Tungufljótskappróður

05 júl 2010 10:32 #1 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Tungufljótskappróður
Kjartan sendir þér myndir á eftir!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 22:18 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Tungufljótskappróður
Getur ekki einhver dúndrað flottri mynd á mig svo ég geti potað henni í Moggann? Ekki viss um að ég geti lofað greiðslu fyrir listaverkið, í staðinn fá menn heiðurinn ...

Netfangið er: runar.palmason@gmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 20:19 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljótskappróður
Keppnin í Tungufljóti fór fram í blíðskaparveðri og mættu 15 manns til keppni. Keppnisstjórn var í höndunum á Guðmundi Jóni Björgvinssyni og Þorsteini Guðmundssyni.
Keppt var í fimm þriggja manna riðlum og komust tveir fyrstu úr hverjum riðli áfram í milliriðil, þar var keppt í tveim þriggja manna og einum fjögurra manna riðli þar sem 10 kepptu um að komast í úrslit. Fyrstu tveir úr hverjum riðli komust áfram og kepptu þeir sem lentu í fyrsta sæti um þrjú fyrstu sætin og þeir sem lentu í öðru sæti í milliriðlum kepptu um fjórða til sjötta sæti.

Brautin var svipuð og undanfarin ár og verður örugglega svipuð á komandi árum.


Úrslit úr mótinu urðu eftirfarandi

Karlaflokkur
1. Jón Heiðar Andrésson
2. Ragnar Karl Gústafsson
3. Haraldur Njálsson
4. Erlendur Þór Magnússon
5. Stefán Karl Sævarsson
6. Kristján Sveinsson
7-8. Guðmundur Kjartansson
7-8. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir
9-10. Aðalsteinn Möller
9-10. Jón Skírnir Ágústsson
11-14.Viktor Jörgensson
11-14. Jóhann Geir Hjartarson
11-14. Garðar Sigurjónsson
11-14. Elvar Þrastarson
15. Eiríkur Leifsson

Kvennaflokkur
1. Ragna Þórunn Ragnarsdóttir


Eins og sést þá fá ekki allir að sitja saman í sætum sem féllu út í riðlakeppnini, en þeir sem lentu utan brautar eða kláruðu ekki brautina fá engin bónusstig fyrir þann klaufaskap.

Um 20 - 30 manns mættu á svæðið til að hvetja menn til dáða og var hart barist í öllum riðlum og mátti oft sjá gríðargóð tilþrif í brautini.
Að lokini verðlaunaafhendingu bauð Jón Heiðar til veislu á Drumbó sem stóð fram á nótt og er mál manna eftir helgina að mótið hafi tekist með eindæmum vel að venju og ætla allir keppendur að láta sjá sig aftur á næsta ári.

Fyrir hönd mótsjórnar

Guðmundur Jón Björgvinsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 20:18 #4 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljótskappróður
Eina sem menn þurftu að gera var að fara í kringum steinin og koma svo niður droppið því þar var markið
Ef menn hefðu nennt að draga bátinn aftur upp fyrir eyjuna til að komast í kringum steininn þá hefði það verið ok.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 14:00 #5 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Tungufljótskappróður
Sammála! alvag þrusugott mót og frábær þáttaka. (í karlaflokknum allavega)
En varðandi þetta með að klára brautina er þá er það alveg þess vert að skoða og verður væntanlega tekið fyrir á mæsta keppnisnefndarfundi. Mér datt einmitt það sama í hug þegar ég ruglaðist á hægri og vinstri og fór óhefðbundna leið niður, og f fór þessvegna á milli eyjanna, kringum steininn og niður droppið og kláraði þar með brautina, einmitt til þess að missa örugglega ekki af þriðja sætinu. Held að það sé alveg á hreinu að keppendur ráða hvaða leið þeir fara niður ef þeir fara kringum steininn og niður droppið. En mér finnst samt að þeir sem eru búnir að vinna sér sæti í úrslitum (eða undanúslitum) geti aldrei lent neðar en í síðasta sæti í lokariðlinum sem þeir taka þátt í, jafnvel þótt þeir klári ekki síðustu ferðina.....Hvað finnst ykkur?

Gæti orðið pínu flækja ef fleiri en einn klára ekki í úrslitariðlinum, hvað þá?... bráðabani?..hlutkesti?..sá sem kemst lengra í brautinni....?????

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 júl 2010 13:23 #6 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Tungufljótskappróður
Djöfull var þetta gott mót :)
Fyrir utan að ég skyldi róa út úr brautinni, klár dómaraskandall þar á ferð :)
Ég sé að það þýðir ekkert fyrir mig að detta bara í ólifnað eftir þetta mót, núna þarf maður bara að læra að stýra, læra muninn á hægri og vinstri og mæta ferskur að ári.

Ég var samt að pæla í einu með reglurnar þarna í gær, þessu er ekkert beint persónulega að Halla. Þegar menn eru að keppa um sæti 1-3 og lenda út úr brautinni klára ekki væri rétt að fella þá bara út keppni og láta þann sem náði 4 sæti fá 3 sætið. Pæling eða spæling.

Set myndir á fésið þegar ég verð kominn heim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2010 09:56 #7 by Jói Kojak
Verður ekki að reyna að ná þessum viðburði á video?

Ég mæti B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2010 22:05 #8 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Tungufljótskappróður
Mæti............. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2010 19:58 #9 by jonheidar
Ég held að flestir KFC meðlimir mæti. Allir velkomnir á Drumbó eftir keppnina með steik á grillið og ef menn vilja tjalda þá er það velkomið einnig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2010 21:28 #10 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljótskappróður
Nú ætlar Sjóhundurinn að mæta með þér Jón ?

Ég mæti fyrir hönd Old boys til að stjórna keppnini en sé mér ekki fært að keppa líka þetta árið.

Mér þætti líka vænt um að allir sem sitja á bakkanum séu meðvitaðir um að hlaupa til með kastlínuna ef einhverjum keppandanum skildi hlekkjast á í brautini.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2010 21:19 #11 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Tungufljótskappróður
Smá updeit
það verður full mæting hjá team teddy.
hvað með önnur team, oldboys, eldar, kfc, sundfélagið, árbátafélagið, og báran (?)... kemur í ljós

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2010 19:31 #12 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Tungufljótskappróður
Skyldi Alli hafa borgað áskriftina að öðru sætinu? :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 júl 2010 12:33 #13 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Tungufljótskappróður
Ég mæti, einhver þarf víst að vinna þetta :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2010 21:16 #14 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljótskappróður
Þetta verður svipað og undanfarin ár en ekki með hangandi hliðum eins og er á myndini sem kynnir keppnina á forsíðuni.
Meira verður ekki gefið upp enda er þetta alltaf voða svipað og allir virðast hafa gaman af þessu eins og þetta var á síðasta ári og árinu þar á undan.
:woohoo:
Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2010 20:08 #15 by Jói Kojak
Ég stefni á að mæta.

Er samt aðeins að pæla; hvernig verður fyrirkomulagið? Verða hlið? Eða verður þetta sprint þar sem sá fljótasti vinnur?

Líst nefnilega helvíti vel á fyrirkomulagið hjá Norðmönnum á Sjoa Festivalinu. Þar eru 4 ræstir samtímis og svo er það bara full speed ahead og tveir efstu úr hverju holli fara áfram og svo koll af kolli. Ekkert hliðavesen, engir hlið sem þarf að fara í gegnum eða snerta - heldur bara action og stuð ;)

Hvað segirðu Gummi?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum