Þyrluæfingin á vorhátíðinni

02 maí 2011 21:05 - 02 maí 2011 21:11 #1 by Össur I
Jæja þetta var nú aldeilis frábær vorhátíð, snjór og alles, brautarmet slegin og bestu pylsur í heimi ásamt giftusamlegri björgun. Mikið af öflugum ræðurum alstaðan af landinu, einnig Ísfirðingar.
Ætla að rita smá pistil varðandi björgunaræfinguna, þar sem það kom í minn hlut að skipuleggja hana og að verða sá hífaði þó ég hafi verið búinn að fá Halldór Isfirðing til að taka þann þátt að sér. Það fór þó á annan veg en planlagt og er ég búinn að senda mail til þyrlusveitarinnar til að fá botn í það hvað fór þar úrskeiðis. Annaðhvort var þar á ferð miskilningur milli mín og þyrlusveitarinnar, eða aðstæður voru þannig að þeir mátu það að hægara væri að taka mig samanber það sem Orsi nefnir hér að ofan. Að örðu leiti fannst mér æfingin takast vel í alla staði en þó eru nokkur atriði sem menn minntust á eftir æfinguna sem vert er að koma að ásamt því hvernig staðið var að henni.
Framkvæmdin var í grófum dráttum eins og neðanritað og fór ég í gegnum hana með þyrlusveitinni og fékk þá til að leggja blessun sína yfir hana og þeir sammála að standa svona að þessu.
Við bjuggum til pramma, bátunum lagt hlið við hlið í þessari röð ca. (er ekki allveg viss) en allavega frá hægri, séð að framan. Össur, Eymi, Páll R, Þorbergur, Gummi Breiðdal, Egill, þóra, Grár Seayk og Halldór, að auki voru þeir Orsi og Rúnar sem húkkuðu í sitthvorn næst ystu báta og var þeirra hlutverk að halda stefnu og stablisera pramman. Þetta gekk allt að óskum en ég sem ysti maður hægra megin (séð að framan) varð virkilega var við þegar þyrlan var staðsett hægramegin við okkur hvað maður mátti sín lítils móti rokinu/þrýstingnum frá þyrlunni sem var oft að mér fannst við að feykja bátnum upp og yfir þá félaga mína á mína hægri hönd. (Þetta var Halldór búinn að minnast á við mig að hefði gerst í fyrsta skipti sem staðið var að svona æfingu með þyrlusveitinni á kayakhátíð í Hólminum og lenti þá Halldór í því að feykjast svona upp og svífa yfir pramman og stingast svo niður milli báta og svo á bólakaf undir pramman, þar fannast honum að sín stund væri upp runnin, en svo varð þó sem betur fer ekki.) Einhvern misskilningur hefur orðið á milli mín og þyrlusveitarinnar (sem ég minntist á hér að ofan) þar sem við vorum búnir að koma okkur saman um að þeir tæku manninn sem væri þeim megin sem blysið logaði ekki. Trúlega hafa þeir í þyrlusveitinni gripið það þannig að þeir hafið átt að taka manninn blysmegin því Þegar sigmaðurnn kom niður kom hann mín megin við pramman og ég sá með blysið. Ég ákváð þá í samráði við Halldór (með handapati okkar á milli) sem var á hinum endandum að ég færi bara upp með þyrlunni. Ég var búinn að leggja hart að Halldóri að hann færi upp. En svona fór þetta allavega, ég var sá sem var tekinn og var það frábær upplifun að svífa þarna.
Eymi minntist á við mig eftir æfinguna að hann hefði átt í mesta basli með bátinn minn eftir að ég var farinn úr honum og því get ég vel trúað miðað við það sem ég upplifði meðan ég var í honum. Hugsanlega hefði verið sniðugt þarna að setja vatn í bátinn (Orsi skaut því inn í samræður um þetta) og hefði ég auðveldlega getað gert það áður en ég fór í loftið. Annað sem ég fór svo að velta fyrir mér svona eftirá er að ég þekkti ekki ræðarann sem var á bátnum næst Halldóri (grár Seayak), hugsanlega er þarna vanur ræðari á ferð en ef ekki hefði sennilega verið erfitt fyrir hann að halda bátnum hjá Halldóri hefði hann verið hífður burtu. (þennan bát átti ég ekki að staðsetja þarna þar sem ég þekkti ekki til getu ræaðrans.)
Hugsanlega er eitthvað meira sem mönnum dettur í hug og vert er að rita niður eftir svona æfingu. Endilega gera það hér.

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2011 00:03 - 02 maí 2011 00:48 #2 by Orsi
jæja þetta var nú aldeilis sallafínt. Mig grunaði að það félli brautarmet eins og aðstæður voru nú yndislegar. Óska Óla til hamingju með bikarinn og tímann.

En sérstaklega fannst mér Eymi standa sig vel á ekki hraðskreiðari bát en raun bar vitni. Hann hótaði þessum keppnisbátum í fúlustu alvöru og fékk sinn fyrsta verðlaunapening, mjög verðskuldað.


..varðandi lexíur af æfingunni, þá er best að Össur hringi í Gæsluna og spyrji þá hversvegna hann var numinn svona á brott, blásaklaus maðurinn. Ég held samt að sjúklingaval þyrlunnar hafi ráðist af vindátt. Mig grunar að þeir vilji nálgast flekann upp í vindinn. Ef það er rétt tilgáta, þá er bara málið að muna að stilla sjúklingi alltaf upp hlémegin. Blysið má þá tendra á hvorri hlið sem er; þyrlan notar það bara sem stefnuljós fyrir vindáttina. En ég veit ekkert um þetta. Bara pæling.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2011 23:51 #3 by Rúnar
Það var fjör á þyrluæfingunni en hún var líka gagnleg í meira lagi. Væri ekki upplagt að við tækjum saman e.k. leiðbeiningar um hvernig best er að haga undirbúningi fyrir þyrlubjörgun. Á laugardag stóð til að Halldóri Sveinbjörnssyni yrði bjargað en síðan var Össuri, sem kveikt hafði á blysum, skyndilega kippt upp í þyrluna. Er sem sagt betra að tendra blysið þeim megin sem hinn slasaði maður er?
Einnig var rætt um að sniðugt væri að fylla bát hins slasaða af sjó til að hann fjúki örugglega ekki á aðra í flekanum.
Nú, við sem tókum þátt í æfingunni vitum líka nú að ekki borgar sig að tendra neyðarblys fyrr en sést til þyrlunnar - jafnvel þó það sé rosaflott reykblys frá Ellingsen sem kostar 5.000 kall en við fengum sem betur fer gefins frá búðinni.
Hvað segið þið - er einhver til í að taka saman svona lista?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2011 18:59 #4 by maggi
Þetta var flottur dagur þrátt fyrir veðrið , góð þáttaka í kepninni og fullt af fólki .

hér eru nokkrar myndir
picasaweb.google.com/maggisig06/20110430ReykjarvikurBikar1011#

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2011 01:33 #5 by Orsi
Ég mæti í 10 kílómetrana og þyrlubjörgun. Hef hjálm á höfði, gyrður belti ok saxi, albúinn til átaka. Gnísti tönnum ok bít í skjaldarrendr ok hanahelvítisnú.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2011 01:30 #6 by palli
Verð því miður farinn norður í land þessa helgi.
Bíð bara spenntur eftir að sjá myndir og heyra afrekssögur.

Góða skemmtun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 23:00 - 28 apr 2011 23:00 #7 by Össur I
Tek undir með Gísla og set það sem skilyrði fyrir þátttöku í æfingunni að ræðarar sé með hjálm. Einnig að vera með sem minnst á dekkinu sem gæti "þyrlast" burt þegar þyrlan mætir.

Kv Össi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 20:35 #8 by gsk
Já, það er algert skilyrði að hafa hjálm þegar þyrlan er annarsvegar.

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 20:29 #9 by Þorbergur
Ætla að mæta! En þarf að hafa hjálm við þyrluæfingu? síðast var ætlast til þess.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 17:02 #10 by Össur I
Ok Gísli, þú ert þá löglega afsakaður, minnti að þú værir að leika þér með þeim félögum en var ekki alveg viss.
En þá er það allavega orðið skjalfest, þú flokkast með einum af okkar aktívustu ræðurum.


Flott að menn eru að melda sig með, þá er bara að vona að gæslan láti sjá sig.

kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 16:34 #11 by gsk
Verð fjarri góðum gamni hér á klakanum en mun standa og horfa á brúðarparið í London í staðinn ásamt þeim félögum okkar þeim Gunnari Inga, Lárusi og Sveini Axel.

Lárus bað reyndar um að hann yrði ekki nefndur í þessu sambandi en hvað um það.

Góða skemmtun á laugardaginn.

kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 16:21 #12 by Páll R
Mæti í 10 km og þyrlu
Páll R

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 15:22 #13 by GUMMIB
Mæti í 10km og þyrlu.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 13:48 #14 by Rúnar
Varla þarf að minna á að eðlilegt er að allir þeir sem taka þátt í björgunaræfingunni taki einnig þátt í 10 km róðrinum. Það er auðvitað ekkert að marka björgunaræfingu með óþreyttum mönnum, þannig er það aldrei í raunveruleikanum. Gaman að sjá að svo margir ætli að taka þátt í keppninni enda ljóst að mun fleiri en eru á þessum lista hyggja á keppni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2011 13:10 - 28 apr 2011 15:18 #15 by Þóra
mæti...alveg úrvinda eftir tíuna

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum