Framtíðaraðstaða klúbbsins - tillögur ?

05 sep 2011 20:21 #16 by Jói
Ég var að velta fyrir mér hvort það væri algengt að ljós fyrir utan aðstöðuna okkar væru skemmd?
Væri vittlaust að setja 500w kastara á hreyfiskynjara eða tíma stilli 10Mín í einu(þá gleymist hann ekki í gangi) ég gæti útbúið grind yfir hann svo hann gæti staðið af sér grjótkast ungafólksins.
Hvað segja menn um þetta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2011 17:50 #17 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 mar 2011 16:25 #18 by SAS
Við getum ekki verið eftirbátar Kajaranna fyrir austan.

Tökum þá til fyrirmyndar og komum okkur upp smá æfingaraðstöðu fyrir grænlenska kaðlafimi.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 feb 2011 14:15 #19 by palli
Fínn punktur. Takk fyrir ábendinguna. Skoðum hvort þetta væri sniðugt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2011 16:20 #20 by Ingi
Í MBL um helgina er auglýst hús sem er staðsett einhversstaðar fyrir austan. Kaupandi verður að flytja húsið og ganga frá svæðinu eftir að húsið er farið þaðan. Þetta er svokallað teleskóp hús sem var notað sem bráðabirgðarhúsnæði í Eyjum eftir gos. Þetta er ca 60m2 og gæti vel komið sem klúbbaðstaða í Geldinganesinu. Þá erum við að tala um húsnæði sem fengist fyrir lítinn pening og hugsanlega brúa bilið þangað til að hin endanlega og fína lausn sem allir sjá fyrir sér verður að veruleika. Kostur við þetta er að þá höldum við gámunum og þetta hús yrði komið upp eftir ca mánuð í síðasta lagi ef menn kýla á það.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 feb 2011 14:02 #21 by palli
Halda þessum þræði lifandi ... - upp með þig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 jan 2011 12:22 #22 by jsa
Þetta með grjótið undir Gullinbrúnni er ekki ný hugmynd, en mjög góð.
Held að þetta myndi nýtast sjósullurum eins vel og strumsullurum... en spurning um hver ætti að gera þetta og hvort þetta megi yfir höfuð

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2011 19:11 #23 by Jói Kojak
Frábær hugmynd með rampinn. Fyrir löngu kominn tími á svoleiðis á klakanum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jan 2011 16:37 #24 by Ingi
Spurning hvort svona rennibraut kæmi ekki vel út við Gullinbrú. Er ekki hægt að fá nokkra stóra steina þarna undir til að fá smá straumfíling í rennunni undir brúnni? Þarf nú ekki að kosta mikið en nokkrir steinar og stærsti straumur ársins og straummenn og konur gætu sýnt okkur hinum hvernig á að gera þetta.
Kv.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2011 09:43 #25 by palli
Sammála - félagsaðstaða er líka réttara orð yfir það sem ég var að meina.

Og bóka-, tímarita- og myndbandasafn á að sjálfsögðu heima þarna. Einnig aðstaða til að lesa og góna úr sér glyrnurnar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jan 2011 08:24 #26 by jsa
Ég mundi gera kaffikrókinn stærri og kalla hann félagsaðstöðu, jafnvel með smá bóka- og myndbandasafni.

Svo væri gaman í amk 10 mín að hafa svona

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jan 2011 18:08 - 26 jan 2011 23:15 #27 by palli
Jæja, það þokast í framtíðar aðstöðumálum klúbbsins. Fyrir þá sem ekki vita er búið að sækja um lóð á eiðinu þar sem við erum með gámana og hefur verið tekið vel í þá umsókn. Nú er verið að vinna skipulagsvinnu hjá Borginni og eigum við von á því að fá endanlegt leyfi næsta sumar ef allt gengur þokkalega.

Stefnt er á að húsnæðisnefnd hitti skipulagslið frá Borginni seinna í vetur og þá er gott að það liggi sæmilega fyrir hvernig við viljum að aðstaðan okkar líti út.

Þessum þræði er ætlað að vera vettvangur fyrir félagsmenn til að koma með tillögur að því sem þeir myndu vilja sjá í nýrri aðstöðu. Um að gera að bauna hingað inn sem flestum tillögum sem svo er hægt að hafa til hliðsjónar þegar að lokahönnun kemur.

Það sem kemur fyrst upp í hugann er í ætt við það sem nú þegar er til staðar (nema meira og stærra náttúrulega :) )
- Búningsaðstaða karla og kvenna
- Sturtur og klósett
- Kaffikrókur
- Geymsla fyrir báta (140 stk. í Geldinganesi í dag)

Svo má fara að láta sig dreyma, t.d.
- Geymslu/þurrkaðstaða fyrir galla og búnað ?
- Rúmgóð viðgerðaraðstaða ?
- Sána ?
- Heitur pottur ?
- Nuddarar á 24 tíma vakt allt árið ?

Um að gera að demba inn pælingum ...

Palli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum