Jæja þetta var nú aldeilis frábær vorhátíð, snjór og alles, brautarmet slegin og bestu pylsur í heimi ásamt giftusamlegri björgun. Mikið af öflugum ræðurum alstaðan af landinu, einnig Ísfirðingar.
Ætla að rita smá pistil varðandi björgunaræfinguna, þar sem það kom í minn hlut að skipuleggja hana og að verða sá hífaði þó ég hafi verið búinn að fá Halldór Isfirðing til að taka þann þátt að sér. Það fór þó á annan veg en planlagt og er ég búinn að senda mail til þyrlusveitarinnar til að fá botn í það hvað fór þar úrskeiðis. Annaðhvort var þar á ferð miskilningur milli mín og þyrlusveitarinnar, eða aðstæður voru þannig að þeir mátu það að hægara væri að taka mig samanber það sem Orsi nefnir hér að ofan. Að örðu leiti fannst mér æfingin takast vel í alla staði en þó eru nokkur atriði sem menn minntust á eftir æfinguna sem vert er að koma að ásamt því hvernig staðið var að henni.
Framkvæmdin var í grófum dráttum eins og neðanritað og fór ég í gegnum hana með þyrlusveitinni og fékk þá til að leggja blessun sína yfir hana og þeir sammála að standa svona að þessu.
Við bjuggum til pramma, bátunum lagt hlið við hlið í þessari röð ca. (er ekki allveg viss) en allavega frá hægri, séð að framan. Össur, Eymi, Páll R, Þorbergur, Gummi Breiðdal, Egill, þóra, Grár Seayk og Halldór, að auki voru þeir Orsi og Rúnar sem húkkuðu í sitthvorn næst ystu báta og var þeirra hlutverk að halda stefnu og stablisera pramman. Þetta gekk allt að óskum en ég sem ysti maður hægra megin (séð að framan) varð virkilega var við þegar þyrlan var staðsett hægramegin við okkur hvað maður mátti sín lítils móti rokinu/þrýstingnum frá þyrlunni sem var oft að mér fannst við að feykja bátnum upp og yfir þá félaga mína á mína hægri hönd. (Þetta var Halldór búinn að minnast á við mig að hefði gerst í fyrsta skipti sem staðið var að svona æfingu með þyrlusveitinni á kayakhátíð í Hólminum og lenti þá Halldór í því að feykjast svona upp og svífa yfir pramman og stingast svo niður milli báta og svo á bólakaf undir pramman, þar fannast honum að sín stund væri upp runnin, en svo varð þó sem betur fer ekki.) Einhvern misskilningur hefur orðið á milli mín og þyrlusveitarinnar (sem ég minntist á hér að ofan) þar sem við vorum búnir að koma okkur saman um að þeir tæku manninn sem væri þeim megin sem blysið logaði ekki. Trúlega hafa þeir í þyrlusveitinni gripið það þannig að þeir hafið átt að taka manninn blysmegin því Þegar sigmaðurnn kom niður kom hann mín megin við pramman og ég sá með blysið. Ég ákváð þá í samráði við Halldór (með handapati okkar á milli) sem var á hinum endandum að ég færi bara upp með þyrlunni. Ég var búinn að leggja hart að Halldóri að hann færi upp. En svona fór þetta allavega, ég var sá sem var tekinn og var það frábær upplifun að svífa þarna.
Eymi minntist á við mig eftir æfinguna að hann hefði átt í mesta basli með bátinn minn eftir að ég var farinn úr honum og því get ég vel trúað miðað við það sem ég upplifði meðan ég var í honum. Hugsanlega hefði verið sniðugt þarna að setja vatn í bátinn (Orsi skaut því inn í samræður um þetta) og hefði ég auðveldlega getað gert það áður en ég fór í loftið. Annað sem ég fór svo að velta fyrir mér svona eftirá er að ég þekkti ekki ræðarann sem var á bátnum næst Halldóri (grár Seayak), hugsanlega er þarna vanur ræðari á ferð en ef ekki hefði sennilega verið erfitt fyrir hann að halda bátnum hjá Halldóri hefði hann verið hífður burtu. (þennan bát átti ég ekki að staðsetja þarna þar sem ég þekkti ekki til getu ræaðrans.)
Hugsanlega er eitthvað meira sem mönnum dettur í hug og vert er að rita niður eftir svona æfingu. Endilega gera það hér.
Kv Össur I