Riaan frábær!

04 maí 2011 13:14 - 04 maí 2011 14:35 #76 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Missti Dan frá sér!
Sjáiði þessi "Twitter" skilaboð!

twitter.com/#!/riaanmanser/statuses/65758549053161473

Eitthvað hefur komið fyrir, sem þeir þurfa að fara nánar yfir.

Kv. GHF.

PS Ég sé að þetta er einnig á FaceBook síðu Riaans, en það sjá aðeins fésbókarvinir hans. Ég setti þar inn ábendingu um að festa sig með öryggislínu við bátinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 maí 2011 00:44 #77 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re: Riaan frábær!
Hvar værum við án sagnaþula? Sævar er maður eigi einhamur; aðra stundina annast hann tímavörslu í kappróðrum af einstöku listfengi og þá næstu ritar hann Fóstbræðrasögu hina nýrri af annálaðri nákvæmni og stílsnilld. Ég er óviss um að maður færi svo glatt í fötin hans Sævars.
Satt að segja er maður hættur að fylgjast með Spot tækinu en fær þess í stað fréttaþörfinni þægt í pistlunum. Það er líka miklu skemmtilegra þannig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2011 20:09 - 04 maí 2011 08:02 #78 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir tóku heilt maraþon á þeim róðrarlegg sem þeir lögðu að baki í dag þann 3. maí. Réru um 42,1 km og er það lengsti róðraráfangi þeirra félaga til þessa.

Þeir lögðu upp frá norðanverðum Borgarfirði eystri rétt sunnan við Njarðvíkurskriður um kl 6 í morgun. Og þveruðu Borgarfjörðinn hinn eystra og stefndu suður með Austfjörðunum.

Veður var mjög gott -NNA 5-7 m/sek og því lens. Hæg hafalda var um 0.8 m við Kögurdufl sem er aðeins norðar.

Þeir taka síðan kaffistopp í Húsvík í Víkum rétt norðan Loðmundarfjarðar um kl 11.

Og þeir leggja í hann aftur um kl 13 og þvera Loðmundarfjörð.

Nú er bæði lens og suðurfallsstraumur- draumaaðstæður. Þeir róa inn Seyðisfjörðinn að norðanverðu og að vitanum á Brimnesi. Hafa þar smá viðdvöl og þvera síðan Seyðisfjörð utanverðan og nema land við býlið Skálanes á utanverðum Seyðisfirði að sunnan.

Þar virðast þeir ætla sér næturstað. ;)

Og nú er farið að vora með sumarblíðu-og vetur að baki :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2011 21:02 #79 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir hringróðararfélagar réru í dag nokkuð langan legg eða um 34 km . Þeir lögðu upp frá ósi Fögruhlíðarár ,sem er sunnanundir Hellisheiði eystri-skammt frá Kollumúla.

Þeir réru þangað frá Bjarnarey fyrir helgina.

Og þeir settu stefnuna á Borgarfjörð eystri. Veður hefur verið nokkuð gott hjá þeim og sennilega rólegt í sjóinn og SSV hægviðri fyrir Héraðsflóann allt að Kögri.

Þar eru þeir komnir í vindstreng af hafi SSA með 1-1.2 m ölduhæð.

Þeir taka síðan land í Borgarfirði eystri um kl 19.50-skömmu eftir að þeir eru komnir fyrir Njarðvíkurskriður-þar sem heitir Háakinn. ;)

Sennilega strembinn róðrardagur hjá þeim félögum. Spottækið virkar vel hjá þeim núna. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2011 13:11 #80 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir virðast vera að átta sig á því að morgunstund gefur gull í mund-á Íslandi.
Þeir félaga lögðu af stað ,samkvæmt Spottækinu,upp frá Strandhöfn í Vopnafirði um kl. fjögur í morgun þann 29.04. Stefna var sett á Bjarnarey undan Kollumúla í mynni Héraðsflóa. Veður var gott um 5 m/sek SSV og þeir hafa verið nokkuð í skjóli Hellisheiðar eystri frá haföldunni sem mældist 1,9 -1,6 m á Kögurdufli sem er sunnan Héraðsflóa.

Hellisheiði-eystri hefur skýlt þeim allt að Bjarnarey.
Uppúr kl 8 lenda þeir í Bjarnarey. Þá er vindur um 10 m/sek SSV.
Örugglega hafa þeir lent í vörinni norðan til á Bjarnarey.
Samkvæmt Spottækinu verja þeir góðum tima í að skoða eyjunna og enda við sumarhúsið sem þarna er. Kannski hafa þeir fengið gistiheimild þar eins og Gísli um árið.

Veðurútlit framundan er óvist en sennilega eiga þeir að geta róið til Borgarfjarðar eystri á morgun. Róðrarvegalengd hjá þeim í dag var >20 km á um 4 klst...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2011 09:29 #81 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Nú er ég farinn að kannast við mína menn!

Skv. SPOT merkinu höfðum við Sævar rétt fyrir okkur í gær um að lent hafi verið í Strandhöfn í fyrra kvöld. Í morgun (29.4.) hafa þeir svo lagt af stað frá Strandhöfn fyrir kl. 5 enda ekki hægt að sofa í íslensku vorbirtunni.

Nú þegar ég er að skoða þetta (9:30) eru þeir í kaffi í Bjarnarey. Veður er gott en ölduhæð líklega um 1 m úr suðri, þannig að nyrðri lendingin er kjörin. Ég gæti vel hugsað mér að vera á þessum stað, þar er einstaklega fallegt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 15:33 - 28 apr 2011 15:35 #82 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þetta er hið undarlegasta mál. En svona leit þetta út í gærkvöldi. En kl um 6 í morgun kemur upp Spotmerki í Strandhöfn og síðan annað utan við Strandhöfn -stuttu síðar. Síðan ekkert meir. Eftir þessu að dæma virðast þeir hafa tekið land í Strandhöfn í gær og verið sóttir þangað og skutlað á tjaldsvæðið við Hofsá-en vegur nær að Strandhöfn frá Vopnafirði. Þeir virðast því hafa ætlað á sjó í morgun en sennilega hætt við - það er mjög slæmt veður þarna og mikill sjór væntanlega. Þannig að hinn góði "róðrarhraði í gær "10 km/klst " var tálsýn sem og róin vegalengd. :unsure:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 14:42 #83 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Ég fæ þetta ekki alveg til að passa þegar ég lít aftur á SPOT merkin frá því í gær. Það eru um 20 km frá Strandhöfn og í Vopnafjarðarbæ en tíminn milli þeirra SPOT merkja er aðeins um 62 mínútur - getur það verið að þeir hafi róið á 20 km hraða?

Nú er þetta sem fyrr skemmtileg getspá. Ég hallast að því að þeir hafi dregið nökkvana í naust í Strandhöfn og fengið far í gistingu. Það eru einstakar aðstæður við Strandhöfn, skerjagarður skammt frá landi og rennur milli kletanna til að komast í algert skjól fyrir innan og taka land í nánast sléttum sjó.
Síðan gæti næsti leggur verið yfir Vopnafjörð beint í Bjarnarey, en það eru 20 km.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 08:42 #84 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Riaan frábær!
Það er spennandi kostur við svona surfski gerð af bát hve hraður hann er en eins og Sævar skoðaði var meðalhraðinn 10 km/h sem þykir góður keppnishraði í okkar röðum, en jafnframt er það mikill ókostur hve sjóhæfni þeirra er lítil.

Séu hnitin í síðasta SPOT merkinu skoðuð nákvæmlega þá hafa þeir róið upp Hofsá og heim á hlað á ferðaþjónustubænum Syðri-Vík.

Þar er notalegt að vera og fallegt útsýni eins og sjá má hér:
www.vopnafjardarhreppur.is/ferdamenn/matur-og-gisting/sydri-vik

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 22:30 #85 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Þeir hringróðararfélagar lögðu upp frá Bakkafirði um kl 13 í dag þ. 27.04 og settu stefnuna suður með Austfjörðunum og eftir fimm klst róður tóku þeir land í Vopnafirði.
Þeir eru samkvæmt Spottækinu rétt sunnan við ós Hofsár og því nokkuð sunnan við Vopnafjarðarkaupstað. Veður hefur verið þeim hagstætt og ölduhæð innan við 1 m og hæg.
Róðrarleiðin er > 50 km þannig að þeir hafa náð 10 km/ klst meðalróðrarhraða. ;) Þetta er þeirra lengsti róðrarleggur í ferðinni. Greinilega er samhæfingin að skila sér og góðar aðstæður fyrir kayakinn . :)
Sennilega róa þeir ekki á morgun vegna SSA áttar um 10 m/sek.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 16:58 #86 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Takk fyrir þetta ,Villý. Ég tek gleði mín á ný. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 14:48 #87 by Villý
Replied by Villý on topic Re: Riaan frábær!
Tja, spottækið hefur vissulega ekki verið að reporta eins og það á að gera og er beðið eftir nýju tæki að utan. En ef vel er að gáð má sjá að tækið er í gangi núna og þeir félagar að róa í dag.
Aftur á móti átti spottækið að vera tengt beint inn á heimasíðu Riaans en sá fídus er í ólagi og því þarf að uppfæra það handvirkt inn á síðuna svo að þeir sem eru ekki með spotið geti fylgst með gangi mála.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 apr 2011 13:29 #88 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Nú er fátt um fréttir af þeim félögum. Samkvæmt pistli Riaan´s eru þeir að gefast upp á Spottækinu og hugleiða að uppfæra róðrarleiðina síðar á vefnum og þá löngu eftir að leiðin var róin. Þetta eru slæmar fréttir fyrir okkur þessa áhugasömu um þennan merkilega hringróður þeirra. Spottækið ,þó hnökrótt væri í sendingum, þá gaf það þó oftast vísbendingar um stöðu þeirra og framvindu ferðar. Þannig að þeir hafa í raun lokað á okkur. :( En Villý takk fyrir þínar upplýsingar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2011 23:32 #89 by Villý
Replied by Villý on topic Re: Riaan frábær!
Ferðin í dag gekk vel og voru þeir félagar lentir að Bjargi rétt norðan við Bakkafjörð kl: 18:15 í dag. Veðrið var gott og tilbreyting að hafa vindinn í bakið. Það er mikil gleði hjá Riaan og Dan yfir því að vera búnir að róa yfir Bakkaflóa.
Líkt og sést í myndandinu góða þurfa þeir félagar að yfirstíga margar hindranir sem alla jafna eru ekki svo erfiðar fyrir fullkomlega heilbrigða einstaklinga - má þar m.a. nefna að Dan á erfitt með að fóta sig í grýttu fjörugrjótinu og þurfa þeir því að beita öðrum aðferðum en við sjáum alla jafna.
Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki upp á marga fiska og ekki útlit fyrir róður.
- Riaan og Dan biðja fyrir kveðjur til allra sem eru að fylgjast með ferðalaginu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2011 17:33 #90 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Riaan frábær!
Gaman að frétta frá þeim félögum svona úr nánasta umhverfi. Takk fyrir það Villý.
Og myndbandið sem Gísli setti inn færir okkur nær þeim félögum.
Þeim hefur gengði vel að róa þennan legg frá Skálum á Langanesi og til Bakkafjarðar. Þegar þetta er sett inn eiga þeir um 20 mín róður eftir til Bakkafjarðar .Verða þar um 17:50. Róðararhraðinn hjá þeim eru 7.5 km/ klst sem er mjög gott. Veður er gott 3-5 m/sek af NNA og því nokkur lens en samt gæti verið nokkur undiralda > 1 m. og hiti um 4 °C . Þetta er sennilega besta veðrið hjá þeim það sem af er ferðar... En Villý upplýsir nánar á eftir..hún lofar því hér að framan.... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum