Hring róður 2010

01 jún 2010 22:02 - 01 jún 2010 22:03 #46 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Hring róður 2010
Nokkra myndir í viðbót: Picasa Web

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 21:47 #47 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Hér er slóð á myndir frá því morgun við brottför kappanna:
picasaweb.google.com/gislihf/M201006?aut...v1sRgCKHkod_mpKWgJQ#

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 21:06 - 01 jún 2010 21:54 #48 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Já , eins og Gísli H.F minntist á er enginn sérstakur fréttaritari þessarar hringferðar eins og í fyrra.

Maggi ámálgaði við mig að taka hlutverkið að mér aftur en ég taldi að um of mikla endurtekningu og einsleitni yrði að ræða og bað hann að leita annara kosta.

Hinsvegar tel ég að við kayak og ferðanördar, getum sett inn eitthvað héðan og þaðan tengt kayakferðinni- svona eftir atvikum og ástæðum.

Veðurspádómar eru alltaf heillandi .Og ölduspár bæði vegna brimlendinga svo og róðraaðstæðna-einkum þegar straumrastir eru innan róðraleiðar eru alltaf áhugaverðar.

Gísli minnist á veðurspárnar á veðurkortum. Þar kemur nokkurt innsæi vegna fjalllendis til við að meta vindaukningu og það oft mikla- sem engan veginn kemur fram á þessum kortum.

Gísli lenti einmitt tvisvar í miklum vindstrengjum á Vestfjörðunum þar sem meðalvindur yfir fjöllin var 4-5 m/sek

Þó ekki sé mikill vindur t.d norður (S) yfir Faxaflóann- myndast veruleg alda við Snæfellsnes og með brimi.

Þetta eru svona hugleiðingar til okkar með innslátt á korkinn vegna þessarar afreksferðar Magga og félaga... Það hvetur þá og léttir þeim róðurinn.. held ég

.Kveðja. Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 20:34 #49 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Þeir félagarnir eru nú búnir að koma sér fyrir í tjaldstæði Akraness, en það liggur við vík með sandfjöru norðan við bæinn. Þetta má sjá á SPOT ferlinum ef vel er að gáð.

Ferðin sóttist nokkuð hægar en áætlað var að sögn Magga, vindstrengur lá út Hvalfjörðinn og lét þá hafa nóg að gera að dansa með öldunni. Slíkir vindstrengir sjást oft ekki á veðurkortum og eru staðbundnir. Þeir sem hafa dvalið í Vatnaskógi þekkja þennan streng niður Svínadal þegar vindur er úr NA yfir svæðinu og hann fer svo væntanlega út á sjó meðfram Akrafjallinu.

Það er best að taka það fram áður en lengra er haldið að ég er ekki formlegur sagna- eða fréttaritari ferðarinnar eins og Sævar var í fyrra fyrir mig. Maggi spurði bara hvort ég mundi ekki skrifa eitthvað af og til, en hann er sjálfur í sambandi við netið gegnum símann, þótt það sé væntanlega seinlegt.

Svo er fínt að fá innlegg frá þeim sem hafa eitthvað fram að færa og vilja tjá sig um ferðina, aðstæður og staðhætti.

Það er engin spurning að góð frásögn af áhugaverðum ferðum vekur athygli og er stuðningur við kayaksportið.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 13:26 #50 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hring róður 2010
Það var hópur fimm knárra kayakræðara, sem hélt til hafs frá Geldinganesinu um kl. hálf ellefu í morgun en nokkrir félagar og ættingjar fylgdust með.

Þetta voru hringfararnir John og Magnús en Palli formaður og Gunnar Ingi róa með þeim í dag og loks er Örlygur á fimmta bátinum en hann hyggst verða þeim samferða upp á Snæfellsnes.
Eiginkona John's var þarna ásamt dóttur þeirra á öðru ári til að kveðja og var litla skottan að hjálpa pabba sínum að gera bátinn kláran.

Bátar hringfaranna voru níðþungir sem vænta mátti. Veður er hagstætt, fáni klúbbsins blakti á þaki höfuðstöðva klúbbsins og sól skein í heiði. Minnti þetta mig mjög á morguninn þegar ég lagði upp í hringferðina fyrir ári - og munar aðeins rúmri klukkustund á brottfarartíma.

Þeim fylgja góðar óskir frá okkur félögunum og ég er þegar farinn að fylgjast með merkjum SPOT gps-senditækisins á bát Magga.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 11:53 - 04 jún 2010 15:23 #51 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Hring róður 2010
Það var glæsilegur kayakhópur sem lagði upp frá Geldinganesinu uppúr kl 10 í morgun . Tveir af þeim eru á hringróðri um Ísland ýmist heilann eða hálfan á árinu. Veður var afbragðsgott og lens til sjávarins allt að Akranesi- en þá tekur við norðanstrengur inn Borgafjörðinn. Þeim hringförum er óskað góðrar sjóferðar. :P Ekki er þessi korkur jafn og þeim gamla. Hann er ekki myndtækur fyrir smá myndakorn í tilefni dagsins. :ohmy: Lítið hefði orðið úr Gísla sögu hringfara fyrir ári síðan - á þessum kork. :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2010 09:32 #52 by olafure
Replied by olafure on topic Re:Hring róður 2010
Ég sá á spot kortinu að þú ert staddur á Vesturvallagötu heima hjá Palla :)

Góða skemmtun í túrnum Maggi og take it easy.
kveðja
Ólafur B.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 22:48 #53 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hringróður 2010
Það verður gott að hafa góðan félagskap fyrstu dagana á meðan maður er að ná úr sér mesta hrollinum og átta sig á því hvað maður er kominn út í .
Nú verður bara vandamálið að ná enhverjum svefni í nótt fyrir spenningi að öðru leyti held ég að allt sé klárt.

kk Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 17:22 #54 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re:Hringróður 2010
Auðvita er eina vitið að taka sér frí í vinnunni og róa með. Mæti í fyrsta legginn.
Hvert erum við annars að fara :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 16:25 - 31 maí 2010 16:44 #55 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Hringróður 2010
Ég ætla að mæta við sjósetningu í fyrramálið og óska ferðalöngum alls hins besta og að þeir njóti ferðarinnar með gleði og ekki meiri hrakförum en svo að ferðin verði hæfilega spennandi.

Vindaspáin næstu daga virðist vera hagstæð í meginatriðum, þ.e. aflandsvindur í fyrstu en síðan lens úr S eða SA átt og þá hugsanlega alda við lendingu við Búðir eða þar um slóðir.
Vindstrengir sjást sem gætu byggt upp öldu og brim við sendna strönd en þeir standa stutt og þarf að fylgjast nánar með spánni.

Það sem er mikilvægast er samspil vindöldu og fallastraums við Svörtuloft og fyrir Öndverðarnes, en eins og Veðurstofan sýnir vindinn síðdegis á föstudag þegar planið er að láta fyrirberast sunnan við Svörtuloft á að vera komin blíða þar og síðan hæfilegur aflandsvindur áfram að Stykkishólmi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 14:12 #56 by palli
Replied by palli on topic Re:Hringróður 2010
Stefni á að mæta og taka fyrsta daginn með þeim köppum. Veðurspá er gasalega lekker og spennandi ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 13:16 #57 by SAS
Replied by SAS on topic Re:Hring róður 2010
Við Gísli Karls munum róa með hringförunum, 3-6 júní. Munum hitta þá á miðvikudagskvöld við Hítárhólma og róa með þeim í Stykkishólm.

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2010 08:26 #58 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Jæja þá er bara að komast í gegnum daginn án þess að gleyma neinu fyrir morgundaginn :dry:
miljón hlutir eftir að gera

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2010 06:26 #59 by maggi
Replied by maggi on topic Re:Hring róður 2010
Nú er kortið inni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2010 16:16 - 28 maí 2010 22:53 #60 by maggi
Hring róður 2010 was created by maggi
Nú er farið að styttast í að við John www.johnpeaveler.com/ leggjum í hann , eða á þriðjudaginn 1 júni kl 9:00 frá geldingarnesi.
vonandi get ég sent inn stutt skilaboð hér á korkinn á meðan á ferðinni stendur en það verður líka hægt að fylgjast með á spot
tæki klúbbsins share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...LdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR

Hér er kort sem sýnir áætlaðar dagleiðir hjá okkur
picasaweb.google.com/maggisig06/BCU#


Það eru allir velkomnir að róa með legg og legg enda ætla nokkrir góðir félagar að fylgja okkur fyrstu dagana.

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum