13. ág. Akrar-Hvalseyjar

14 ágú 2011 20:47 #1 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
Kayak ferð í gluggaveðri.
Takk fyrir mig.

Hér eru mínar myndir:
Picasa Web Albumn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 ágú 2011 16:19 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
Myndirnir sem ég tók í ferðinni er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20110812Hvalseyjar#

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2011 21:53 - 14 ágú 2011 13:22 #3 by Gíslihf
Þeir tíu sem fór voru Egill, Einar Sveinn, Gísli H F, Gunnar Ingi, Lárus og Kolla, Snorri, Stefán og Sveinn Axel og Hildur.
Nokkrir hafa greinilega hætt við, en á sjó vorum við komin kl. 10:45. Ferðin út í Hvalseyjar tók tæpa klst., þar vorum við í rúma klst. og róðurinn til baka tók um 2 tíma, enda kaldi til stinnigskaldi á móti og aldan um 0,7 m með hvítu trafi á víð og dreif.
Á Ökrum ræddum við við Ásmund bónda, sem er yfir áttrætt og man eftir fyrri komum kæjakfólks og eftir leitinni að Freyju og Greg. Ásmundur er fæddur í Þerney sem við komum oft við í.
Húseyjan í Hvalseyjum er sendin með hvítum skeljasandi og svörtum klöppum og vaxin melgresi nema að sunnan þar sem er mittisdjúp baldursbrá og hvönn, en þar eru lundaholur og æðarhreiður og er allt nokkuð erfitt yfirferðar. Fjöldi skerja er í grenndinni og er þar mikið af skarfi.
Að lokum litum við inn í Akrakirkju í boði Ásmundar á Ökrum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 ágú 2011 20:13 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
10 felagar maettu I rodurinn I dag. Vedurspain gekk eftir, NNA 10-14 m/s. Rerum ut I Hvalseyjar og til baka aftur. Stutt utgafa nuna, thar sem thetta er ritad ur simanum. Myndir og betri stafsett lysing kemur a morgun.

Kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2011 21:23 #5 by Sævar H.
Snemma í fyrramálið met ég persónulegan vindstuðul fyrir mig-til kayakróðurs á svæðinu. B) Verði ég ekki kominn kl 9.30-þá hefur minn persónulegi mælir farið yfir rauðastrikið....En Hvalseyjar toga stíft.. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2011 20:39 #6 by Egill Þ
Ég mæti.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 ágú 2011 20:27 - 12 ágú 2011 21:32 #7 by SAS
Replied by SAS on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
12 manns hafa sett stefnuna á að mæta í fyrramálið.

Það er fjara kl. 12:42 í Borgarnesi, þ.a. við munum fylgja útfallinu á leiðinni út í eyjarnar og innfallið verður með okkur á leiðinni til baka.

Skv. veðurspám má reikna með aukum vindi NNA 8-10 m/s eftir kl. 13:00 og 10-12 m/s um 15:00, þ.a. það er rétt að styttum tímann sem við höfum til skoðunnar í eyjunum og stefnum á að vera komin í land um 15:00.

Það má kannski finna einhverja öldu við Akra til að leika sér í, í staðinn.

Sjáumst hress á Ökrum og mætum stundvíslega. Blásið verður til róðurs eigi síðar en kl. 10:30. Við Hildur leggjum á stað kl 08:00 úr bænum.

kv
Sveinn Axel
Gsm 660-7002

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2011 23:15 #8 by Einar Sveinn
Stefni að mætingu.

kv
Einar Sveinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 ágú 2011 17:04 #9 by Þorsteinn
Áætla að mæta.
Þorsteinn Jóns

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 20:23 #10 by Sævar H.
Þetta er nokkuð spennandi. Hvalseyjar eru ekki beint í alfaraleið. Veðrið viðist ætla að verða hagstætt.

En Hvalseyjar er eitthvað sérstakt við þær ?
Allavega hér áður fyrr.

Þá var þetta með mestu æðardúnstekjusvæðum við Flóann.

Mikið var veitt þarna af skarfaungum sem voru saltaðir til vetrarforða.

Mikil selveiði var þarna einkum útselskópar sem voru rotaðir þarna í miklu magni.

Útselur laðast að Hvalseyjum. Kirkjan á Staðarhrauni í Hítardal átti þarna selveiðihlunnindi.

Og í Hvalseyjum var útver til sjósóknar á fisk.

Hvalseyingar voru nokkuð sérstakir við æðarkollurnar á vorin. Þeir ristu upp torfþökur ,veltu þeim uppá rönd og mynduðu með þeim hálfhring um kollurnar til skjóls fyrir norðanhvassviðrinu.

(heimildir: ísl.sjávarhættir)

Og nú stefni ég á að skoða Hvalseyjar-af kayak.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 ágú 2011 13:28 - 10 ágú 2011 14:04 #11 by SAS
Replied by SAS on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
Veðurspáin hefur breyst og er okkur hliðhollari. Núna er spáin N 2-6 m/s sem er hagstæð vindátt skv. Magnúsi Helgasyni í Hvalseyjum sem býður okkur velkomi.

Við erum núna 11 sem hafa tilkynnt þátttöku

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2011 19:01 #12 by StefanSnorri
Ég kem með í róðurinn, frískur og sprækur.

Kv. Snorri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2011 14:23 #13 by Þóra
Ég og Klara gerum ráð fyrir að mæta.
Kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2011 13:32 #14 by gsk
Replied by gsk on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
Er heitur en ekki ákveðin.

Vonast til að koma.

kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2011 12:56 #15 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
Meira fjör. Þetta verður bara gaman. Við Sigrún mætum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum