Nú þegar okkar aktívustu ræðarar eru fjarri góðu gamni á laugardaginn kemur, (eru að mér skilst að leika sér í róðri með þeim Simon og Jeff hjá Sea Kayaking Cornwall) vantar okkur a.m.k nokkra ræðara til að taka þátt í æfingunni góðu. Þeimur fleiri sem við erum þeimur skemmtilegra og þeim meira fáum út úr æfingunni. (Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt mega endilega láta vita hér þannig að ég viti að ég verði ekki einn á sjó) Ræddi aðeins við Lárus um hvernig best væri að haga þessu, þar sem hann stjórnaði þessu í fyrra með miklum sóma. Hann lagði til að við byggjum til pramma, (nokkra kayaka saman), láta svo einn til tvo draga pramman, til að reyna að stabilisera pramman meðan aðgerðin stendur yfir. Hinn slasaði er svo dregin uppá pramman, þar sem sigmaðurinn frá þyrlunni með aðstoð kayakmanna kemur hinum slasaða í hífingargræjurnar og þeir svo hífðir burtu.
Endilega commentera hvernig þið sjáið þetta gerast og hvernig þetta hefur verið gert á undanförnum árum og hvernig til hefur tekist.
Kv Össur I