Það má kalla það "dagróðra" þegar maður skreppur á sjó utan fastrar dagskrár klúbbsins - og það er oft tilvalið nú í sumarblíðu og hlýnandi sjó.
Enda þótt það sé frábært fyrir vana menn að vera einir í kyrrðinni á sjó og prófa eitt og annað í róðrartækninni, sem oft er ekki tími til þegar hópurinnn er að fara frá A til B - þá væri oft gott að hafa félaga á svipuðum nótum og það kostar ekki mikið að láta vita þegar maður er búinn að ákveða tíma.
Það mætti t.d. gera á þessum þræði.
Kveðja,
Gísli H. F.