Friðarsúluróður á sun

11 okt 2011 00:29 #1 by palli
Aldeilis magnað kvöld. Takk fyrir mig.

Setti nokkrar myndir inn á picasaweb.google.com/kayakklubbur/20111009_Fridarsula

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2011 17:19 - 11 okt 2011 14:57 #2 by Sævar H.
Það var sannalega rómantíkst að leggja upp í Friðarsúlu róður á svona kvöldi

Sólsetursstemning


Þetta var ljúfur róður allt að Virkisfjöru í Viðey en ofan hennar er Friðarsúlan. Upp þverhnípta grasbrekku var að fara og að klífa hana á kayakskóm í náttmyrkri-kostaði átök. Þegar upp var komið blasti súlupallurinn við umkringdur miklum mannfjölda -sennileg yfir 1000 manns að meðtölum okkur og Yoko Ono sem var að halda ræðu þegar ég komst loks upp brekkuna bröttu.

Þegar ég ætlaði að fá mér tesopa úr brúsa mínum- kom í ljós að hann hafði tapast í baráttunni við brekkuna góðu. Þorbergur skenkti mér stóran fant af sínu tevatni-Takk fyrir það.

Þetta er mína fyrsta heimsókn á súlustað og ég varð bara snortinn-ætla aftur að ári.
Súlan mikla



Og á leið niður brekkuna bröttu datt ég um tebrúsann minn góða. Eins og í góðu ævintýri -þá fór allt vel að lokum.

Takk fyrir flottan róður.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 okt 2011 16:11 #3 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Friðarsúluróður á sun
Frábær róður og hressandi :)

Fór áðan uppí Geldinganes að leita að áralúffu sem ég svo fann, en þegar ég kom að fossaði vatn út úr sturtugámnum. Þegar inn var komið var allt kveikt, skrúað frá slöngukrananum og hitarinn á fullu. Vatnsþrýstingurinn hefur greinilega þvingað slönguna af krananum og bunan á fullu blússi í gólfið. Vatn flóði yfir þröskuldinn yfir í kaffigáminn sem rann þaðan að útihurðinni. Ekki glæsileg aðkoma.. síðasti maður út úr gámunum verður að skilja vel við svona hluti. Þetta slapp þó vel miðað við allt.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2011 23:21 #4 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2011 22:57 #5 by Jói
Replied by Jói on topic Re: Friðarsúluróður á sun
Ég vil þakka fyrir mig, þetta var alveg æðislegt!



P.s það kom sér vel ljósið á gámunum haha;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2011 18:07 #6 by þórður
því miður komst eg ekki verð bara að koma næst

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2011 17:28 #7 by þórður
þakka kærlega fyrir þetta ég sé ykkur þá á morgun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2011 17:19 #8 by Gíslihf
Hér er önnur leiðbeining:

Fletta upp www.ja.is

leita að "Æsuborgum 1"

og smella á kort

þá sérð þú ofar á loftmyndinni gámana á Eiðinu út í hið raunverulega Geldinganes.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2011 16:53 #9 by þórður
þetta er bláhvít blikandi ljós þeir sögðu allavena að ég æti að kaupa þetta ljós fyrir nætursiglingu

og hvar á geldinganesinu er aðstaðan

1 sveita strákur sem ratar ekki neitt í rvk?

og get eg borgað félags gjöldinn á staðnum eða hvernig geri ég það á ég að leggja inná?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2011 16:16 #10 by Gíslihf
Það er svolítið erfitt að þekkja sundur á mynd rauða næturljósið og strópljósið sem blikkar með blindandi blahvítu.

Strópið er hins vegar ekki rétt að nota nema verið sé að leita að manni og ég sé ekki betur en að þetta sé STROPE á myndinni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2011 10:05 #11 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Friðarsúluróður á sun
Þetta er ágætis ljós. Flestir festa ljósið á öxlina á vestinu, t.d með rafmagnsströppum. Gott er að hafa í huga að ljósið trufli ekkki sjónina, láta það frekar snúa aftur á öxlinni. Þá má einnig festa ljósið á bátinn.

Friðarljósaróðurinn er frá Geldinganesinu.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2011 21:01 #12 by þórður
Sællir ég var að kaupa mer ljós fyrir ferðina her er linkur inná það er þetta í lagi?
og hvar á það að vera á vestinu minu?
kveðja þórður (nybyrjandi
og kanski fá að vita aðeins meira hvar ég á að mæta?

www.veidimadurinn.is/Default.aspx?mflID=...modID=1&id=42&vID=60

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2011 13:33 - 06 okt 2011 13:43 #13 by Sævar H.
Samkvæmt samanburði á Strope ljósunum er ljósakúpilinn á þeim rúmir 3 sm. á hæð. það munar kannski um 1 m.m + - og á mínu..... B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2011 10:12 #14 by Sævar H.
Nú er allt að verða klárt. Þó er einn vankantur á mínu siglingaljósi. Það er gult svona 3 sm. ljóskúpill en blikkar ekki. Aftur á móti er ég góður í að blikka augum....er þetta fullmægjandi hr. róðrarstjóri :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2011 01:06 #15 by Þorbergur
Nú kayakmenn missa ei trúna
á bítilinn horfna og frúna.
Því af listhneigð svo skærri,
sem og fegurð og næmni,
mun himinninn lýsast upp núna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum