Hring róður 2010

16 júl 2010 14:47 #1 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Þetta kemur vel fram hjá Eyma hér á undan , og ég tek undir þetta var frábær túr .
Það verður víst að bíða enhvað eftir veðri aftur til að geta haldið áfram en við mátum það þannig að þetta yrði leiðindar puð alla leið á Ísafjörð og ekki nógur tími til að bíða dag og dag
en það kemur dagur eftir þennan dag og þetta klárast á endanum ég þarf bara að laga samband mitt við veðurguðina :)

Hér eru nokkrar myndir
picasaweb.google.com/maggisig06/BrjanslKurPatreksfjorUr#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2010 18:49 #2 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Hring róður 2010
Ég vil byrja á að þakka Magga fyrir frábæran túr, varla hægt að vera í betri höndum í þessu sporti. Kallinn var með allt á hreinu.. sjávarföll, strauma, tilkynningarskylduna, þrjá eða fjóra farsíma og mat til margra vikna held ég. Að minnsta kosti var báturinn hans alltaf helmingi þyngri en minn þegar við tókum land og sjósettum :)
Að róa þessa leið er ógleymanleg upplifun og algjörlega einstakt að finna hversu smár maður er undir björgunum miklu, ég held ég hafi aldrei borið eins mikla virðingu fyrir nátturinni og öflum hennar áður.
Enda þótt við værum mjög heppnir með veður og sjólag þá vorum við reglulega minntir á hversu lítilmótlegir við værum, því hvar sem einhver skörð voru í bjargbrún blésu þær á okkur sterkum hviðum svona eins og af stríðni. Það sem bjargaði okkur var að maður sá þær koma, þar sem þær leyndu sér ekki á yfirborði sjárvarins, og gat því verið viðbúinn að taka við þeim.
Einnig fannst mér stór merkilegt að sjá allar þessar afskekktu víkur, Keflavík, Skor, Látravík, Breiðuvík, Kollsvík og Hænuvík, og í fyrstu á maður erfitt með að skilja hvernig mönnum datt í huga að setjast að á einhverjum af þessum stöðum, en svo einhvern veginn skynjar maður að þar hafi myndast sérstök tengsl manns við náttúr, einhvers konar virðing... sem meira mætti vera af í dag :huh: (Orðið full háfleygt) :lol:

Maggi er með allar myndirnar sem hann setur örugglega inn fljótlega.

Stórkostleg róðrarleið, alla leiðina!

PS, við Maggi vorum einstaklega montnir eftir að við þveruðum Patreksfjörð í þó nokkrum hliðarvindi og aðfalli, plottið okkar var eins og teiknað með reglustiku B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2010 09:53 - 14 júl 2010 09:58 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Thetta er buid ad vera frab rodur thessa 3 daga nu er bara ad bida eftir naesta vedue glugga
,frabaer rodrafelagi hann Eymi hann minti mig ekkert a John og eg gat notid ferdarinnar med godum felaga

er i sumarbustad gef betri skyrslu thegar eg kemst i tolvu

kk Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2010 10:22 - 13 júl 2010 13:02 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Þeir félagar Maggi og Eymi réru í gær ,þann 12.júlí ,frá Látrum og til Patreksfjarðar.
Ég sló á þráðinn til Magga í gærkvöldi. Samkvæmt veðurspá er útlitið með framhald róðra norður með Vestfjörðunum ,óljóst, vegna slæmrar norðanáttar.
Það er slæm vindátt vegna mikillar öldumyndunar og allt á móti. Þó koma góðir stuttir kaflar inn á milli.

Þeir félagar ráða því ráðum sínum nú þarna á Patró.
Fram að þessu hefur róðurinn gengið vel allt frá Brjánslæk. Látraröstin fyrir Bjargtanga var á góðu róli og straumlaust. En fyrir Bjargtangana var mjög misvindasamt. Vindur fór í hviðum í um 23 m/sek en annars hægur vindur.
Róðrarvegalengdin í gær var um 34 km. En nú bíðum við spennt með framhaldið.
Á þessum þrem dögum hafa þeir róið um 117 km. vegalengd

Kort af róðrarleið um Breiðafjörð og Vestfirðina
picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5493337536548018722

Frá Patreksfirði

Kl 12 . þann 13.júlí 2010
Eftir samtal við Magga nú í hádeginu er ljóst að þeir félagar gera hlé á róðrinum norður Vestfirðina-vegna ríkjandi norðanáttar næstu dægrin.

Það hefði orðið hreinn þrældómur að róa gegn haföldunni norðan úr heimskautinu í bland við 10 -20 m/ sek mótvind.

Þeir skreppa því til síns heima um sinn.
Dagurinn í gær var ágætur utan þess að róðurinn fyrir Blakknesið var strembinn vegna straumrastarinnar sem þar myndaðist á löngum kafla.

En það er baráttuhugur í Magga þó hann hafi verið alveg einstaklega óheppinn með veður á þessari hringferð sinni. En svona er Ísland aldrei á vísan að róa. :dry:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2010 12:09 - 12 júl 2010 12:41 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Þeir félagar Maggi og Eymundur lögðu af stað frá Látrum um kl 10 í morgun þann 12.júlí 2010 og stefna norður með Vestfjörðunum. Meðfylgjandi er kort af róðrarleið þeirra frá Brjánslæk til Látra :P
Veður er gott hæg undiralda 0,5 m ölduhæð útaf Blakknesi. Vindur er 8 m/sek á Bjargtöngum SSA og blæs í hviðum í 23 m/sek. En Vindur hjá þeim félögum er hægari sunnanátt en getur gengið á með hvössum hviðum af fjalli eins og á Bjargtöngum-það er eðli vinds sem kemur niður af fjalllendi. Hiti er um 12 °C . Ég reyni að ná sambandi við þá þegar þeir taka land. ;)

picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5492989667507208482

Breiðavík, en þar róa þeir um í dag
;)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2010 22:51 - 11 júl 2010 23:36 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Já Maggi er aftur tekinn til við hringróðurinn.
Og nú var byrjað þar sem frá var horfið-á Brjánslæk í Vatnsfirði á Breiðafirði.
Nú er þeir tveir félagarnir Maggi og Eymundur.

Þeir lögðu af stað frá Brjánslæk eftir hádegi þann 10 júlí 2010 og reru í einum spreng að Heggstöðum á Barðaströndinni-það varð 29 km róður.
Þeir voru þar um kl 18.30 og létu fyrirberast til um kl 8 þann 11.júlí.

Eitthvað hafa þeir fengið sér kjarngott í morgunmat því þeir eru komnir í Keflavík austan Látrabjargs um kl 15.30. Smá stopp höfðu þeir í Skor undir Stálfjalli austan Rauðasands.

En þeir láta ekki staðarnumið heldur leggja í róðurinn fyrir hið 14 km langa Látrabjarg og fyrir Bjargtanga - allt til Látra .
Dagleiðin hjá þeim félögum var því drjúg eða 54 km.

Veðurútlit á leið þeirra norður með Vestfjörðunum er þeim hagstætt næstu daga.

Ekki hef ég upplýsingar um sjólag eða veður svona almennt á þessari löngu leið þeirra en í morgun voru 7 m/sek á Bjargtöngum en 23 m/ sek í hviðum. Þeir láta fyrirberast á Látrum í nótt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2010 20:04 - 08 júl 2010 20:04 #7 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Sæl öll aftur
það er breyting á planinu , við Eymundur ætlum að byrja á Brjánslæk á laugardag og róa til fundar við Dóra á Ísafyrði.
Áætlum að verða komnir á Ísafjörð á fimmtudag og róa svo inn að Reykjanesi á föstudag til að komast í bað áður en við verðum sóttir.
En ég ætla að halda til á Ströndum enhverja daga til viðbótar ,verð keyrður í Norðurfjörð og svo ????

kv :) Maggi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 júl 2010 19:23 #8 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Jæja þá , er ekki komin tími á að fara að halda áfram.
ég er að stefna á að fara í Hrútafjörðinn á laugaraginn kemur og róa þaðan til Húsavíkur , svo ætla ég að reyna að stoppa í götin í águst .
Eymi ætlar að róa með mér til að byrja með en það eru allir sjálfbjarga ræðarar velkomnir að slást í hópinn.
planið er að vera á Húsavik 17 -18 júlí.

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2010 08:26 #9 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Ég skyldi við John á Hólmavík þar sem ég hjálpaði honum að sjósetja , en til stóð að ég myndi keyra hann í Reykjanes og hann myndi róa til Ísafjarðar á fund við Dóra en hann skipti um skoðun og ákvað að einbeita sér að norður ströndinni og reyna að ná Norðfyrði fyrir 6 júli , en þá hefur hann ákveðið að hætta og fara heim.
Hann hefur sagt það sjálfur að Island sé miklu tormeltara en hann hélt og lángt fyrir ofan hans getu , hann ætlar að reyna þetta í samvinnu við veðurguðina , hann vill ekki berjast við þá.

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2010 19:11 - 22 jún 2010 12:07 #10 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Það er raunhæft hjá John að leggja frá sér drauminn um hringróður um Ísland-um sinn..
En hann hefur klárlega notið allra róðranna sem hann hefur róið frá því hann lagði af stað með hóp ræðara frá Geldinganesinu 1. júní 2010- og bætt við sig mikilli reynslu af hafinu við Ísland-veðri straumum og sjólagi.
Veðrið var honum óhagstætt lengst af. Nú mætti ætla að gott væri að hafa náð að róa að Skaga. En ansi mikið vantar inn í leiðina þangað.T.d leiðina frá Arnarstapa fyrir Jökul í Stykkishólm. Frá Brjánslæk og alla Vestfirðina og inn Húnaflóann Væntanlega hefur hann lagt upp frá Hrútafirði eftir að hætt var í Þorskafirði. Fróðlegt ef Maggi upplýsti fréttafíkla um það...

Lagt upp í hringróður um Ísland 1.júní 2010
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2010 18:53 #11 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
John er nú á Skaga og var skammt norðan við Skagaströnd í gærkvöld 19. júní og hefur skrifað um ótrúlegt fugla- og selalíf á leiðinni frá Steingrímsfirði.

Hann er hættur við hringinn en mun róa áfram næstu daga.
Það tók mig lengri tíma að skilja að "heima er best" og Maggi er ekki kominn svo langt ennþá!

Þið getið séð nýjustu færslur hans á slóðinni:

www.johnpeaveler.com/

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2010 09:57 #12 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Hér eru nokkrar myndir
picasaweb.google.com/maggisig06/Fer#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2010 16:50 #13 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Kominn heim í pásu til 7 júli , það verður víst að vinna með þessu.
En þetta er búið að vera frábært æfintýri , smá þrjóska í KÁRA en maður vinnur það bara upp seinna . B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2010 16:43 #14 by palli
Replied by palli on topic Re:Hring róður 2010
Veit ekki hvað er að þessu upload drasli. Allt virðist eðlilegt, en upp fara skjölin og myndinar ekki.

Reyni að kippa þessu í liðinn fljótt

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2010 15:36 - 15 jún 2010 15:38 #15 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Hring róður 2010
Næ ekki að upload PDF skjali. Veit einhver hversvegna ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum