Sæl öll, það gæti líka orðið úr að taka kerruna frá kayakklúbbnum Sviða með, svo það ætti ekki að verða vandamál að taka alla báta og annan farangur. Hafa má samband við mig í s. 824 5444 og fylgjast með á korkinum. Veðurútlitið er ágætt, 2-4 m/sek í vind, þ.e.a.s. nærri logn og etv. svolítil rigning á föstudagskvöld en annars þurrt og jafnvel sól á milli = gott ferðaveður
. Ég minni eins og Maggi á vatnið, en sennilega má byrgja sig upp á miðri leið við þörungavinnsluna í Karlsey. VHS talstöð klúbbsins verður með.
Háflóð á föstudag verður um kl. 20.30. Það þarf undirbúning á staðnum, m.a. að fara með 1-2 bíla í Ytri-Fagradal og 1-2 að bænum Ásum við Salthólmavík; í það þarf að reikna 1 klst. Ábúendur vita af okkur.
Við reiknum því með að allir verði komnir á staðinn um kl. 18 (= ekki fara seinna en kl. 14-14.30 af höfuðborgarsvæðinu), svo þarf að hlaða bátana og reikna með að leggja af stað um kl. 19.30 eða rétt upp úr því. Menn geta komið úr Reykhólum (Karlsey) á laugardeginum, en við reiknum með að verða þar um kl. 13-15 og auðvitað má róa og mæta hópnum.
Ég minni sem fararstjóri á útbúnaðarlistann og öryggisreglurnar sem Sveinn Axel setti inn hér að ofan, lítið yfir það. Ég hef beðið Magnús Sigurjónsson (Magga) að vera róðrarstjóra, við höldum hópinn vel og munum skipa menn hvern dag til að fara fyrstir og vera síðastir.
Ferðin ætti að geta orðið mjög góð og nú eru a.m.k. 20 skráðir og sennilega nálgumst við 25 þegar að róðri kemur, ef ekki fleiri. Það þarf ekki samflot frá Rvk., nema ef menn vilja þá má hittast við Select við Vesturlandsveg t.d. kl. 14.
Við upphaf ferðar athugum við hverjir vilja á sunnudag fara í Salthólmavík og hverjir vilja fara styttra og stoppa alveg í pásunni sem verður við Ytri-Fagradal. Salthólmavík verður væntanlega náð þegar er að fjara út eða byrja að fjara inn, allt eftir því hve snemma við förum af stað úr Akureyjum, en það mun erfiðast að koma þar að í víkina við háfjöruna. Best er að fara inn þegar flæðir. Hlökkum til góðrar ferðar.
Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 19:02
Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 21:17<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2009/08/04 21:20