Ég ætla að taka æfingu eftir vinnu á morgun mánudag 29.08.'11, mæta kl. 17 í Geldinganesi.
Tilefnið er að fara gegnum BCU æfingar sem Maggi var með s.l. tvo þriðjudaga og mælti með að menn æfðu svo sjálfir. Þetta gerir maður ekki svo auðveldlega heima hjá sér, en eftir því sem ég best man þá eru það eftirfarandi atriði:
BCU undirbúningur I:
Sjósetning - nota örugga leið, ekki fá sjó í mannop,
Að fylgjast með - snúa sér við 180 ° á um 20 s fresti
Rock hopping - stýri fram-hlið-aftur, eds og frákast
Snúa frá í öng - eds og hliðarsveigur frá skut
Hástuðningur - liggjandi á baki í sjó, afslappað
Veltur á báða vegu einnig í öldu og vindi
Velta - hætta við á aðra hlið og fara upp á hinni
Velta - óvænt og í fáránlegum stellingum
Björgun í öng 1 - A veltur, C húkkar í D, sem fer inn með strekkta línu, A hangir á bát sínum sem er dreginn út.
Björgun í öng 2 - A í sjó og úr liði og er dreginn út og komið í bát, með lappir fyrst inn í hálffullan bát.
Af sundi inn í bát - lensa bát í öldum.
Notkun toglínu og fumlaus félagabjörgun
BCU undirbúningur II:
Lágstuðningsbeygja undan vindi - 90°- halla fram - gott eds
Lágstuðningsbeygja móti vindi - 90°- halla aftur - gott eds
Róa umhverfis sker með v eða h árablaði, halla bát og búk.
Áranotkun án þess að lyfta ár.
Notkun toglínu, heil og hálf lengd.
Sjósetning af skeri á skut.
Maggi getur leiðrétt ef rangt er.
Kv. GHF.