Riaan frábær!

12 jún 2011 22:38 #46 by Sævar H.
Spottækið hjá Riaan og Dan hefur vaknað til sendinga. Þeir eru núna að róa framhjá Jökulsárlóni og stefna á Ingólfshöfða.
Semsagt lagðir í Suðurströndina

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2011 09:01 #47 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Riaan "tvítaði" í gær síðdegis: "Our first night paddle tonight. Sheez. The sun never really sets! Repairs were bummer but boat should float."
Síðan segir hann um kvöldið: "Cheers people. Just quick nap before we paddle in midnight sun."
Síðan má sjá í morgun: "30km across Lonsvik in the midnight sun! Started paddling at midnight and getting into bed now at 5am."
SPOT-ið er stopult sem fyrri daginn, síðasta merkið sýnir þá í miðri Lónsvík sunnan við eyjuna Vigur kl. 02:17 eftir miðnætti.

Ísland er heillandi á þessum tíma og út júli - ég get vart setið kyrr heima og í vinnu og enn síður kemur til greina að fara til útlanda í frí og missa af hinni "náttlausu voraldar veröld"!
Ég öfunda einnig Magga sem ég frétti að er að halda áfram róðri sínum norður Vestfirið og um Hornstrandir.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2011 07:05 #48 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan-tjón-myndir
Þeir virðast hafa róið yfir Lónsvík að Höfn í nótt .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2011 15:41 - 25 maí 2011 20:43 #49 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Riaan-tjón-myndir
Ég sé á nýrri Twitter færslu frá Riaan að báturinn hefur orðið fyrir tjóni í rokinu og þeir eru nú að huga að honum til viðgerða. Einnig er eitthvað um þetta á Facebook.
Skv. samtali sem ein úr fylgdarliðinu átti við mig í morgun um Suðurströndina, öskufok o.fl., eru þeir enn við Hvalnes með kæjakann.

PS: Miðað við lýsingu eru þeir austan við Hvalnes, þar eru sker en ekki sandfjara og skjól eins í vestari krikanum.
Hér eru myndir af tjóninu á fari þeirra:
yfrog.com/z/h3ftlftlj
yfrog.com/hsnhyqsj
yfrog.com/z/h3jx9xij
þ.e. stefni brotið - gat á síðunni - stýrið tætt af

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2011 13:22 #50 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Gíslihf wrote:

Það birtist viðtal og yfirlit um ferð þeirra félaga í SA-blaðinu Cape Argus í dag 24. maí. Greinina má lesa hér:

www.iol.co.za/capeargus/two-men-a-boat-a...lot-of-ice-1.1073182

Kv. GHF.


Þeir félagar eru ákveðnir í að klára hringinn-þó róðrinum ljúki ekki fyrr en í september, þeir hafa greinilega öfluga bakhjarla. Riaan talar um 2000 km. hring. Þeir ætla greinilega að sleppa Vestmannaeyjum :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 maí 2011 13:06 #51 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Það birtist viðtal og yfirlit um ferð þeirra félaga í SA-blaðinu Cape Argus í dag 24. maí. Greinina má lesa hér:

www.iol.co.za/capeargus/two-men-a-boat-a...lot-of-ice-1.1073182

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2011 08:45 #52 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir félagar eru greinilega hættir að nota Spottækið. Meðan kveikt var á því virkaði það mjög vel.Hvort það er einhver bilun sem kemur upp öðru hverju veit ég ekki. Það er því orðið ógerlegt að fylgjast með róðri þeirra af einhverri lámarks vitneskju. Leiðin frá Djúpavogi og að Krossnesi vestan Hafnar í Hornafirði er um 100 km löng. Þessa leið hafa þeir lokið við á tæpum þrem dögum að sögn. Þeir voru á Hvalnesi kl. tæplega 9 þann 16 maí en eru komnir fyrrihluta dags að Krossnesi þann 17 mai og búnir að leita læknis fyrir Dan. Sem sagt alveg hörku gangur í erfiðum mótvind þann 17. maí. Vonandi er þetta allt rétt-en ekki veit ég það.
Þetta er því síðasti pistill minn um ferð þeirra félaga..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 20:25 #53 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Gíslihf wrote:

Ég átta mig ekki alveg á þessu, en finn eitt Krossanes á LMÍ kortinu neðan við Hvalnesskriður, tæpa 5 km austan við Hvalnesið. SPOT vefsíðan er dottin úr sambandi, þannig að ég get ekki rýnt í hnitin, hvort þeir voru raunverulega komnir í Hvalnes eins og virtist í fljótu bragði


Maggi segir í Krossnes rétt austan við Höfn. En þar er eitt Krossnes niður við sjó en það er talsvert vestan við Höfn. Þeir eru því komnir vestur fyrir Höfn í Hornafirði. Og nú er stefna þeirra í vesturátt

Spottækið þeirra sýnir síðustu staðsetningu rétt norðan við vitan á Hvalnesi frá því 16. maí. Þar um fimm km norðar er annað Krossnes.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 20:05 #54 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ég átta mig ekki alveg á þessu, en finn eitt Krossanes á LMÍ kortinu neðan við Hvalnesskriður, tæpa 5 km austan við Hvalnesið. SPOT vefsíðan er dottin úr sambandi, þannig að ég get ekki rýnt í hnitin, hvort þeir voru raunverulega komnir í Hvalnes eins og virtist í fljótu bragði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 19:53 - 17 maí 2011 19:55 #55 by Sævar H.
Gott að frétta þetta frá Magga-með þá félaga Riaan og Dan hvað hringróðurinn varðar.

Vangaveltur mínar hér að framan tengt 17.maí hafa sem betur fer verið innihaldslausar.

Kapparnir hafa haldið sínu striki og eru við Höfn í Hornafirði. Væntanlega er átt við Stokksnes sem er austan við Höfn.

Það er þekkt að hringræðarar fái álagseinkenni þegar þeir fara að nálgast hálfan hring. Dan hefur fengið blöðrur í lófana-eftir hina löngu ferð frá Húsavík.

Gísli H.F. okkar hringfari fékk aftur á móti slæmsku í iljarnar og leitaði aðstoðar vegna þess á Húsavík. Þannig að þetta er normal.

En nú eru þeir komnir á upphafsreit suðurstrandarinnar og allt önnur tilvera tekur við. Flott hjá þeim að fá langvarandi norðanátt.
Vonandi koma þeir Spottækinu í gang á ný. Nú verður spennandi að fylgjast með þeim.

Heildarróðrarvegalengd þann 17.maí 2011
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2011 19:04 #56 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Riaan og Dan á Hvalnesi.
Þeir félagarnir höfðu samband við mig áðan en þeir eru komnir á Krossanes rétt austan við Hofn .
Spot tækið er aftur farið að stríða þeim , þeir vonast til að norðan áttin sem spáð er um helgina gefi þeim góða daga á suðurströndinni .
Þeir eru í nokkuð góðu standi fyrir utan blöðrur á höndum hjá Dan en hann fór til læknis og lét laga þær til .

kv Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2011 09:50 - 17 maí 2011 19:35 #57 by Sævar H.
Þeim félögum miðar vel suður með Austfjörðunum.

Þeir virðast hafa farið frá Djúpavogi í gær um kl 9 en ekki sett Spotttækið í gang.

Þeir hafa róið fyrir Hamarsfjörð og Álftafjörð allt að norðurenda Þvottárskriða og tekið land sunnan við Lækjarvík.

Sá róður er um 24 km. Og kl 6.30 í morgun þann 16 maí leggja þeir upp þaðan og setja stefnuna á Hvalnes.

Kl. rúmlega 8 lenda þeir þar eftir um 10 km róður. Þeir ná góðum róðrarhraða eða > 7 km/klst. Veður er nánast logn ASA og sjólítið auk þess sem straumur hefur verið þeim hagstæður. ;)

Nú er "aðeins" 40 km róðrarleið eftir til Hornafjarðar. Ekki er ólíklegt að þeir ætli sér að vera þar um háflóð við Hornafjarðarós rúmlega kl 17 í dag.

Nú bíðum við spennt eftir framvindunni...Suðurströndin er innan seilingar. :unsure:

Meira síðar :)

17.maí 2011:

Þeir félagar halda ennþá til á Hvalnesi. Þeir nýttu ekki góðar róðraraðstæður sem voru á svæðinu í gær -til að færa sig lengra suður á bóginn.

Nú hefur veðurfarið breyst . Komin er NA átt með 12-15 m/ sek. Það er verulegur vindur á þessu straumasvæði sem þeir eru staddir á.
Sjávarfallastraumar eru einnig sterkir.

Veðurspáin er hvöss NA átt alveg fram á mánudag í næstu viku. Spurning er hvort þeim tekst að ná einhverju skjóli alveg við ströndina.

En brim verður mikið og lendingar óvissar. :(

En við höldum áfram að fylgjast með þeim hringróðrarfélögum - Riaan og Dan... :unsure:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2011 13:31 - 16 maí 2011 09:37 #58 by Sævar H.
Hann gekk vel hjá þeim róðurinn í dag . Um kl 13.10 lentu þeir í Hökulvík utarlega í Breiðdalsvík. Þá höfðu þeir róið um 34 km frá Vaðalsandi í Vöðlavík. :)

Þeir réru þennan legg á tæpum 6 klst. eða tæplega á 6 km/klst meðalhraða. Þeir taka land greinilega svona utarlega á Breiðdalsvík til að spara sér óþarfa róður . :unsure:

Á næsta legg geta þeir þverað Breiðdalsvík. Þeir þveruðu alla þrjá firðina sem á leið þeirra urðu í dag-Reyðarfjörð,Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð.

Spottækið hefur greinilega haft gott af brimlendingu þarna í Vöðlavík-sjaldan verið hressara í upplýsingagjöf. :P

Nú hvílast þeir í Hökulvík og við bíðum næsta leggs...

Um kl . 17.00 í dag yfirgáfu þeir félagar Breiðdalsvík og eru nú þegar þetta er sett inn þvert út af Streiti í mynni Berufjarðar..óvíst er með áfangastað en nú er mikið blíðviðri hjá þeim sem þeir ætla greinilega að nýta og komast sunnar með landinu.. Við fylgjumst með..

Kl um 21 í kvöld lentu þeir félagar á Djúpavogi eftir um 24 km róður frá Breiðdalsvík. Þetta er þeirra lengsti róður/dag fram að þessu á hringróðri þeirra umhverfis Ísland-tæpir 60 km með um 6 km/klst meðalhraða. Þeir hafa numið land á Langatanga -og ætla sennilega á láta fyrirberast þar í nótt.

Veður og sjólag hefur verið þeim einkar hagstætt-kominn tími á það. Nú fer að styttast í Hornafjörð -um 80 km róður.

Nú fer spennan að magnast-Suðurströndin innan nokkura daga...


Heildarróður þann 13.mai 2011

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2011 08:42 - 13 maí 2011 19:32 #59 by Sævar H.
Núna í morgun um kl 7.20 vaknaði Spottækið þeirra félaga til merkjasendinga. Þeir voru þá að leggja af stað frá Vaðlasandi í Vöðlavík. Þeir stefna á að ná til Breiðdalsvíkur í dag 13.maí samkvæmt áætlun.

Með því að þvera Reyðarfjörð,Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörð á leið sinni inná Breiðdalsvík-þá verður dagleiðin hjá þeim um 40 km.

Veður og sjólag er þeim hagstætt. Vindur er N-NA 5-7 m/sek og því lens. Hæg undiralda er væntanlega um 1 m ölduhæð.

Þeir róa fyrst um sinn á móti fallinu en um hádegi verður straumur með þeim. En straumur er lítill- það er frekar smástreymt.

Frábært er að Spottækið þeirra lifði af þessa kröftugu lendingu þeirra í Vöðlavík og brimálagið. :)

Við njótum þess og fylgjumst með þeim félögum.
Meira síðar. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2011 12:08 #60 by Sævar H.
Eins og fram kom hjá Ara hér að framan varð lending þeirra félaga í Vöðlavík -hörð.

Eftir að hafa beðið í 50 mínútur eftir hagstæðri öldu til lendingar þarna í Vöðlavíkinni-létu þeir til skarar skríða þarna NA í víkinni í nokkru skjóli klettatanga. Við atganginn sópuðust dýrmætar myndavélar ,sem þeir höfðu á dekkinu-burt.

En það sem verra var-Spottækið fór líka í hafið. Því hefur síðan skolað á land þarna í fjörunni og í nokkrar klst. sýndi það heilmiklar danskúnstir þarna í brimrótinu í fjöruborðinu. Kl. 5.56 lauk þeim dansleik og hefur ekki komið lífsmark frá því síðan.

Hvort þeir félagar hafa fundið tækið er ekki vitað-en það sem verst er- við fáum engar fregnir af þeim köppum eins og verið hefur. Og það er slæmt. :( En hver veit nema "Eyjólfur hressist"

Vonum það. :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum