Dagróðrar

31 júl 2011 21:01 - 31 júl 2011 21:22 #1 by Gíslihf
Ég var með Lilju fyrir kvöldmat í léttum æfingum við skerið inn við golfvöll og Hildigunnur slóst í hópinn. Við ætlum að taka aðra törn á morgun 1. ágúst kl. 19 á sjó við Geldinganes og þetta er auðvitað með Breiðafjarðartúrinn í huga.

Ég bendi á þennan tíma ef fleiri eru á svipuðum nótum, þá er velkomið að slást í okkar hóp. Skilyrði verða hagstæð, vindur að detta niður og háflóð kl. 19.36 og stórstraumur, þannig að ekki þarf að bera báta nema rétt fram af pallinum.

Kv. Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2011 15:11 #2 by henningu
Replied by henningu on topic Re: Dagróðrar
Það er rétt að fjaran er ansi skítug. Það bætti ekki úr skák þegar bærinn bætti nýjum sandi við og með fylgdi alls kyns brotajárn! Í gamla daga var þarna slippur með öllum óhreinindum sem því fylgir. En maður hefði haldið að fjaran ætti að vera orðin hrein eftir svona langan tíma... Veit einhver af hverju fjaran er svona skítug þarna?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 júl 2011 13:58 #3 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Dagróðrar
Flott hjá ykkur Össur og Egill.

Sjálfur var ég með nýjan félaga í þjálfun í gærmorgun og síðan með Lilju í blíðu á sjó og á kafi í só innan um hvönn og fjörugrös í kaffipásu við Veltuvík.

Í morgun var svo fyrsta ferð með Sigga syni mínum í Lambhúsatjörn og svo í land í baðströnd Sjálendinga. Ungi maðurinn var ótrúlega fljótur að læra, eða ég er farinn að eldast!

Þetta er mengaðasta fjara sem ég lendi í og þarf að þrífa bátana sérstaklega og fótabúnað á eftir.

Ef einhver Garðbæingur les þetta þá má koma því til skila að þetta er það sem börnum þeirra er ætlað að busla í en gæti verið drykkjarból fyrir nautgripi á steppum Afríku miðað við lit og lykt.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 júl 2011 23:03 - 21 júl 2011 10:38 #4 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Dagróðrar
Við Egill rérum þræl magnaðan dagróður í dag. Lögðum upp frá aðstöðu Sviða á Álftanesi um klukkan 14:30 og rérum sem leið lá að aðstöðunni okkar í Geldingarnesinu. Vindur var vestanstæður 4-6 m/s samkvæmt vedur.is og hin bestu skilyrði í þennan róður. Við rérum út fyrir (vestanvið) Löngusker, fyrir Gróttu og tókum svo stefnu norður fyrir Akurey. Í Akurey var tekið stutt kaffi stopp. Á sundinu milli Akureyjar og Engeyjar urðum við varir við stórar vöður af Makríl, mögnuð sjón að sjá hvernig þeir höguðu sér á yfirborðinu, það var eins og þeir væru að leika sér, svona hálpartinn fleyttu kerlingar. Magnað að sjá, hafa fleiri orðið var við þetta á róðrum sínum? Svo rérum við sem leið lá norður fyrir Viðey og inn sundið milli Viðeyjar og G.nes heim að gámum. 22,75 km samkæmt mælinum af korti en 21,5km samkvæmt GPS. Meðalhraði 6,1km, róðrartími 3,5 klst og mesti hraði 16,1km. (náðum smá sörfi norðan við Gróttu)
Snilldar róður........

kv Össur I

Róðrarleiðin
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2011 13:17 #5 by Össur I
Replied by Össur I on topic Re: Dagróðrar
Við Einar Sveinn rérum að veltuvík í gær. (eftir pælingar með gámana okkar og aðstöðuna fínu á eyðinu.
Í víkinni stunduðum við ýmsar æfingar. Sumar tókust með ágætum en aðrar miður :(
Fannst bara ég þurfa að deila þessu með ukkur :)

Kv ÖI

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2011 09:53 - 12 júl 2011 09:56 #6 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Dagróðrar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2011 13:13 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Dagróður 10.7.
Við Hildur rérum Geldinganeshring, með æfingum á leiðinni. Bráðnauðsynlegar æfingar eins og að skipta um bát á sjó, félagabjarganir og veltur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2011 12:17 #8 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagróður 10.7.
Lambhúsatjörn frá Sjálandbaðströnd að Bessastöðum og til baka meðfram Gálgahrauni. Róleg ferð með konunni í blíðu.
Sjálandsskóli er alveg við fjöruborðið og liggur vel við að bjóða nemendum upp á að róa.
Það var víst meiningin að segja frá ferðum fyrirfram til að fá fleiri með, en einnig gott að sýna að einhverjir eru að hreyfa sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2011 20:37 - 10 júl 2011 11:09 #9 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Dagróður 9.7.
9. júlí 2011.

Reri einn frá Laugarnesi á Romany.
Öryggisbúnaður: VHF rás 9 opin, síma í vestisvasa, 2 neyðarblys, varaár o.fl.

Stopp á rifinu við Akurey (1 h), suður fyrir Nes (0,5 h), kaffistopp í einu Hólma-skerjanna (50 mín), Lent í Hraunsvík við baðströnd Sjálandshverfinga í drullu, enda var fjara, en ofar er ljóst sandur (40 mín).

Alls tók ferðin 3,0 h með stoppum og var um 18 km.
Gola var, 15°C, sjólítið, skyggni gott og sól.

Skemmtilegt, ekki flóknara en það!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2011 21:52 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Dagróðrar
Sveinn Axel, Hildur, Lárus, Kolla, Þóra, Klara, Gísli Hf, Einar, Unnur, Þorbergur og Maggi Sig mættu í Geldinganesið í morgun. Við byrjuðum á að hringa Lundey,tókum kaffistopð í eynni. Í bakaleiðinni var farið norður fyrir Þerney og endað í busli við Veltuvíkina.

Töluvert var að Lunda við Lundey og lax sýndi sig við Þerney. Þá fréttist af ágætis veiði hjá kayakræðrum norðan Geldinganes.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 jún 2011 18:29 - 19 jún 2011 18:34 #11 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Dagróðrar
Ég fór í dagróður á þessum frábæra degi. Ég lagði upp þegar aðaldagróðrarliðið var að koma í fjöru austan eiðis í Geldinganesi-fríður flokkur. Margir voru á sjó -bæði almennum róðri ,fiskveiðum og náttúruskoðun -eins og undirritaður.
Þetta er sennilega besti dagur þessa sumars.
Sundin blá
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2011 17:48 #12 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Dagróðrar
Ég kem með, var líka látinn vinna í lóðinni heima!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2011 14:17 #13 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Dagróðrar
ég er til í lundey í fyrramálið , var látinn vinna í garðinum heima í dag og fékk ekkert að fara út .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2011 14:11 #14 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Dagróðrar
Í róðrinum í morgun var ákveðið að mæta í fyrramálið (sunnudag) kl 09:30 í Geldinganesið og róa í Lundey. Allir velkomnir.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2011 23:28 - 18 jún 2011 08:19 #15 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Dagróðrar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum