13. ág. Akrar-Hvalseyjar

09 ágú 2011 12:05 #16 by Gíslihf
Ég vonast til að geta verið með enda hef ég róið nokkrum sinnum í grennd við þessar eyjar og alltaf þótt þær forvitnilegar.

Vonandi getum við stigið á land og skoðað eyjarnar í samráði við ábúendur, en ég veit ekki betur en að þar séu hjón með lögheimili og búsetu hluta ársins.

Kv. GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2011 09:13 - 09 ágú 2011 13:57 #17 by Larus
Replied by Larus on topic Re: 13. ág. Akrar-Hvalseyjar
sé ekki annað i stöðunni en að koma með í þetta -
við Kolla mætum

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2011 11:49 - 08 ágú 2011 18:01 #18 by SAS
Næstkomandi laugardag 13. ágúst er ferð út í Hvalseyjar sem eru utan við Akrar á Mýrunum og eyjarnar hringaðar.

Þetta er dagsferð, brottför úr bænum 08:30 og miðum við að hefja róður kl 10:30, en það tekur rúmlega 1,5 klst að aka þetta úr bænum.

Þetta er um 15 km í heildina, en leggurinn út í eyjar er 5-7 km. Skv. langtíma veðurspá verða NA 8-10 m/s sem þýðir að það verður aðeins mótvindur á leiðinni til baka.

Eftir Borgarnes er ekið til vesturs inn á veg 54 og síðan inn á veg 540. Við munum sjósetja við Akra.

Ferðin er flokkuð sem 2 ára ferð.

Vinsamlega skráið þátttöku undir þessum þræði.

Kort af róðraleiðinni og nánari staðsetningu er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/Desktop?au...1sRgCKuB_qiLir_3pQE#

kv
Sveinn Axel

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum