Hring róður 2010

07 jún 2010 09:47 #31 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Þá er kallinn komonn með fulla skoðun aftur , ætla að koma mér vestur á Stykkilshólm á morgun .
ég verð að geyma Svörtuloftin aðeins en tek þau yfir helgi seinna í sumar .
Planið er að leggja af stað yfir Breyðafjörðinn snemma á miðvikudags morgun .

kv Maggi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2010 23:21 - 06 jún 2010 23:22 #32 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Hring róður 2010
Við Gísli Karls áttum frábæra 4 daga með Magga og John, þetta er eitthvað sem væri gaman að endurtaka á öðrum róðrarsvæðum á hringferðinni hans Magga. Vonandi kemst Maggi sem fyrst á sjó aftur.

Vind lægði í gær um kvöldmatarleitið en undiraldan var enn stór og djúp. Við ákváðum að dvelja síðustu nóttina á Arnarstapa og skoða svo klettana milli Arnarstapa og Hellnar.
Það endaði með miklum myndatökum og "rock hopping"

Vorum við Gísli sóttir um hádegið. Skutluðum John með bát og búnað yfir í Ólafsvík, en þaðan ætlar hann að róá inn Breiðafjörðinn, amk meðan hann er einn á ferðinni.

Tók töluvert af myndum sem er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20100606StraumfjordurHellnar#

Þessir 4 dagar voru frábærir, nýtt róðrarsvæði og innlegg í reynslubankann. Það er mjög sérstakt að róa í 2-3 metra undiröldu í eggsléttum sjó, þ.a. sjóndeildarhringurinn og hafflöturinn renni saman og trufli sjónsviðið. Maginn var alveg tilbúinn til að snúa sér. En þá rérum við þétt saman, til að brjóta upp sjónlínuna.

Ég tapaði ég Garmin Oregon tækinu, treysti á smelluna sem fylgdi tækinu og með band í smelluna. Fékk öldu á mig við Akra sem tók tækið með sér, en skildi smelluna eftir. Héðan í frá verður þurrpoki utan um þessi tæki, ekki hægt að treysta á þessa fylgihluti. Tryggingamiðstöðin fær víst heimsókn á morgun.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2010 09:20 #33 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Sælir allir félagar og takk fyrir að fylgjast með.

þetta var mikill drama dagur , við lögðum upp kl 10 í það sem við hjéldum að yrði blíðvirðis róðrardagur , en þegar við komum út fyrir nesið við Búðir fengum við að vinna fyrir hlutunum.
samvæmt vindmæli sem við vorum með voru 15 m/s úr vestri þessu fylgdi 1m+vindalda ofaná 2-3gja metra haföldu úr ssv , en hún er farin að rísa ansi hressilega svona nærri landi.
Þessir 15 km tóku okkur 4 kl í erfiðum róðri og er ég mjög þakklátur fyrir að Sveinni og Gísli voru með ég hefði ekki viljað vera einn þarna með John , hann hefur aldrei séð annað eins og hvað þá að mönnum skuli detta í hug að róa í þessu.

En þá að olboganum ég fékk slæman hnikk á hægri hendina þarna í verstu látunum , eftir miklar vangaveltur ákhvað ég að láta sækja mig og fara til læknis strax í fyrramálið þar sem lúkan á mér er alveg dofin eftir þetta .

Ég vonast til að fá enhverja töfralausn á þessu í hvelli því ég er ekki HÆTTUR !
ég mat það þannig að það væri betra að láta líta á þetta strax heldur enn að halda áfram og skemma meira og vera kanski dæmdur í stopp eftir 2-3 daga.
Verð vonandi með fréttir af þessu fyrir hádegi á morgun.

kk Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2010 20:05 - 05 jún 2010 20:06 #34 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Þetta er slæmt að heyra. Þessi áhætta með handleggina er alltaf til staðar- frá öxl og fram í fingur . :(

Mig furðar á þessari miklu ölduhæð þarna. Öll öldudufl frá Bakkafjöru og til Látrarastar eru að mæla 1,1 m til 1,6 m ölduhæð. Vindur er allstaðar orðinn hægur og hefur verið frá því í morgun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2010 19:17 #35 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Einhverjir sem hafa fylgst með SPOT-merkjum þeirra félaga eru liklega farnir að undrast að þeir hafi aðeins lagt 15 km að baki frá því í morgun og ekki farið lengra en að Arnarstapa.
Kona mín stakk upp á því að þeir hefðu lent í einhverjum gleðskap við höfnina af því að á morgun er sjómannadagurinn!
Ég velti því fyrir mér hvort landverðir hefðu krafist þess að leiðangurinn færi á einum degi frá Arnarstapa og norður fyrir þjóðgarð að Hellissandi!

Ég sendi því SMS á Magga og hann hringdi um hæl og sagði farir sínar ekki sléttar. Á leiðinni frá Búðum að Arnarstapa var 2-3 m hafalda úr suðri og svo bættist við vindalda á móti úr vestri. Í einhverju varnaráratakinu fékk Maggi slæmt högg eða átak á olnbogann en hann fór í aðgerð á olnbogum fyrir ári. Þetta versnaði bara þegar leið á síðdegið og hann ætlar því að hitta lækni í bænum um helgina og taka svo ákvörðun um framhaldið.

Maggi mun sjálfu segja okkur nánari fréttir.

KV. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2010 11:28 - 05 jún 2010 23:05 #36 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Já, þau segja oft lítið veðurkortin um sjólagið. Stafalogn séð á veðurkorti segir lítið um öldufarið. Öldufarið er arfleifð vinda sem hafa blásið um tíma og langt að komnir.Einnig æsa sjávarfallastraumar ölduna upp. Öldufarið er því í ætt við sagnfræði.

Það má líkja róðraraðstæðum gærdagsins við suðurströndina . Öll hin 55 km leið sem þeir réru var meðfram sandströnd og fyrir opnu úthafinu. Lendingarskilyrði í brimi eru því þau sömu og þó vegalengd milli sandanna sé ósambærileg.

Eins og Gísli segir hér að framan þá lögðu þeir félagar ,fjórir að tölu, upp frá Búðaós upp úr kl 10 í morgun.

Nú er aðfall og því hægara í sjóinn og það er smástreymt sem auðveldar þeim róðurinn .
Nú er það spurningin hversu langt þeim sækist róðurinn í dag.
Það eru 35 km frá Búðum í hina góðu lífhöfn ,Dritvík.

Sennilega er gott hjá þeim að láta fyrirberast þar í nótt og leggja þaðan upp í áfangann fyrir Nesið.

Á þeirri leið eru Svörtuloft þar sem sjólag getur verið afar erfitt fari straumur gegn vindi. En á morgun verður lítill straumur og mjög hægur vindur þeim mjög hagstæður. Svörtuloft eru ekki árennileg – 4 km langt strandberg þar sem engir lendingamöguleikar eru fyrir hendi. Eins gott að vanda til róðra þar um.

Frá Dritvík eru síðan um 26 km til Hellisands og 37 til Ólafsvíkur.

Nú er spennandi að sjá hvernig þeir róðrarfélagar meta stöðuna og haga róðinum um þetta erfiða svæði inn í Breiðafjörðinn...
Við bíðum þess.
Spotttækið segir okkur samtímaframgang róðursins- fylgjumst með því.

Kveðja, Sævar H. :P

Smávegis um svæðið undir Jökli á aldanna rás:

Þeir kayakróðrarfélagar eru nú að fara um mjög fornfrægar slóðir í sögunni-undir Jökli.

Fyrrum þótti fólki einstaklega ljótt á Arnarstapa. Það var á þeim tímum sem graslendi þótti fegurst landslag. Á Arnarstapa var lítið um gras-því þótti lítil fegurð þar. Nú er allt gildismat gjörbreytt.

Á Arnarstapa þykir nú landslag hið fegursta á landinu og veldur nálægð Jökulsins þar miklu um og myndræn klettótt ströndin.
Og skammt norðar eru Hellnar með sínum stórkostlegu ritubyggðum nú um varptímann.

En samt er það Dritvík sem er frægust úr sögunni vegna mikillar útgerðar árabáta þaðan allt frá landnámi og fram á fyrrihluta síðustu aldar.
Mjög stutt er róið þaðan á einhver gjöfulustu fiskislóð við Ísland. Aflinn var lengstum verkaður í skreið.

Þessi skreiðarafli vetrarvertíðanna var síðan sóttur á teinæringum í lok júni eða júlíbyrjun . Þá þótti orðið sæmilega öruggt að sigla eða róa þunglestuðum bátunum fyrir Svörtuloft og Öndverðanes og inná Breiðafjörðinn.

Um þetta segir í „Íslenskum sjávarháttum“ „ Um sumar eru oft á Breiðafirði norðvestan gola-innlögn-á daginn ,sem helst jafnan fram yfir hádegi, en austan kaldi-útlögn-á kvöldin er venjulega stendur fram á morgun. Slík kjaraveður voru mjög heppileg til fiskiferða hvort heldur var fyrir Öndverðanes eða vestur fyrir Bjargtanga.

Þegar þannig viðraði var oftast lagt af stað úr Dritvík síðari hluta nætur og þá sigldur napur austan kaldi sem lagði af Jöklinum,fyrir Bervíkina og Svörtuloft að Önverðanestá.
Ef þá var ekki komið logn ,var beðið um stund.“

Þá hafa þeir það kayaykfélagarnir

Meira um róðarasögur inn Breiðafjörðinn, síðar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2010 10:50 #37 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Maggi lét heyra í sér áðan þegar þeir voru að fara á sjó kl 1o í Búðaós. Ég er einnig búinn að senda honum símanúmer Sævars á SMS.
Þar var eins og Sævar grunaði að talsverð hafalda var á svæðinu og þá brim við ströndina og það var einnig eins og ég þóttist sjá að þeir höfðu verið að skoða lendingu við Langaholt en hætt við vegna brims. Þrátt fyrir fallegar sandstrendur eru þarna hraun undir og brýtur á blindskerjum, ekki síst þegar lágsjávað er eins og þarna í gær. Veður var hins vegar afar gott.

Nú er hópurinn úthvíldur og allir í góðu lagi eftir erfiðan dag í gær. Maggi sagði að aldan hefði reynt nokkuð á, 2-3 m við ströndina og skyggni lítið vegna gosösku, þannig að halda þurfti hópnum allþétt saman. Álengdar héldu þeir að rigningarsuddi lægi yfir Búðum. Þar þurftu þeir reyndar að hlaða símana þannig að Maggi kvaðst ekki hafa komist í svefn fyrr en upp úr miðnætti.

Já, 25 km samfellt án þess að koma í land í gær - ég var að hlæja að því með eiginkonunni að líklega hefðu þeir látið eitt kaffibrúsalokið ganga á milli til að pissa í - reyndar erfitt í slíkri ölduhæð.

Framundan er dagur í góðu veðri og við afar fallega strönd. Þeir ætla næst að taka hvíld við Arnarstapa.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2010 23:12 - 04 jún 2010 23:14 #38 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Nú lætur Örlygur þau boð á þrykk að skrásetja verði hringróður Magnúsar S.og félaga. Annað sé ekki boðlegt þegar afreksmenn eru enn á ný að róa á kayak umhverfis Ísland.
Undir það tek ég .
Ennþá er nokkurt blek eftir í blekbyttunni frá því í síðasta(og fyrsta) hringróðrinum um Ísland og fjaðurpenninn er enn með hæfilega mýkt-jafnvel auðmýkt.

Það fer því kannski vel á því að ég þeisi á eftir þeim félögum um Löngufjörur frægustu reiðgötur Íslands þar sem þeir réru meðfram í dag og hitti þá, í huganum, þar sem þeir láta nú fyrirberast við Búðaós á Snæfellsnesi eftir 138 km róður frá Geldinganesinu í Reykjavík í fjórum áföngum.

Þessir fjórir róðrarleggir skiptast þannig:
1.leggur : Geldinganes-Akranes. 29 km
2.leggur: Akranes-Straumfjörður á Mýrum. 24 km
3.leggur: Straumfjörður á Mýrum- Hítarhólmar. 30 km
4.leggur: Hítarhólmar - Búðaós á Snæfellsnesi. 55 km

Væntanlega hafa þeir verið í fínu veðri í dag en óljóst er með brim við ströndina eftir nokkurn vind í gær-yfir flóann.

Nú hef ég ekki síma Magga og er því án sambands- en Örlygur gæti komið mínum síma nr til hans- vegna starfa fréttaritara. Símarnir eru 555137 og 8647407.

Heildarróðrarleið á hringróðrinum

picasaweb.google.com/1092184226548600605...#5479061032326873826

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2010 22:28 #39 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Ég hef ekki heyrt í langræðurum okkar í dag, en það er ljóst öllum sem fylgst hafa með SPOT-inu að vel hefur gengið og að þeir hafa lagt um 50 km að baki sem er frábært. Ég var fainn að halda að tankurinn hjá þeim tæki ekki meira bensína en fyrir 30 km á dag!

Veðurstofan sýndi blíðu á svæðinu. Reyndar var ég að frétta frá dóttur minni sem fór yfir Fróðarheiði áðan að öskumistrið hefði verið þarna líka sunnan á nesinu.
Ég veit ekki um öldulag við ströndina en einn hlykkur á leið þeirra nálægt tjaldstæðinu við Langaholt vekur grunsemdir um að þeir hafi hætt við lendingu þar vegna brims en fróðlegt væri að heyra frá þeim um það.

Ég veit nóg um slíka róðra til að ég hika við að hringja þegar menn eru nýkomnir í land, að fara úr sveittum fötum, bera mikið dót úr fjöru upp í tjaldstæði, koma sér vel fyrir, elda, borða og annað fyrir svefninn og nú er Maggi trúlega sofnaður enda hljóta þeir að hafa vaknað upp úr kl. 5 í morgun, því að þeir voru komnir á sjó kl 7:30!

Kv.GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2010 12:43 - 04 jún 2010 12:44 #40 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Hring róður 2010
Sævar H. wrote:

Já , eins og Gísli H.F minntist á er enginn sérstakur fréttaritari þessarar hringferðar eins og í fyrra.

Maggi ámálgaði við mig að taka hlutverkið að mér aftur en ég taldi að um of mikla endurtekningu og einsleitni yrði að ræða og bað hann að leita annara kosta.

-Heyrðu Sævar minn, ég er ekki sammála þessu. Og ég fullyrði að allir félagar vorir eru sama sinnis. Það bíða allir eftir að þú skerpir fjaðurstaf og dýfir honum í blek til að rita aðra ódauðlega frásögn.

Held þú ættir nú á sjálfan sjómannadaginn, Halleljúa, að endurskoða þessa afstöðu og komast að því að það sé algerlega óviðunandi að þú látir leggjast undir höfuð að rita Magnúsar þátt hinn fyrri.

Það er ekki of seint að byrja. Leiðangurinn er rétt nýhafinn. Ég skora á þig að taka að þér formlegt sagnaritarahlutverk.

Nú er Vestfjarðakaflinn eftir og þá fer spennan að aukast. Og síðan Strandirnar, úff jahérna. OG HÚNAFLÓINN..

Láttu andann koma yfir þig og beislaðu fákinn. Taktu áskorun þessari og ekki bregðast okkur aumum kindum, sem sitjum við fótskör meistarans og bíðum eftir næsta kafla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2010 23:15 #41 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Hring róður 2010
Dagur 3: Straumfjörður-Hítarnes. Ég skildi við þá fjórmenninga um sexleytið í kvöld við Hítárhólma (Landhólma öðru nafni) og réri út í Hítarnesbæ og var sóttur þangað.
Þeir Maggi, John, Gísli Karls og Sveinn Axel, voru að tjalda og gera huggulegt þegar ég kvaddi eftir þrjá frábæra daga á sjó. Þeir ætla að róa inn að Gömlueyri á morgun og þaðan yfir Haffjörðinn og til Búða, langur dagur framundan.

Annars var dagurinn í dag fínn, rólegt í sjóinn og lítið að gerast fyrr en við Akra þar sem myndarleg hafalda lyfti mannskapnum upp. Síðan var það brimið við Akurnesið sem tuskaði þá til sem kusu eina bröndótta. Gísli fór á hvolf en svipti sér upp á flottri veltu.

Sólin skein í allan dag og fuglalífið var fjölskrúðugt að venju á þessum slóðum. Selirnir líka góðir.

Hraðinn á leiðangrinum er að aukast jafnt og þétt. Það var nokkuð hopperí fyrsta daginn, yfir Hvalfjörðinn og áfram að Akranesi. Annars frekar ljúft. Borgarfjörðurinn var leikur einn í samanburðinum.
Svona var það frá mínum dyrum séð. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2010 20:01 - 04 jún 2010 17:21 #42 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Nú eru þeir félagar lagstir í vör á vestanverðu Hítarnesi. Þeir hafa farið fyrir Akraós sem er útfallsós Hítarár- þeirrar góðu laxeiðiár.
Hítará fær vatn sitt úr Hítarvatni, en þar lét ég fyrirberast sl. nótt eftir silungsveiðar- góðar.
Þar sungu tófur, margar, mig í svefn eftir ljósakiptin um eittleitið.Ekki var þar margmenni- ég var einn með náttúruvættunum.
Borgarfjörðurinn var vel hvítfyssandi og með öldum vænum þegar ég fór um Hafnamelana um hádegisbilið í gær. Þeir hafa því þurft að hafa vel fyrir róðrinum að Álftanesinu- félagarnir.
En þeim sækist ferðin vel, finnst mér.
Nú er það spurningin með sjólagið á morgun. Vindur blæs NV Faxaflóann. Brim gæti því gert þeim lífið skemmtilegt og spennandi...við landtöku.

Róðararstaða við lok á 3.legg við Hítárhólma

picasaweb.google.com/1092184226548600605...u16zM0hPU1vzfahswhw#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2010 10:26 #43 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Þeir félagar fóru á sjó í víkinni við bæinn Straumfjörð kl. 9 í morgun og voru við eiði á Knarrarnesi klukkutíma síðar.
Veður er stillt og gott.

Háflóð er rétt fyrir kl. 11 þannig að þeir komast auðveldlega innan við Hjörsey yfir rifið sem tengir hana við land. Hjörsey er 5,5km² og er þriðja stærsta eyjan við Ísland.

Hjörsey var viðmiðun fyrir landmælingar og gerð landakorta á Íslandi frá 1955 til 1993 en í sögu Landmælinga Íslands segir:
Árið 1955 hófust umfangsmiklar landmælingar á Íslandi að frumkvæði Norður Atlantshafsbandalagsins (NATO), en þær voru liður í stærra mælingaverkefni landa við Norður Atlantshafi. Kortagerðarstofnun bandaríska varnarmálaráðuneytisins, AMS, hafði yfirumsjón verksins á Íslandi en samstarfsaðilar voru Landmælingar Íslands og Geodætisk Institut.
Ekki hafði tekist að ljúka mælingunum sumarið 1955 og var þeim því fram haldið sumarið 1956. Til marks um umfang verkefnisins má nefna að fyrra árið var fjöldi leiðangursmanna 69 manns, bandarískir, danskir og íslenskir. Til afnota höfðu þeir tvo vélbáta, með fimm manna áhöfn hvor, sem Geodætisk Institut lagði til. AMS lagði til 15 herbíla og þrjár þyrlur af Bell gerð. Enn fremur mátti leiðangurinn taka á leigu litlar flugvélar og vörubifreiðar til snúninga og flutninga eftir þörfum.
Afurðirnar úr þessu verkefni voru meðal annars nýtt og aukið þríhyrningamælinet af öllu Íslandi sem kennt var við Hjörsey á Mýrum og flokkur staðfræðikorta af Íslandi í mælikvarða 1:50 000. Kortin voru gerð í samvinnu við AMS og fór vinnan fram bæði vestanhafs og hér heima. Samkvæmt yfirliti yfir kortin þekja um það bil 200 kortblöð allt landið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2010 20:00 #44 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
erum komnir i Straumfjord , stuttir dagar medan menn byggja upp threk og rodrargetu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 jún 2010 19:33 #45 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Það virðist vera að þeir félagar John, Magnús og Örlygur hafi látið staðar numið við bæinn Straumfjörð á Mýrum nú um kvöldmatarleitið.

Þeir fóru frá Akranesi eftir kl. 10 í morgun og voru komnir í fjöruna neðan við Belgsholt fyrir kl. 14 í "hádegishlé". Þá höfðu þeir haft nokkurn mótvind og ljóst er að nokkur alda hefur verið út Borgarfjörðinn og þeir hafa fengið hana á hlið, sem er alltaf óþægilegt.

Síðan fóru þeir beint yfir að Álftanesi á Mýrum en kirkja þar blasir fallega við sæfarendum, en fáir aðrir sjá hana. Þarna eru lágar strendur með ljósum sandi og mikið fuglalíf.
Við sjókayakmenn höfum oft komið í Straumfjörð og er m.a. fyrirhuguð ferð þangað á vegum ferðanefndar í sumar.
Ég hitti Svein Axel og Gísla K áðan, þeir voru að fara vestur á Mýrar og ætla að hitta félagana og róa með þeim næstu daga.

KV. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum