Framtíðaraðstaða klúbbsins - tillögur ?

28 jan 2014 17:14 #1 by palli
Já, þetta var fróðlegt. Þarna er um að ræða ansi stórt svæði af húsum sem eru í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Finnst ólíklegt að þetta sé eitthvað efnilegt fyrir Kayakklúbbinn, þar sem okkar útgerð í Nauthólsvík er með smáu sniði.

En SÍL mun líklega athuga hvort það sé grundvöllur fyrir að senda inn tilboð í nýtingu á húsnæðinu og hafa þar sameiginlega aðstöðu fyrir einhver aðildarfélög og jafnvel fleiri sem eru þarna í grenndinni eða eru með starfsemi tengda sjónum. Við fylgjumst með því og sjáum hvað setur ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2014 21:15 - 27 jan 2014 21:16 #2 by Gummi
Sallafínt Palli, ég kemst ekki sjálfur vegna vinnu en það verður fróðlegt að fá að vita hvað borgin er að hugsa :)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2014 16:40 #3 by SAS
Kayakklúbburinn er núna búinn að vera í rúmt ár með viðgerðaaðstöðu á Korpúlfsstöðum, sbr þráðinn
kayakklubburinn.is/index.php/component/k...um-i-grafarvogi#8438

Hafa félagsmenn eitthvað nýtt þessa aðstöðu á Korpúlfsstöðum?

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2014 14:22 #4 by palli
Góð ábending.

Allt í lagi að tékka á þessu. Það er alltaf ákveðinn kjarni sem er ánægður í Nauthólsvík þótt flestir kjósi að gera út frá Geldinganesinu. Þetta er til sýnis á morgun, þriðjudag kl 15 - best að fara og kíkja á þetta. Ætli ég taki ekki einn þriðjudagsróður yfir í Lambhúsatjörn í leiðinni. Veðurspá er sallafín og sjálfbjarga ræðarar velkomnir með. Hafi þá samband við mig í 6641807

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jan 2014 19:01 - 25 jan 2014 21:13 #5 by Gummi
Í Fréttablaðinu í dag (bls 10 25.jan.2014) er auglýst til leigu húsnæði það sem Svifflugfélagið hefur haft til margra ára. Þarna er komin fullkomin viðgerðar og geymsluaðstaða fyrir Kayakklúbbinn.
Hvernig væri að skoða hvort borgin hafi áhuga á að leigja klúbbnum þessa aðstöðu ?

reykjavik.is/auglysingar/nautholsvegur-100-er-til-leigu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2012 10:52 #6 by olafure
Þessi framhaldssaga er að verða ansi löng og ekki borgaryfirvöldum til sóma. Ég vil benda á að í Kaupmannahöfn eru 13 starfandi kayakklúbbar innan borgarmarka og enn fleiri í nærbyggðum borgarinnar. Allir þessir klúbbar eru með séraðstöðu og margir virkir notendur á öllum aldri eru að stunda sportið. Þetta aðstöðuleysi hér í Reykjavík er ekki bara slæmt fyrir þá sem vilja stunda sportið í Reykjavík heldur líka landið allt ef það á að vera hægt að stilla saman t.d. unglingastarf. Ég tek ofan fyrir þeim sem hafa staðið að uppbyggingu aðstöðu á Neskaupstað og Ísafirði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2012 21:32 #7 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2012 14:20 #8 by joikulp
Hvernig væri að torfvæða gámana?
Myndi fegra gámana um heilan helling.
Gæti samt trúað að það væri miklu meira mál að bæta við eða færa gámana en þetta er smá beauty tip :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 feb 2012 10:26 #9 by bjarni1804
Aðstaða klúbbsins við Geldinganes er ekki falleg, en hún þjónar prýðilega sínu hlutverki. Í ljósi aðstæðna, efnahagsástands og skipulagsmála borgarinnar, er viðbúið að fátt markvert gerist í aðstöðumálum Kayakklúbbsins næstu fá árin.

Staðurinn er frábær og getur vart orðið betri, nema ef væri við norðurenda eiðisins. Það er frábær aðstaða að geta róið til tveggja átta. Það er tilbreyting í því og fyrir nýgræðingana er augljós akkur að geta valið að róa þeim megin sem hléið er.

En það má laga nokkuð til í kringum klúbbhúsið. SAS nefnir hér að ofan að stækka pallana. Ef gerður yrði 4 m breiður pallur framan við vesturgámana, með 50 cm grindverki, yrði tryggt að aðkomubílar þrengdu ekki að gámunum. Hann mætti svo vera samfelldur fyrir hornið að þeim sem þar er. Þá yrði kominn pallur fyrir alla að athafna sig á þegar hvað fjölmennast er í félagsróðra.

Trúlegt er að við svona „helgun“ á svæðinu finni fólk það síður hjá sér að skilja þar eftir rusl. Það sama mun sjálfsagt eiga við um hundaeigendur, a.m.k. hlyti pallurinn að fá frið.

Og svona í forbífarten, þegar menn verða dottnir í smíðagírinn, mætti reisa við pallinn eina eða tvær kvíar til að setja kayaka upp í svo ditta megi að þeim í þægilegri mittishæð.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 feb 2012 00:45 #10 by palli
Fínt að fá þessa umræðu upp aftur núna eins og oft áður.

Nú er einmitt rétti tíminn fyrir áhugasama að stíga fram. Hið vanþakkláta starf formanns húsnæðisnefndar er laust því Steini ætlar að láta gott heita sem formaður.

Vil nota tækifærið og þakka honum kærlega fyrir frábæran dugnað og vinnusemi í kringum aðstöðuna okkar, sama hvort um er að ræða að mála, smíða pall, bæta við gámum, smíða grindurnar inn í geymslugámana o.s.frv. Þakka líka öðrum meðlimum húsnæðisnefndar og félagsmönnum sem hafa lagt hönd á plóginn.

Við skulum ekki gleyma að þetta er allt meira og minna gert í sjálfboðavinnu og það er ekkert sjálfgefið að menn nenni þessu. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og það gleymist því miður of oft að þakka mönnum fyrir að taka þetta að sér.

Ég veit að húsnæðisnefnd verður öflug áfram, þeir sem hafa meldað sig að vera með í nýrri nefnd eru Steini, Össur, Einar Sveinn og Guðni Páll. Sjálfur væri ég alveg til í að taka pásu í að afhenda lykla og sjá um geymsluplássin eftir að hafa séð um það í mörg ár. Ef einhver hefur áhuga á því væri það vel þegið.

Minni líka á að starfi formanns keppnisnefndar er enn óráðstafað. Það væri mikil snilld ef einhver gæti ímyndað sér að taka það að sér ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 feb 2012 14:50 #11 by Ingi
Mér finnst auðvitað jákvætt að sjá þessa aukningu á félögum klúbbsins. En hvernig sjá menn fyrir sér aðra eins aukningu á næstu 10 árum eins og sl 10 ár.
Fleiri gáma?

Það sem ég er að reyna að benda á er að það er mikill bráðabirgðar bragur á þessu eins og það er. Kannski finnst mönnum það í fínu lagi og þá er ekkert um það að segja. Ef ekki, þá mega menn velta öðrum möguleikum fyrir sér og það er ég að gera hér.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 feb 2012 16:36 #12 by SAS
Er ekki bara jákvætt að aðstaðan hefur stækkað? Sportið okkar hefur vaxið s.l. ár, og gámarnir vel nýttir. Það hlítur að vera jákvætt að fleiri sýni sig við Geldinganesið og stundi sína útiveru þaðan.

Fyrir mitt leyti þá vil ég alls ekki flytja aðstöðuna af eyðinu. Það er einstakt að geta róið sitt hvoru megin við eyðið. Aðstaðan okkar, vil ekki kalla þetta gámana, veitir skjól fyrir vindinum, þegar er verið að taka bátana af bílunum og setja á. Eitthvað sem við hefðum ekki ef aðstaðan yrði flutt, þegar bátar væru teknir af bílunum við eyðið í austan vindi.

Efast um að annar staður finnist á höfuðborgarasvæðinu sem gefur okkur þennan fjölbreytileika sem við höfum hvað varðar róðrarsvæði.

Umgengi Reykvíkinga og hundeigenda er ekki til fyrirmyndar. Er ekki frekar ráð að berjast fyrir betri umgengi. T.d. með að kalla fjölmiðla á svæðið og benda á þetta. Bæta við pöllum við gámana,bæði til að losna við hundaskítinn og eins að ekki verði bílum lagt upp við gámana. Hundarnir skíta ekki á pallana, þ.a. þá eru afurðir hundaeigandanna komnar aðeins lengra frá okkur, og mögulega verður ekki eins auðvelt að skilja eftir ruslapoka á svæðinu.

Hvað varðar aðstöðuna sjálfa, þá þarf að bæta aðstöðuna hjá kvenfólkinu, og ekki væri verra ef félagsgámurinn væri stærri. Bæta við pöllum og jafnvel skjólvegg við núverandi pall.

En er áhugi fyrir milljónaframkvæmdum? Eru félagsmenn tilbúnir að greiða feitt leigugjald vel fyrir einka þurrkklefa?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 feb 2012 17:08 - 10 feb 2012 17:12 #13 by Ingi
Nú hefur klúbburinn verið með þessa bráðabirgðaraðstöðu á eiðinu útað Geldinganesi í ca 10-12 ár. Mér er næst að halda að borgaryfirvöld séu að draga lappirnar í þessu máli þó svo að komið sé eitthvað bréf frá borginni um að það verði gert eitthvað stórt í sumar.
Getur verið að þeim finnist að þeir hafi verið hálfplataðir þegar þeir gáfu upphaflegt samþykki?
Það sem kom þarna fyrst er ekki í neinu samræmi við það sem er þarna núna. Þrír gámar komu fyrst ef ég man rétt og svo hafa bæst við einn og einn þannig að núna lítur þetta út eins og Aserbanjsískt gettó.

Hvað segja félagar um að gefast hreinlega upp á þessari lóð og leggja frekari áherslu á stað við rampinn þar sem þotuleigan var.
Mér finnst að það þurfi að skoða það mjög vel hvort að kostirnir séu það miklir eins og menn vilja vera láta. Þeir sem vilja róa austanmegir geta eftir sem áður farið með bílana sína þarna á eiðið, tekið kayakana af og sjósett ef þeir vilja.

Kostir og gallar eru á báðum stöðum.
Þegar eiðið var valið þá var aðal kosturinn að hægt var að róa beggja megin við eiðið og engin sérstakur ókostur var að bögga okkur.
Núna er stærsti ókosturinn að þarna er endalaust verið að henda drasli og hver veit hvað, óþrifnaður og hundaskítur.
Annar stór galli er að það er meira en að segja það að byggja þokklegt hús þarna eins og staðan er á fjörunni núna. Það þyrfti að skipta um töluvert að undirlagi og sjá til þess að sjávarföllin yllu ekki skaða á húsinu sem þyrfti að vera nokkuð stærra en núverandi gámabyggð.

Ef klúbburinn ætlar að standa undir nafni verðu að vera mannsæmandi aðstaða og pláss til að geyma báta og galla líka. 'Eg bendi á aðstöðuna á Ísafirði og fyir austan hjá þeim á Norðfirði,sem menn geta haft til hliðsjónar.

Hvaða skoðun hafa menn á þessu?

Kk,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 sep 2011 10:44 #14 by palli
Líst vel á að Jói gangi í kastaramálin.

Nauðsynlegt að hafa almennilegt ljós þarna. Síðasti kastari er alla vega kominn í hengla og það er ljóst að það þarf að útgúa einhverja grind eða vörn fyrir hann.

Jói, ég verð í e-mail bandi við þig varðandi þetta mál. Takk fyrir að bjóðast til að ganga í þetta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2011 20:25 #15 by gsk
Held ég geti sagt fyrir hönd húsnæðisnefndar og stjórnar að það væri hið besta mál.

Spurning um að reyna að setja einhverja festingu utan á gáminn þannig að nýr kastari væri aðeins hærra uppi.

kv.,
Gísli K

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum