, Gísli Karlsson, Þorgerður Hlöðversd. og Hafþór + etv. Sigurður Sverrisson, Ólafur Egilsson, Þórólfur og Jóna, Finnbogi, Magnús Magnússon, Magnús Nordal, Magnús Sigurjónsson (Maggi), Sævar , Páll Reynisson, Þóra, Klara, Margrét og Einar, Svavar, Jóhanna, Ari Gauti (alls 29-30). Við erum nú orðin nokkuð fullskipaður hópur fyrir róðurinn.

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 22:15

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/05 10:22

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/05 15:12

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/05 18:21

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/05 22:31<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/06 20:09

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum