Tungufljótskappróður 2010
Þá er loksins komið að hinni árlegu, æsispennandi og gríðarlega vinsælu keppni í Tungufljóti. Heyrst hefur að fjöldi manns hafi stundað grimmar æfingar í fljótinu undanfarið og ætla allir sér að sigra.
Keppnin hefst á slaginu 17:00 og verður keppt í fjögurra manna riðlum. Tveir fremstu úr hverri umferð halda áfram þar til að lokum eru aðeins fjórir til sex eftir, en það fer aftir hver fjöldi þáttakenda verður. Þetta mót hefur undanfarin ár verið eitt alvinsælasta mót straumvatnsmanna enda skipar tungufljótið heiðurssess í hugum allra sem unna róðri í fögru umhverfi þar sem hæfilega reynir á getu manna og kvenna.
Eins og áður segir hefst keppni á slaginu klukkan 17:00 og er sá tími valin svo strákarnir sem vinna við Rafting í Hvítá geti líka komið og tekið þátt.
Skráning hefst upp úr klukkan 16:00 og stendur þar til ræst verður í síðasta riðil í fyrstu umferð.
Þeir sem telja sig hafa getu í að keppa eru eindregð hvattir til að mæta en einnig eru þeir sem hafa áhuga á aðrtskoða hvernig almennileg keppni í straumvatni fer fram því aðstæður fyrir áhorfendur gerast vart betri og undanfarin ár hafa menn barist hart um sigurinn og oft hafa úrslit orðið óvænt út úr riðlakeppnini.
Að lokini keppni er venjan að hluti keppenda dóli sér á Drumbó og slái þar upp tjaldbúðum og njóti samvista fram eftir nóttu.
Keppnisstjóri er Gummi J. og svarar hann góðfúslega öllum spurningum í síma 899-7516